Leita í fréttum mbl.is

Þetta gengur ekki

Ronald Reagan gætti þess, að vera alltaf í þéttu sambandi og samráði við bandalagsþjóðirnar í Evrópu áður en stórpólitískar ákvarðanir voru teknar, sem vörðuðu sameiginlega hagsmuni. Því miður virðast hvorki Trump né helstu stjórnendur Evrópu átta sig á mikilvægi þess, að vestræn lýðræðisríki gangi sem mest í takt. 

Bandaríkjaforseti hefur hamast að Úkraínu með að þeir semdu um vopnahlé á þeim forsendum sem Bandaríkin hafa teiknað upp. 

Loksins samþykktu úkraínsk stjórnvöld samningsdrög Bandaríkjanna og því var beðið í ofvæni eftir samtali þeirra Pútín og Trump í gær um vopnahlé. Við því var búist að eitthvað kæmi fram í því samtali og í kjölfar þess, sem gæti verði viti, sem leiðarljós til friðar. 

Því miður var niðurstaðan úr viðræðum Pútín og Trump afar rýrar, mun marklausari en sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar og vesælli en músin sem fæddist, að mati sumra, þegar fjallið tók jóðsótt.

Svo virðist sem Pútín hafi tekist að semja um eitthvað sem skiptir engu máli og komist upp með að hundsa tillögur Trump og nú líka Úkraínu um vopnahlé, án þess að séð verði, að það skipti Pútín einhverju máli. Kósýheitin í spjalli foretanna Pútín og Trump var að því er virðist alls ráðandi, en árangurinn til að ná fram raunverulegu vopnahléi og leiðarljósi í átti til friðar engin. Í raun hafnaði Pútín vopnahléinu að öðru leyti en því sem bindur hendur Úkraínumanna en veitir Rússum á sama tíma fullt svigrúm. 

Betur má Trump nú reynast ef duga skal. Það er ástæðulaust að gefa Pútín öll trompspilin á sama tíma og girt er fyrir góð og nauðsynleg samskipti við helstu bandamenn í Evrópu. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 462
  • Sl. sólarhring: 876
  • Sl. viku: 1894
  • Frá upphafi: 2499162

Annað

  • Innlit í dag: 433
  • Innlit sl. viku: 1747
  • Gestir í dag: 422
  • IP-tölur í dag: 409

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband