Leita í fréttum mbl.is

Hvaða framtíðarsýn?

Í kalda stríðinu fyrir 1989 héldu kommúnistar fram að kapítalisminn (markaðshagkerfið) grundvallaðist á auðsókn og óheft samkeppni gerði þá ríku ríkari á þá fátæku fátækari. Kapítalisminn væri stefna arðráns.

Kapítalistarnir sögðu frjálst markaðshagkerfi leysa úr læðingi hugvit, tækifæri, sjálfsákvörðunarrétt og væri vegurinn til velmegunar. Kapítalisminn leiddi til þess að allir yrðu ríkari. 

Kommúnisminn hrundi og varð gjaldþrota í Sovétríkjunum og Austur Evrópu og síðar urðu mörg fyrrum kommúnistaríki rík þjóðfélög eftir að markaðshagkerfið var tekið upp. 

Lýðræði reyndist hins vegar ekki óhjákvæmileg forsenda markaðsþjóðfélags. Einræðisríki gátu á stundum látið markaðshagkerfið vinna eins og t.d. Kína,jafnvel betur en þegar lýðræðið var að þvælast fyrir. Kína er næststærsta hagkerfið í heiminum og getur farið sínu fram eins og dæmið með Belti og Braut sýnir, sem í raun býður upp á hluti sem gæti gert ríki ánauðug kínverska kommúnistaríkinu.

Baráttan um heimsyfirráð er bara valdabarátta í dag. Hún er hvorki hugmyndarfræðileg né siðræn eins og að mörgu leyti áður. Við sem vonuðumst eftir grundvallarbreytingum í heiminum til hins betra við fall sovétkommúnismans höfum heldur betur orðið fyrir vonbrigðum. Baráttan nú er grímulaus valdabarátta, án siðrænna eða hugmyndafræðilegra gilda og stjórnmálamenn nútímans hafa ekki þá framtíðarsýn að móta stefnu framtíðar til framfarasóknar alls mannkyns byggða á réttlæti, mannréttindum og siðrænum gildum.

Það er svo bágt að standa í stað og mönnunum munar annað hvort aftur á bak eða nokkurt á leið kvað þjóðskáldið Jónas. Heimurinn hefur verið að færast aftur á bak undanfarin ár og það er nauðsynlegt að breyta því.

Hvað er þá til ráða?  Hvaða framtíðarsýn viljum við hafa?

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 515
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 5323
  • Frá upphafi: 2530478

Annað

  • Innlit í dag: 483
  • Innlit sl. viku: 4902
  • Gestir í dag: 458
  • IP-tölur í dag: 454

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband