Leita í fréttum mbl.is

Landsfundur- Ný forusta

Það útheimtir gott skipulag og fjölda fólks sem kann til starfa að skipuleggja og halda rúmlega 2000 manna Landsfund eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerir nú í Laugardalshöll. 

Skipulag og frágangur er til fyrirmyndar að flestu leyti, en á það skortir þó á pappírslausum fundi, að tillögur o.fl. skili sér nægjanlega vel. Þá verður að gagnrýna lýðræðisstífinguna og takmörkun á möguleikum hins almenna flokksmanns til að geta látið til sín taka málefnalega í ræðustól á fundinum.

Þá er það dapurlegt að ötult baráttufólk fyrir Sjálfstæðisflokkinn í meir en hálfa öld og hafa sótt Landsfundi allan tímann síðan, skuli ekki vera fulltrúar á þessum fundi. Í því sambandi nefni ég sérstaklega þá Ólaf Egilsson sendiherra, Þór Whitehead prófessor emeritus og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, prófessor og lögmann allt emeritus. Marga fleiri mætti nefna. Til að koma í veg fyrir svona slys þyrfti miðstjórn, að geta úthlutað ákveðnum fjölda landsfundarsæta þess vegna með auknu meirihlutasamþykki.

Fyrir þá sem hafa verið um árabil í flokksstarfi er það ómetanlegt að hitta vini og kunningja alls staðar að af landinu. Landsfundur er annað og meira en bara fundur. 

Á sama tíma og aðrir flokkar halda sína aðalfundi og Landsfundi þar sem mæta um hundrað til þrjúhundruð manns, þá sýnir það hvílíkur munur er á skipulagi og því afli sem býr í Sjálfstæðisflokknum og annarra stjórnmálaflokka á Íslandi. 

Slaklega er þá staðið að verki, hvað sem líður lofi og oflofi um fráfarandi forustu þegar þessi ofurkraftur brýst ekki fram og finnur sér stað í kosingum. En það er sú staðreynd sem að flokksmenn horfast í augu við eftir síðustu kosningar.

Það þarf að greina með heiðarlegum hætti og hika ekki við að hverfa frá mið-vinstri stefnunni og taka upp ákveðnari stefnu sem býður upp á raunverulegan valkost frá vinstri villum. 

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur alla tíð verið óskoraður foringi flokksins meðan hann gegnir formennsku. Miklu skiptir því að vel takist til í dag með val á formanni flokksins. 

Ég sé ekki að neinar breytingar til góðs fyrir flokkinn hvað varðar endurskipulagningu og nýjar áherslur nema okkur beri gæfu til að kjósa Guðrúnu Hafsteinsdóttur athafna- og stjórnmálakonu sem formann flokksins. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hreinsson

Alltaf gaman að lesa pistla hja þer.

Þvi miður held eg að litið breytist a þessum landsfundi, nema að kona verður formaður i fyrsta sinn. Held að fjoldi se mættur bara til að kjosa formann. Og malefnastarf rennur i gegn an umræðu.

Það er dapurt eins og þu nefnir hvað er dregið ur moguleikum folks til að tja sig og leggja fram tillogur. Held það se vsndi flokksins i dag.

Kristján Hreinsson, 2.3.2025 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 287
  • Sl. sólarhring: 723
  • Sl. viku: 2305
  • Frá upphafi: 2505733

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 2166
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband