Leita í fréttum mbl.is

Frelsi hverra?

Undanariđ hefur nokkuđ sérstakt veriđ ađ gerast. Venjulegt fólk á Gasa mótmćlir ógnarstjórn Hamas. En í ríki Hamas á Gasa verđa allir ađ lúta ógnarstjórninni annars er vođinn vís.

Uday Al Rabbay borgari á Gasa fékk ađ finna fyrir ţví, en Hamas drap hann og henti líkinu fyrir utan heimili foreldra hans. Glćpur hans var sá ađ hafa tekiđ ţátt í mótmćlagöngu gegn ógnarstjórn Hamas. Uday eins og vafalaust mikill meirihluti Gasabúa vildi ađ ţađ yrđi bundinn endir á stríđiđ. En Hamas vill ţađ ekki og hefur aldrei haft áhyggjur af dauđa almennra borgara, sem ţjást á međan Hamas foringjarnir búa viđ alsnćgtir í mat í neđanjarđarbyrgjum sínum undir skólum, sjúkrahúsum og barnaleikvöllum.

Fleiri og fleiri borgarar á Gasa  átta sig á ađ Hamas er ekki frelsari heldur kúgari í stöđugri baráttu viđ stćrsta stjórnmálaafl Palestínumanna, Al Fatah og önnur.

Stjórn Hamas á Gasa felur vopn í skólum, sjúkrahúsum, sjúkrabílum og stelur peningum sem ćtlađir eru til hjálparstarfs og uppbyggingar. Hamas hefur stoliđ svo mörgum milljörđum, af ţeim peningum, ađ ţeir gátu byggt net neđanjarđarganga sem eru lengri á ţessu litla landssvćđi en heildarlengd neđanjarđarlestakerfis London.

Inngangur og útgangur í mikilvćgustu göngin eru viđ sjúkrahús og skóla og stjórnstöđvar Hamas eru iđulega í sjúkrahúsum.

Á sama tíma og nytsamir sakleysingjar á Vesturlöndum fara í mótmćlagöngur og lýsa stuđningi viđ Hamas, samtökin sem berst fyrir ţjóđarmorđi á Gyđingum, fordćma ţjóđir í Miđ-Austurlöndum, Hamas og ađra öfgahópa.

Saudi Arabía vill eđlileg samskipti viđ Ísrael. Egyptaland ţekkir hvađa ógn stafar af Hamas og Múslimska brćđralaginu og hafa lokađ landamćrunum viđ Gasa og bannađ starfsemi Múslimska brćđralagsins. Sameinuđu Arabísku furstadćmin hafa sett ýmis vestrćn velferđarsamtök á svartan lista vegna tengsla viđ Íslamska öfgahópa.

Jórdanía hefur tekiđ afdráttarlausa afstöđu gegn Íslamskri öfgahyggju og hefur diplómatísk tengsl viđ Ísrael. Samt sem áđur hrópar oft velmeinandi gott fólk á Vesturlöndum slagorđ dauđasveita Hamas, ekki síst hér vegna ţess hve mjög öflugasti fréttamiđill landsins hiđ skelfilega RÚV heldur úti stöđugum áróđri gegn Ísrael og fyrir öfgar dauđasveita Hamas.

Ţessir mótmćlendur fordćma ekki ógnarstjórn og hryđjuverk Hamas. Ţeir hafa ekkert viđ ţađ ađ athuga ađ Hamas skuli nota almenna borgara ţ.á.m. börn sem mannlega skildi fyrir vígamenn sína. Í ţví sambandi má benda á ađ vígamenn Hamas eru allt niđur í 12 ára og ţegar RÚV birtir fréttir af ţví hvađ mörg börn hafi falliđ, ţá er aldrei sagt hvađ stór hluti ţessara "barna" voru vígamenn Hamas. 

Vestrćnir mótmćlendur ganga kyrjandi vígorđ dauđasveita Hamas, en ţađ minsta sem hćgt er ađ krefjast af ţeim er ađ ţeir sýni venjulegu Palestínufólki stuđning og fordćmi morđsveitirnar sem kúga venjulegt fólk á Gasa međ ógnarstjórn sinni.

Hvađa vitrćn glóra er í ţví ađ lýsa yfir einhliđa stuđningi viđ morđsveitir og kúgara, sem drepa alla borgara á Gasa sem mótmćla valdbeitingu ţeirra og morđum og nota almenna borgara ţar á međal konur og börn sem mannlega skildi fyrir vígasveitir sínar.

Af hverju voru allir á ţví ađ ganga yrđi á milli bols og höfuđs á ISIS sveitunum, en telja ađ annađ eigi ađ gilda um Hamas?


« Síđasta fćrsla

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 455
  • Sl. sólarhring: 870
  • Sl. viku: 4239
  • Frá upphafi: 2522623

Annađ

  • Innlit í dag: 424
  • Innlit sl. viku: 3886
  • Gestir í dag: 414
  • IP-tölur í dag: 405

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband