Leita í fréttum mbl.is

Allt kyrrt á austurvígstöðvunum?

Mörgum finnst sérkennilegt, hvað vestrænir fjölmiðlar segja lítið frá stríði Rússa og Úkraínumanna. Fréttaflutninginn er að segja frá gríðarlegu mannfalli Rússa, en nánast ekkert annað. 

Almenningi á Vesturlöndum er sagt að litla Úkraína, þekkt fyrir grómtekna spillingu, fátækt og minnstu þjóðarframleiðslu á mann af fyrrum Sovét lýðveldum í Evrópu muni sigra Rússa. Á því byggði Biden stjórnin og sú íslenska aðkomu sína við að viðhalda stríðinu í stað þess að leita samninga um vopnahlé og frið og setja Rússum afarkosti væri pólitískur vilji til þess. 

Í gær kom frétt í hinum virta fréttamiðli Daily Telegraph um hrakfarir Úkraínuhers í Kúrsk. Úkraínuher er á skipulagslitlum flótta eftir mikið mannfall og búist við að Rússar nái öllu landi í Kúrsk í dag. 

En hvers vegna þessi þögn um það sem er raunverulega að gerast á austurvígstöðvunum? Hafa vestrænir fréttamiðlar algjörlega brugðist að sinna eðlilegri fréttamennsku? Eru þeir handbendi afla, sem hafa í raun komið á virkri ritskoðun í raun án lagafyrirmæla, en sé svo hvaða öfl eru það þá?

Við sem kröfðumst þess að komið yrði á friði í Úkraínu og Vesturveldin gerðu Rússum þá úrslitakosti sem væru skynsamlegir höfðum rétt fyrir okkur en þeir sem fylgdu Biden, Boris Johnson línunni voru í raun óvinir Úkraínu og óvinir friðarins. Því er ótrúlegt að utanríkisráðherra skuli ætla að feta í fótspor fyrirrennara síns um að hvetja til hernaðar og henda peningum áfram á þetta ófriðarbál engum til góðs og alla vega ekki þeim sem ætlunin er að hjálpa.

Væri ekki betra fyrir Ísland að taka upp sína gömlu utanríkisstefnu að vera málsvarar friðar og taka ekki þátt í hernaðarlegum átökum. Herská stefna utanríkisráðherra er helstefna smáþjóðar, sem á að vera annt um frelsi sitt og fullveldi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Orðið er laust, hverjar eru þínar friðartillögur??

Það er auðvelt að gagnrýna þá sem vörðust Hitler og Pútín, man samt eftir því að Víetnam stóð ístaðið gegn kínversku kommúnistunum þegar Peking vildi leiðrétta landamæri.

Það er rétt að Úkraína er spillt, samt hefði Churchill varla þurft að nota 10% af þeim tíma sem hann notaði gegn sömu rökum og þú notar Jón, til að réttlæta stuðning við Sovét Stalíns, ef hann hefði aðeins þurft að benda á að innrás Pútíns væri aðför að siðmenningunni.

Aum staða Úkraínu gæti aldrei réttlætt þá innrás.

Ræður Churchil lifa reyndar, sérstaklega hjá eldri íhaldsmönnum, mjög margir segja að þær séu sígildar, óháð tíma og rúmi.

Þú telur þig samt vita betur Jón, og mig langar að vita af hverju.

Fróm bón.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2025 kl. 17:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Ómar þú vísar í Churchill og það ber að hafa í huga, að Bretar og Frakkar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur þegar hann réðist inn í Póllandi. Þau þurftu ekki að gera það og kom Pólland í sjálfu sér ekkert við. En þessi lönd lögðu í stríð vegna frelsis og fullveldis Póllands. 

Hefur eitthvað ríki Evrópu sagt Rússum stríð á hendur vegna Úkraínu? Ekki eitt. Er eitthvað ríki Evrópu til að senda her til Úkraínu. Ekki neitt.  Eru Bandaríkin tilbúin til að fara í stríð við Rússa vegna Úkraínu. Ó nei.  Þannig er staðan og Rússar komnir með undirtökin. Þegar sú er staðan er þá ekki rétt að taka það ráð, sem Jesús talar m.a. um að spyrja um friðarkosti þegar staðan er vonlítil eða vonlaus. 

Jón Magnússon, 19.3.2025 kl. 10:16

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég hef tjáð mig um þann frið sem er í boði, og bind vonir við Donald Trump, kom allt fram í pistli mínum um frið 38.

"Líklegast er einhvers konar realismi sem viðurkennir þá staðreynd að Kiev er á þrotum með mannafla, hefur ekki burði til að hrekja Rússana af herteknum svæðum. Spurningin er þá hvað Rússar gefa eftir, þar reynir á Donald Trump og þá valkosti sem hann býður Rússum uppá.

Evrópa á allt sitt undir að það náist sátt við Rússa, þeir eru bandamenn okkar, ekki óvinir. Eðlileg samskipti hljóta því að vera markmið þessara friðarviðræðna.".

Þetta eru mín orð en mér lék forvitni á þínum. Friður hvað sem hann kostar er að mínum dómi ekki friður, vísa til dæmis í röksemdir Hákons konungs í hinni stórgóðu mynd; Nei konungs, varðandi rök þar um.

Tökum fortíðina út úr sviga, landlægu spillinguna vestan Úralfjalla, hver er þín sýn á raunhæfum friði Jón??

Frið sem viðurkennir raunveruleikann, frið sem heldur.

Ekki bara frið, friðarins vegna.

Ítreka að þar bind ég vonir við Trump, þó hann sé eins og hann er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.3.2025 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 53
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 3554
  • Frá upphafi: 2513358

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 3329
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 50

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband