Leita í fréttum mbl.is

Fórnarlamb allra fórnarlamba

Venjulegast er a.m.k. einni frétt í aðalfréttatíma RÚV sjónvarps, um meint fórnarlamb, sem telur sig órétti beitt, vegna skorts á aðhlynningu á kostnað skattgreiðenda.

Einstaka sinnum og bara einstaka sinnum eiga þessar fórnarlambafréttir erindi til almennings.

Í gær birtist á skjánum í fréttatímanum, fórnarlamb allra fórnarlamba Harry nokkur prins af Bretlandi.

Fórnarlambið Harry býr í 2 milljarða króna húsi, með þjóna á hverju strái og flýgur með einkaþotum hvort heldur heimsálfa á milli eða til að fara á næsta Póló leik. Hann óskapaðist yfir dómstólum í Bretlandi,sem hefðu synjað honum um að fá lífverði og öryggisgæslu á kostnað skattgreiðanda, þegar hann lætur svo lítið að koma til Bretlands. 

Eðlilegasta spurningin er af hverju ættu skattgreiðendur að borga fyrir þetta ömurlegasta fórnarlamb allra tíma? Að sjálfsögðu kemur þeim þetta ekkert við eins og dómurinn sagði.

Svo er það annað mál hvað verið er að gera með svona dúkkulísur í nútímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég sko sammála þér. Hvað er verið að gera með kónga og drottningar og prinsa og prinsessur á 21. öldinni. Þetta eru bara ævintýrapersónur sem heyra sögunni til. En það eru reyndar líka til ónytjungar í stjórnkerfinu kostaðar af almenningi sem gjarnan mættu missa sín.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 4.5.2025 kl. 12:19

2 Smámynd: Jón Magnússon

Við erum alveg sammála um þetta allta saman Jósef.

Jón Magnússon, 4.5.2025 kl. 18:29

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég elska þegar fólk sem hafnar samsæriskenningum, gleymir sannfæringu sinni.

Allra bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 4.5.2025 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 339
  • Sl. viku: 4351
  • Frá upphafi: 2535011

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 4058
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband