Leita í fréttum mbl.is

Er rasísk andstaða gegn fyrirtækjum stefna ríkisstjórnarinnar?

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur skipað sér fremsta í röð vestrænna utanríkisráðherra, sem hatast út í Ísrael og Gyðinga. Mér er ekki kunnugt um neinn annan utanríkisráðherra lýðræðisríkis í Evrópu, sem lýsir yfir nauðsyn rasískrar BDS herferðar gegn fyrirtækjum í eigu Gyðinga.(BDS var krafa þýskra nasista um að eyðileggja fyrirtæki Gyðinga) 

Í kvöldfréttum RÚV sjónvarps hvatti utanríkisráðherra til að ákveðið fyrirtæki yrði sniðgengið. Fyrirtækið sem um ræðir skilar góðri þjónustu, en það skiptir ekki máli að mati utanríkisráðherra vegna þess að fyrirtækið er í eigu Gyðinga.

Höfuðsynd og eina synd fyrirtækisins að mati utanríkisráðherra er rasísk og andgyðingleg. Með þessu er íslenskur ráðherra að samsama sig með þursaveldinu sem stóð fyrir BDS hreyfingunni í Þýskalandi og kristalsnóttinni 1938 þegar þýskir nasistar eyðilögðu fyrirtæki Gyðinga í Þýskalandi vegna þess að þau voru í eigu Gyðinga.

Er það virkilega svo, að það sem utanríkisráðherra segir sé stefna ríkisstjórnarinnar? Vonandi er það ekki og þá verður utanríkisráðherra að víkja - farið hefur þá fé betra.

Telur forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar að utanríkisráðherra gæti íslenskra hagsmuna með orðagjálfri, hatursáróðri og stríðsyfirlýsingum? 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 93
  • Sl. sólarhring: 866
  • Sl. viku: 3634
  • Frá upphafi: 2528448

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 3325
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 80

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband