Leita í fréttum mbl.is

Á þeirra kostnað

Óteljandi eru samstöðufundir, heimsóknir og fjálgleg ræðuhöld, leiðtoga NATO ríkja síðustu 3 ár. Þau hafa hvatt Úkraínumenn til dáða á vígvellinum og afhent þeim vopn þannig að þeim mætti sem best duga í baráttunni við "illyrmið" Pútín.

Stöðugt var hamrað á að landamæri væru heilög og Úkraínumenn þyrftu að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Þau heilögu landamæri voru dregin af alræmdasta kommúistaleiðtoga Sovétríkjanna sálugu,í lok síðari heimstyrjaldar og síðan við skiptingu á dánarbúi Sovétríkjanna á síðasta áratug síðustu aldar.

Hvattir áfram sérstaklega af Bandaríkjunum sem lögðu fram mikið fé, en einnig ríkjum Evrópu sem lögðu einnig fram mikið fé til að halda stríðsrekstrinum gangandi, tóku Úkraínumenn á sig miklar fórnir þar sem hundruðum þúsunda ungra manna var att fram á vígvöllinn. Ekki fæst upplýst hvað margir þeirra féllu, en ljóst að mannfall var mikið. Gjörspillt yfirstétt Úkraínu hélt samt sínu striki og makaði krókinn enda Úkraína gjörspilltasta land Evrópu fyrir stríðið og varla skánaði það við stór "gjafir" NATO ríkja. 

Nú krefjast Bandaríkjamenn að fá endurgreitt það sem þeir lögðu fram af fjármunum til Úkraínumanna með því að fá veð í helstu þjóðareignum Úkraínu, en í ljós kom, að ýmis stærstu ríki Evrópu höfðu þá þegar gengið frá endurgreiðslu samningum vegna framlags þeirra til að viðhalda stríðinu. 

Verður þá öll þjóðareign Úkraínu seld eða veðsett hinum öflugu talsmönnum frelsisins, sem hver um annan þveran þyrptust til Kænugarðs aftur og aftur til að tala kjark í Úkraínumenn með fyrirheit um órofa stuðning. 

Verða þá breytingar á landamærum Úkraínu þegar upp er staðið minnsta málið en aðalmálið stærsta framsal þjóðarauðs Úkraínu til stærstu ríkja Vesturlanda? 

Ætla Vesturlönd með Bandaríkin í broddi fylkingar þegar upp er staðið að gera Úkraínu að lénsríki sínu og innheimta stríðsskaðabætur vegna stríðsins sem þau stóðu í raun fyrir. Það  gæti orðið þessu fátæka landi svo þungbært að Úkraína gæti aldrei risið undir því ekki frekar en Þjóðverjar vegna Versalasamninganna 1919, eða Haiti búar vegna nauðungarsamninga við Frakka á sínum tíma. 

Fari svo þá eru mestu svikin við Úkraínu framundan. Svik sem binda landið á skuldaklafa til allar framtíðar? 

Vorum við sem kölluðum eftir friði strax í upphafi stríðsins fyrir þrem árum þá e.t.v. einu raunverulegu vinir Úkraínu og fólksins þarna í Austurvegi?

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.2.): 425
  • Sl. sólarhring: 496
  • Sl. viku: 2010
  • Frá upphafi: 2489655

Annað

  • Innlit í dag: 400
  • Innlit sl. viku: 1826
  • Gestir í dag: 390
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband