Leita í fréttum mbl.is

Hin viljugu ríki Evrópu

Allt frá því að Bandaríkin fóru að fitla við að reyna að koma á friði milli Úkraínu og Rússa, hafa leiðtogar Evrópuríkjanna hist á ótal fundum og talað um viljug ríki. Svo virðist sem markmiðið sé að hin viljugu ríki taki á sig auknar skuldbindingar í varnarmálum og aukinn stuðning við Úkraínu að því er virðist til að hægt sé að halda stríðinu áfram.

Allt í einu er NATO gleymt og ekki lengur vettvangur öryggismála Evrópu.  Er það nú skynsamlegt?  Hefði ekki einmitt verið nauðsynlegt að hamra á því við Bandaríkin að efla NATO.

Vandamál Bandaríkjanna er að hafa ekki helstu bandamenn sína í nánu samstarfi við að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands. Svo virðist því miður sem valdhafar í Washington hafi skömm á valdhöfum Evrópu fyrir að hafa nýtt sér áratugum saman fjármuni bandarískra skattgreiðenda til að tryggja frið og öryggi í Evrópu en þykist nú geta róið sjálf þó ekkert þeirra kunni áralagið.

Í dag sækir forsætisráðherra Íslands fund Evrópuleiðtoga þar sem hin viljugu ríki munu hafa uppi heitstrengingar, sem áður hafa heyrst en ekki skilað neinu öðru en skálaglamri og ræðuhöldum.

Vonandi tekur forsætisráðherra Íslands á málum af meiri skynsemi en utanríkisráðherra og bendir á mikilvægi þess að vera í góðu varnarsamstarfi við Bandaríkin og bendir á það augljósa, að Ísland ætli að vera það. Það eru okkar hagsmunir en ekki að taka undir bullið í Macron og Starmer. 

Það hefði átt að vera sameiginlegt markmið allra NATO ríkjanna að knýja fram frið milli Rússlands og Úkraínu. Það skiptir miklu fyrir öryggi og velmegun allra ríkja Evrópu.

Svo gæti einhver sagt: Maður líttu þér nær. Um 40% af vörum sem fara um Súes skurðinn í Egyptalandi fara til notkunar og neyslu í Evrópu en eingöngu 4% til Bandaríkjanna. Samt sem áður eru það Bandaríkin sem hafa hafið loftárásir á Húta í Yemen til að tryggja flutninga um skurðinn, en Hútar hafa haldið uppi markvissum sjóránum og Evrópuríkin hafa ekkert gert í því utan Breta,sem þó hreyfðu sig af vanmætti. Hvar var Macron þá?

Hin viljugu evrópsku ríki ættu e.t.v. að einbeita sér að því að tryggja öryggi samgangna og vöruflutninga í og til Evrópu. Ef þau ráða ekki við það og þurfa að reiða sig á Bandaríkin til að ráða við skæruliðasveitir vígamanna Húta, þá er ekki líklegt að hin viljugu ríki Evrópu séu til mikils líkleg í alvöru hernaði á víglínunni austur í Úkraínu því miður. 

Kristrún Frostadóttir ætti því að benda samkomunni í París í dag á mikilvægi þess að efla varnarsamstarf NATO, NATO verði eingöngu varnarbandalag, þannig að sameiginlega geti NATO ríkin tryggt frið og öryggi bandalagsgríkjanna með gagnkvæmum skuldbindingum um að árás á eitt NATO ríki sé árás á þau öll. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón,

Í dag er NATO orðið alherjar ógnarbandalag, svo og hefur elítan (eða The Committee of 300) ákveðið að hafa þetta allt svona skv. RAND- report, og skv. bókinni hans Zibignew Brezinski eða The Grand Chessboard,  með eins og segir öllu þessu Rússahatri, nema hvað skv. bókinni þá áttu Rússar ekki hafa allt þetta samstarf við Kína.
Þeir hjá Rómar-klúbbnum (The Club of Rome), Bilderberg Group, The Trulateral Commission reiknuðu alls ekki með öllu þessu samstarfi Rússa við önnur ríki (eða BRICS), og hvað þá þessu varnarbandalagi Shaghai Cooperation Organisation (SCO) er gerir það verkum að erfitt er að eyðileggja eða sundra Rússlandi. 

Just nato bases around Russia, jet you think Russia is the one wanting war.  - 9GAG

Þetta stríð í Úkraínu byrjaði reyndar á því að stjórnvöld í Úkraínu réðust á Luhansk og Doneskt árið 2014, og stríðið byrjaði ekki árið 2022. Þetta Úkraínustríð hefur því staðið yfir í 10 ár en ekki 3 ár.
Skv. Stjórnarskrá Rússland þá ber Rússneskum stjórnvöldum skilda til þess að verja sitt rússneskuættað fólk. Á sínum tíma 1922 þá innlimaði Lenin karlinn bæði Luhansk og Doneskt inn í Úkraínu, nú og Úkraínumaðurinn hann Nikita Khrushchev innlimaði þann 19. febrúar 1954 Krímskagann inn í Úkraínu, svo og svona líka einnig gegn vilja rússnesku ættaðs eða rússnesku talandi fólks þarna.
Hversu heimskulegt sem það nú er, þá er til fólk hér á Íslandi sem að trúir því, að Rússar hafi farið þarna sérstaklega inn í austurhluta Úkraínu til þess eins að drepa rússnesku- ættað eða rússnesku talandi fólk þarna í austurhlutanum, en ekki til þess að verja Rússnesku ættað fólk undan stjórnvöldum í Úkraínu. 

Stjórnvöld í Frakklandi og Hollandi vilja halda áfram að selja vopn til Úkraínu, nú og framkvæmdastjórn ESB vill ekki frið, heldur ESB -herlið , svo og áframhaldandi stríð í Úkraínu.
Hræsnin hjá ESB er algjör, því að þegar friðarviðræður voru í Sviss þann 15. og 16 júní 2024, þá voru Rússar algjörlega útilokaðir frá þeim viðræðum.
Nú og varðandi þessa peningagjafir frá Íslandi, þá veist þú það eins og ég, að við fáum örugglega aldrei að sjá þetta svokallaða sjúkrahús á fjórum hjólum.    
KV. Þorsteinn.

Bad russia : r/memes

Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.3.2025 kl. 17:00

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Allir tilbiðja breytinguna á Ríkjasambandinu (með ókosinni stjórnarskrá) yfir í Sambandsríki, með nýjum fjárveitingum og stríðsáróðri til að efla Eurocorps herinn sem stjórnskipulega er þegar tilbúinn og bíður eftir rjóma og sleif.

... og á meðan rífumst við öll hin um hver svaf hjá hverjum, meðan einhver annar sannar fyrir dómi hver rændi hvern ...

Guðjón E. Hreinberg, 27.3.2025 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 985
  • Sl. viku: 4301
  • Frá upphafi: 2529361

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 3947
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband