Leita í fréttum mbl.is

Verndari öfganna.

Erdogan Tyrklandsforseti hikar ekki við að fangelsa alla, sem eru honum mótdrægir. Ferðamenn eiga jafnvel á hættu að vera fangelsaðir, ef leyniþjónusta Tyrklands hefur upplýsingar um að viðkomandi hafi gagnrýnt forsetann. 

Í marsmánuði s.l. lýsti Erdogan því yfir í stærstu mosku Tyrklands, að hann væri verndari "sharía" laga og bætti við; 

"Megi Allah sökum nafns síns Sigurvegarinn(Al-Qahhar)eyðileggja og tortíma Ísrael"

Þetta er maðurinn, sem Vesturlönd hafa gælt við og reynt að telja fólki trú um að væri með öllu meinlaus og stjórnendurnir í Brussel viljað taka inn í Evrópusambandið. Það sýnir fádæma dómgreindaleysi og glópsku evrópskra stjórnmálamanna.

Þrátt fyrir ótvíræða yfirlýsingu um að eyðileggja annað ríki, sem fælist þá í því að tortíma þeim sem þar búa,hefur engin mótmælt þessari skefjalausu,illsku,rasisma og glæpum gegn mannkyninu.

Utanríkisráðherrar vinstri stjórna Evrópu með Þorgerði Katrínu í fararbroddi hafa ekki mótmælt þessum skefjalausu öfgum og rasisma meðan þau hamast að Ísrael. Þau mundu aldrei amast við Erdogan enda virðist þeim í mun, að sýna íslamska heiminum fullkomna uppgjöf og undanlátssemi.

Engu máli skiptir þó að Erdogan, Hamas samtökin, Hesbollah og Hútar boði útrýmingu Gyðinga það hreyfir ekki við vinstri sinnuðu utanríkisráðherrunum, sem eru í óða önn að grafa undan eigin þjóðríkjum og menningu. 

Við sem viljum mannréttindi, frið, öryggi og höfnum rasisma þurfum að bregðast við og fordæma kröftuglega svik og undanlátssemi Þorgerðar Katrínar og annarra vinstri sinnaðra utanríkisráðherra, sem telja það helst vera til varnar sínum sóma að fordæma Ísrael þó andstæðingar þeirra lýsi því yfir, að ekki komi annað til greina en að útrýma Gyðingum og Ísraelsríki.

Í öllu skálaglamrinu virðist Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands algjörlega sjást yfir mikilvægi þess að standa með vestrænni menningu og lýðréttindum gegn afturhalds-, fornaldar- og öfgahyggju íslamska heimsins. 

 

 

 

 – 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 257
  • Sl. sólarhring: 311
  • Sl. viku: 3244
  • Frá upphafi: 2525412

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 2950
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 227

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband