Leita í fréttum mbl.is

Jörðin er ekki flöt hún er hnöttótt.

Það þurfti dóm Hæstaréttar í Bretlandi til að skilgreina það augljósa, þá líffræðilegu staðreynd, að konur séu þær sem eru það líffræðilega. Konur eru með leg, en ekki æxlunarfæri karla hvort sem þau hafa verið fjarlægð eða ekki. 

Í kjölfarið hefur fréttastofa RÚV farið hamförum, þar sem talað er við forustufólk í samtökunum 78 og fleiri sömu gerðar, sem harma dóm Hæstaréttar Bretlands og telja vegið að mannréttindum óskilgreinds hóps fólks. Fréttastofa hefur ekki fjallað um dóminn málefnalega og hvað olli því að konur í Skotlandi töldu nauðsynlegt að fá niðurstöðu dómsins, svo konur gætu áfram nýtt áunnin réttindi í búningsklefum og klósettum. 

Vegna þessarar meintu mannréttindaskerðingar sem forustukona samtakanna 78 talar svo fjálglega um, þá hlítur grundvallarspurningin að vera: Getur einhver öðlast mannréttindi sem hann hafði aldrei eða glatað slíkum mannréttindum?

Þegar það þarf dóm Hæstaréttar í landi eins og Bretlandi til að dæma um augljósar staðreyndir, þá hlítur sú spurning að vakna hvenær sá sami Hæstiréttur fær að glíma við þá flóknu spurningu hvort jörðin sé flöt eða ekki. Í raun er viðfangsefið það sama. Spurningin um niðurstöðu á grundvelli heilbrigðrar skynsemi sem engilsaxar nefna "common sense".

Dómur Hæstaréttar Englands í þessu máli er bara "common sense" hvort sem fréttastofa RÚV gerir sér grein fyrir því eða ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 253
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 3754
  • Frá upphafi: 2513558

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 3517
  • Gestir í dag: 228
  • IP-tölur í dag: 225

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband