Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um buxurnar

Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar lét til sín taka á löggjafarþingi þjóðarinnar í gær. Í fyrsta lagi náði hann að stela athyglinni með því að gera mikið veður út af því að hann hefði klæðst í gallabuxur.  Fréttastofu RÚV fannt það aðalatriðið í fréttaflutningi frá Alþingi í gær. Þó var sérstök umræða um strandveiðar. 

Jón Gnarr var að vandræðast með það, hvort hann væri klæddur að heldri manna sið og í samræmi við það sem eðlilegt er á Alþingi, þegar  hann skrýddist gallabuxunum. Í sjálfu sér átti þessi sjálfhverfa sýniþörf Jóns Gnarr lítið erindi við almenning. 

Þessi umræða er ekki ný, en RÚV finnst hún alltaf jafn merkileg. Einfaldleiki málsins varðandi klæðaburð alþingismanna er að það er ekki skylda að vera í einkennisbúningi heldur snyrtilega klæddur. Sumir róttækir þingmenn, sem hafa lítið til málanna að leggja annað en vekja á sér athygli, hafa iðulega mætt eins og skítakamrar til fara og talið það innlegg í þjóðmálabaráttuna. Með því eru þeir að gera lítið úr sjálfum sér og draga úr virðingu Alþingis.

En Jón Gnarr náði að auglýsa gallabuxurnar sínar vel og öllu minni athygli vakti samt ræða hans um strandveiðar, þar sem hann minntist á það í upphafi umræðnanna að hann hefði raunar ekkert vit á strandveiðum og vissi meira um landbúnaðarmál. Að sjálfsögðu var því við hæfi að þingmaðurinn blandaði sér í umræðuna sem hann segist ekkert vit hafa á. En óháð þessu sjálfsmati Jóns Gnarr, þá var ræða hans um strandveiðar mun betri en hugsvölun sýniþarfar hans á gallabuxunum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér hefur alltaf fundist furðu margt líkt með Trump og Jóni Gnarr

Meðal annars þá tekst þeim báðum að halda sér stöðugt í sviðsljósinu með einhverjum uppátækjum

Grímur Kjartansson, 19.2.2025 kl. 12:33

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Jón Gnarr er Jókerinn í spilunum. Hann þarf alltaf að reyna að vera fyndinn og skemmtilegur, borgarstjóri, alþingismaður, grínisti fyrst og fremst. Það er eins og hann sækist eftir embættum til að skemmta sér og öðrum, gera grín að kerfinu. 

Ég tek ekki mark á honum. En annað er, að eftir að hann fór að sýna trúðseðlið sem borgarstjóri og fleira finnst mér hann lélegri grínisti á eftir af einhverjum ástæðum.

Ingólfur Sigurðsson, 20.2.2025 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 671
  • Sl. sólarhring: 717
  • Sl. viku: 2158
  • Frá upphafi: 2504805

Annað

  • Innlit í dag: 641
  • Innlit sl. viku: 2032
  • Gestir í dag: 614
  • IP-tölur í dag: 602

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband