Leita í fréttum mbl.is

Hótel fyrir heiminn þ.á.m.hryðjuverkafólk.

Í gær fimmtudag ók afganskur hælisleitandi inn í hóp fólks og slasaði 30 manns suma lífshættulega í München í Þýskalandi.

Þ. 20. desember s.l. ók hælisleitandi frá Sádi Arabíu á fjölda fólks á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi, 6 dóu og 299 slösuðust sumir lífshættulega.

Í ágúst s.l. myrti sýrlenskur Íslamisti þrjá einstaklinga og særði 8 til viðbótar á hátíð fjölbreytileikans í Solingen í Þýskalandi

Árið 2016 var það hælisleitandi frá Túnis, sem framdi samskonar hryllings hryðjuverk í Berlín.

Þessi hryðjuverk og mörg önnur hafa gjörbreytt Þýskalandi. Rólegu huggulegu stundirnar sem þýskar fjölskyldur áttu áður á jólamörkuðum og álíka eru ekki lengur í boði nema að viðhafðri mikilli lögregluvernd og steinblokkum sem takmarka möguleika hryðjuverkafólks á því að aka inn í mannþröngina.

Samt tekst þessum meindýrum of oft að framkvæma hryðjuverkin.

Því er jafnan neitað af evrópskum stjórnmálamönnum, íslenskum þar á meðal að það sé samhengi á milli innflytjendastefnu löglegra en þó frekar ólöglegra og fjölgun glæpa þ.á.m. hryðjuverkum.

Það verður aldrei umflúið, að þegar þú flytur inn fólk hvaðan æva úr heiminum, þá flytur þú líka inn öll heimsins vandamál.

Á þetta benti Douglas Murray (DM) skilmerkilega á í bók sinni Dauði Evrópu, sem kom út fyrir 10 árum, en þrátt fyrir gildar ábendingar og varnaðarorð og jafnvel hrós hefðbundinna stjórnmálamanna, þá brást stjórnmálaelítan ekki við að neinu leyti.

Hann benti líka á að með sama áframhaldi yrði ekkert eftir lengur sem héti þjóðleg einkenni eða þjóðleg gildi. Við hefðum gert Evrópu að hóteli og heimili fyrir allan heiminn. Við erum á vondri leið í þá átt að eiga ekkert land fyrir okkur, engin þjóðleg gildi eða sameiginlega þjóðlega menningu og arfleifð.

Barnabörnin okkar munu því ekki ef svo heldur áfram sem horfir upplifa það íslenska sem hefur um aldir verið bústaður og vistarvera á Íslandi og þurfa að sætta sig við það, að íslenska verði ekki lengur gilt samskiptamál í Reykjavík árið 2050. 

Er það eftirsóknarvert?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta hlýtur að vera eftirsóknarvert... af yfirvöldum.  Annars væru þau ekki að þessu.

Það er ekkert nýtt að yfirvöls myrði stóran hluta almennigns.

Sjá: NKVD, Rauðu Khmeranir, osfrv.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.2.2025 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 671
  • Sl. sólarhring: 718
  • Sl. viku: 2158
  • Frá upphafi: 2504805

Annað

  • Innlit í dag: 641
  • Innlit sl. viku: 2032
  • Gestir í dag: 614
  • IP-tölur í dag: 602

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband