Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri að tala um pólitík

Er ekki mál til komið að íslenska stjórnmálastéttin ræði pólitík í stað einstaklingsbundins vandamáls og meints trúnaðarbrests forsætisráðherra varðandi meðferð á bréfi, sem var sent til fleiri stjórnmálamanna en hennar. 

Varðandi trúnaðarbrestinn, þá hefur Alþingi einfalda leið til að leita eftir því við þar til bæra aðila að þeir afgreiði málið faglega í stað þess að þingmenn þenji sig eins og "stjórnmálaskörungurinn" Steingrímur J. forðum og eyði mörgum þingdögum í að segja það sem aðrir hafa sagt á undan þeim. 

Í bresku stórblaði í dag er slegði upp spurningu, sem væri mikilvægara að ræða: Þar er spurt: Er Ísland til sölu - er að spyrja fyrir bandarískan vin?  Greinilega verið að vísa til Grænlandsáhuga Trump. 

Því miður er því að svara að Ísland er til sölu. Ekki í heilu lagi, en við höfum engar haldbærar hömlur gagnvart t.d. borgurum EES ríkja sem koma í veg fyrir að land og  hlunnindi sem því fylgja sé selt útlendingum. 

Sjálfsagt væri réttara fyrir stjórnmálastéttina að hysja nú upp um sig buxurnar og ganga í að ræða með hvaða hætti á að koma í veg fyrir það að Ísland sé til sölu og/eða að Ísland fyllist hér af fólki, sem hefur engan áhuga á að tileinka sér neitt sem íslenskt er eða vestrænt ef því er að skipta og stendur síðan fyrir upphlaupum sem eyðileggur skólastarf í Breiðholti og girðir fyrir öryggi fólks á heilu hverfi. 

Af nógu er að taka hvað varðar alvarleg mál. Tökum á þeim og eyðum ekki tíma í það sem má kjurrt liggja.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 94
  • Sl. sólarhring: 219
  • Sl. viku: 4041
  • Frá upphafi: 2502741

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband