Leita í fréttum mbl.is

Alþingi og þjóðlífið

Bjarni Benediktsson heitinn fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra taldi alla tíð nauðsynlegt að Alþingi væri í sterkum tengslum við þjóðlífið, en það gerði þá kröfu til þingmanna, að þeir hefðu þekkingu og tilveru utan hins hefðbundins stjórnmálastarfs og sagði:

"Til þess að taka að sér forsjá í málum annarra og stjórna þeim, þarf ætíð mikla þekkingu. Stjórnmálamaðurinn verður að þekkja land sitt og gæði þess og torfærur,þjóð sína, kosti hennar og galla"

Það má lesa út úr ræðum Bjarna, að hann telur illt í efni ef allir þeir sem sitja á Alþingi eða stór hluti þeirra séu atvinnustjórnmálamenn og á skorti nauðsynlega þekkingu slíkra stjórnmálamanna. 

Dæmi um sannleiksgildi þessarar hugsunar Bjarna heitins eru flokkslíkamabörnin bresku, bræðurnir Ed og David Miliband. Þeir fóru í háskóla og síðan í pólitík eða pólitískt tengd störf á vegum Verkamannaflokksins og klifruðu síðan upp metorðastigann og enduðu með því að takast á um það hvor þeirra yrði formaður, en þann slag vann Ed. Þeir þekktu ekki þjóðlífið utan stjórnmálanna. 

Vegna skorts á annarri þekkingu en starfi í pólitík skortir þá nauðsynlegu þekkingu til að geta stýrt málum til góðs þegar þeir hafa haldið um valdataumana.  Skýrasta dæmið er hvernig Ed fer fram sem umhverfismálaráðherra. Hann hefur lagt fram tillögur sem mundu drepa breskan landbúnað og en áður hefur hann hafið vegferð gegn vinnslu olíu í Norðursjó þannig að sú vinnsla mun stöðvast. Allt er þetta hið versta mál, en flokkslíkamabarnið Ed skortir skilning á því, þar sem þekking hans er bundin við stjórnmálin eingöngu.  

Þingmenn telja sig oft vera í miklu og góðu sambandi við þjóðina og þekkja kosti hennar styrkleika og veikleika út og inn. Þingmenn eru samt að mestu leyti uppteknir við að tala alltaf við sama fólkið. Þröngan hóp frá stjórnsýslunni eða talsmenn hagsmunasamtaka. Þá skortir því oft nauðsynlega yfirsýn hafi þeir ekki haft yfirgripsmikla þekkingu þegar þeir settust á þing og sinnt almennum störfum til lands eða sjávar. 

Sjálfstæðisflokkurinn velur forustu sína á sunnudaginn. Væri ekki rétt að fara eftir þeim leiðarmerkjum og vísdómsorðum, sem einn farsælasti forustumaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni heitinn Benediktsson taldi nauðsyn á að forustumaður í stjórnmálum hefði til að bera til að geta rækt starf sitt til heilla fyrir land og lýð. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 28
  • Sl. sólarhring: 1731
  • Sl. viku: 4035
  • Frá upphafi: 2492130

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 3752
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband