Leita í fréttum mbl.is

Sótt að hinum seku?

Í dag áttu þeir fund forseti Bandaríkjanna(US) og Suður-Afríku(SA). Á fundinum sakaði Trump, Ramaphosa forseta um að stjórn hans hefi ekki brugðist við og veitt hvítum bændum vernd og í raun væri um þjóðarmorð gagnvart þeim að ræða. 

Í framhaldi af ásökunum Trump, er hamast að honum og fullyrt að hann fari með falsfréttir. Sé málið skoðað nánar, þá sést, að ummæli Trump hafa við rök að styðjast. Viðbrögðin því á sama grunni og þegar hann benti á að í Svíþjóð væru hverfi þar sem lögreglan færi ekki inn í öðru vísi en þungvopnuð, sem mótmælt var, en hið sanna kom í ljós. Þetta var rétt hjá Trump.

Fjöldi hvítra bænda í SA hefur mátt þola, að ráðist er á bú þeirra og þeir flæmdir á brott eða drepnir. Ríkisstjórn SA gerir lítið sem ekkert og svo virðist sem sama sagan sé að endurtaka sig og í Zimbabwe,þar sem hvítir bændur voru hundeltir ráðist á bú þeirra og þeir drepnir ásamt fjölskyldum sínum. 

Meir en 30 hvítir bændur frá SA hafa sótt um hæli í Bandaríkjunum og í fréttum spænska sjónvarpsins í kvöld var sagt frá rúmlega 50 hvítum bændum frá SA og fjölskyldum þeirra, sem hefðu sótt um hæli vegna ofsókna gegn þeim.

S-Afríka er gjörspillt ríki, þar sem glæpatíðni er hvað mest í heiminum. Ríkisstjórnin virðist hafa takmarkaðan áhuga á að vernda eigin borgara og alls ekki fólk sem er ljóst á hörund. 

Þetta glæpa ríki ákærði Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum, fyrir þjóðarmorð á Gasa á sama tíma og unnið er að skipulagðri útrýmingu hvítra bænda í SA. En íslenski utanríkisráðherrann hefur aldrei þessu vant ekki haft neitt um þetta mál að segja. 

SA verður vonandi neytt til að vernda eigin þegna óháð litarhætti þeirra eftir réttmæta árás Trump á fundi forseta ríkjanna í dag. Það fornkveðna gildir síðan fyrir SA:  

Þeir ættu ekki að kasta steinum sem í glerhúsi búa. 

 


mbl.is Segir þjóðarmorð hafa verið framin gegn hvítu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 701
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2532788

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband