Leita í fréttum mbl.is

Kæri vinur minn Dónald Trump.

Ágæti Donald Trump. Ég bind sennilega meiri vonir við þig en flestir aðrir í henni veröld, jafnvel þó þér hafi orðið á í ýmsu sbr.óskiljanlegan frekjugang varðandi Grænland svo dæmi sé tekið. Lýðræðissinnar þurfa alltaf að virða sjálfsákvörðunrrétt fólks og sleppa því að hóta fólki og þjóðum með beitingu hervalds, ef hlutir ganga ekki upp eftir okkar höfði. 

Við Íslendingar gætum komið að betri vörnum hér á Norðurslóðum ef þú hefur áhuga t.d. ásamt Dönum og við gætum boðið þér flotastöð í Finnafirði og öflugan herflugvöll á Melrakkasléttu svo dæmi sé tekið. Með því yrði hægt að fylgjast með öllum tilþrifum Rússa. 

Ég var mjög ánægður með það kæri Donald að þú skyldir hafa hugdirfsku til að setja það sem eitt af forgangsatriðum að ná fram friði milli Úkraínu og Rússlands. Sú styrjöld hefur verið hræðilegt blóðbað og mun verða enn verri ef áfram verður haldið. Mér hefur fundist furðulegt og jafnvel óskiljanlegt hvað vestrænum stjórnmálamönnum með herra Biden í broddi fylkingar fannst mikilvægt að viðhalda stríðsrekstrinum og moka vopnum í Úkraínumenn sem leiddi til meira og meira mannfalls án þess að marka aðra stefnu en að reyna að niðurlægja Rússa á allan hátt og gera ekkert í því að stuðla að friði þannig að slátrunum á ungum mönnum í tugþúsunda og e.t.v. hundraða þúsunda vís yrði hætt.  

Nú hefur þú lagt þín lóð á vogaskálina ágæti Dónald, en á það hefur skort, að þú leitaðir eftir víðtæku samráði við vinaþjóðir okkar í NATO, sem er æskilegt og raunar í samræmi við það sem Ronald Reagan vinur okkar gætti stöðugt að í forsetatíð sinni þegar hann ásamt Margrétu Thatcher o.fl. sigraði kommúnismann. Dónald þú yrðir meiri maður og meiri líkur á því að þér takist að gera Bandaríkin "great again" ef þú tækir þér hann til fyrirmyndar í auknum mæli. 

En vopnahlé hefur ekki orðið að veruleika og það gengur ekki þegar verið er að reyna að semja í styrjöld sem þessari þar sem herirnir eru á vígstöðvunum en fela sig ekki bakvið almenna borgara, að það sé liðið að tilgangslausar svívirðilegar loftárásir séu gerðar á almenna íbúa á svæðum þar sem engin hernaðarlegur tilgangur er með árásunum. Við slíkar aðstæður þarft þú ágæti Dónald að hringja í Pútín og segja honum að þetta verði ekki liðið hann verði að hætta þessu og hann þurfi að taka upp alvöru vopnahlés- og friðarviðræður og gera honum grein fyrir hverju það sæti að gera það ekki. 

Í framhaldi af því kæri Dónald ef ég má vera svo frekur, þá tel ég mikilvægt að þú farir fram á leiðtogafund NATO ríkjanna strax, þar sem þú ræðir við þá um vopnahlé og frið í Úkraínu og mætir síðan í heimsókn til Zelenskís og gaumgæfir aðstæður og býður síðan vini þínum Pútín upp á fund, þar sem þú setur fram friðarskilmála við Úkraínu og hann sé velkominn inn úr kuldanum svo fremi hann sé tilbúinn til að auka friðsamleg samskipti við Vesturlönd og byggja upp traust á milli aðila,aukin viðskipti, menningarsamskipti og í fyllingu tímans enn nánari samskipti gangi hlutir eftir. Á sama tíma að gera honum grein fyrir hverju það varði hann að hafna sanngjörnum friðarskilmálum og tilboði um breytta tilveru og betri fyrir rússneskan almenning. Já og þá muni Vesturlönd standa sameinuð gegn honum, draga línu í Úkraínu og gera Pútín grein fyrir því sem kalla má "hingað og ekki lengra"  

En ég segi eins og strákurinn sem var að biðja til Guðs sagði.

"Góði Guð ég vona að þér líði vel og allt sé gott hjá þér. Ef það er ekki, þá erum við í hræðilegum vandræðum."  Með sama hætti kæri Dónald ef þér tekst ekki að taka á málum röggsamlega með sanngjörnum hætti þá verðum við í hræðilegum vanda. 

Bestu kveðjur kæri Dónald til þín og  Melaníu frá okkur Möggu.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 749
  • Sl. viku: 3050
  • Frá upphafi: 2511793

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2842
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband