Leita í fréttum mbl.is

Ber ekki að verja grunngildi lýðræðisins?

Því er mótmælt af stúdentum í Bandaríkjunum að ríkisstjórnin hafi ákveðið að styrkja ekki Harvard háskóla meðan ekki er orðið við kröfum stjórnarinnar. Þeir sem hlusta á fréttir RÚV fá þá mynd, að þarna sé Trump með dólgshætti að vega að sjálfstæði skólans og gera þeim erfitt fyrir meðan þeir þybbast við að fara ekki að afarkostunum.

En er það svo?

Ríkisstjórnin gerir að forsendu styrkveitingar að fjárhæð 2.2 milljarða Bandaríkjadala, að Harvard háskóli hætti að mismuna nemendum á grundvelli kynþáttar, litarháttar, trúar, kyns eða uppruna og geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir Gyðingahatur.

Óeðlilegar kröfur í lýðræðisþjóðfélagi? Er vegið að sjálfstæði skólans þegar lýðræðisríkið krefst þess að háskólinn virði grunnreglur lýðræðisins?

Við byggjum siðræn vestræn lýðræðisríki á jafnstöðu borgaranna? Er ekki rétt að gera þær lýðræðislegu, siðlegu lágmarkskröfur til háskóla í að þeir vegi ekki að grundvelli lýðræðis og borgaralegra mannréttinda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 580
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 3988
  • Frá upphafi: 2528118

Annað

  • Innlit í dag: 552
  • Innlit sl. viku: 3660
  • Gestir í dag: 526
  • IP-tölur í dag: 509

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband