Leita í fréttum mbl.is

14 þúsund börn munu deyja næstu 48 klukkustundir.

Jóhanna Hjaltadóttir fréttamaður á RÚV innti "sérfræðing" sinn um ástandið á Gasa, hvað væri með 14.000 börn sem mundu deyja á næstu 48 klukkustundum úr hungri, vegna þess að Ísrael hefði lokað fyrir matarsendingar. Ekkert vitrænt svar kom.

Fjórtán þúsund börn að deyja næstu 48 klukkustundir er hryllingur sem kallar á sterkustu fordæmingar og aðgerðir. Það stóð ekki á fordæmingunum frá fréttafólki, þingmönnum víða um heim og jafnvel einstaka utanríkisráðherra.

Þessar 48 klukkustundir eru löngu liðnar og þetta gerðist ekki. Fullyrðingarnar um börnin 14 þúsund voru falsfréttir, sem starfsmaður Sameinuðu þjóðanna kom með í útvarpsþætti og án þess að skoða málið bergmáluðu fréttamiðlar Hamas vítt og breitt um heiminn þessa falsfrétt. 

Staðreyndin á bakvið falsfréttina var, að í einni skýrslu SÞ kom fram, að 14 þúsund börn á milli 6 mánaða og fimm ára gætu þjáðst af afleiðingum næringaskorts með sama áframhaldi í mars 2026. Það voru engir 48 tímar og engin fjórtán þúsund börn að deyja. Þessi falsfrétt ekki verið leiðrétt hjá RÚV ekki frekar en öðrum miðlum sem tekur fréttir frá hryðjuverkasamtökunum Hamas eins og heilögum sannleik. 

Svona vinnubrögð eru fordæmanleg og sýnir leti fréttamanna við að afla sér réttra upplýsinga og að þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á því að úða yfir neytendur falsfréttum vegna pólitískra skoðana og þess að þeir nenna ekki að grafast fyrir um það hvað er raunverulega að gerast. 

Það sem er raunverulega að gerast varðandi dreifingu matvæla á Gasa kom fram í frétt í Daily Telegraph og víðar fyrir nokkrum dögum, en þar segir að hernaðarvængur Hamassamtakanna hafi ekki getað greitt vígamönnum sínum laun frá því í febrúar s.l. og aðrir starfsmenn Hamas hafi mátt þola skerðingar á launum.

Hvernig skyldi síðan standa á því? 

Í fréttinni kemur fram (hún er studd umfjöllun í arabíska blaðinu "Asharq Al-Aswat") að þegar Ísrael takmörkuðu dreifingu matvæla og hjállpargagna og tóku það í sínar hendur var tekið fyrir helstu tekjulind Hamas samtakanna, sem hafa stolið aðstoðinni til að selja og fá tekjur. Starfsemi Hamas byggir nefnilega á að stela mannúðaraðstoð til Gasa búa og selja þær á svarta markaðnum þar. 

Það sem meira er Hamas liðar eru að störfum hjá helstu hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna á Gasza (UNRWA) en sumir starfsmenn þeirra tóku þátt í hryðjuverkaárásinni á Ísrael í október 2023. Það skýrir það að Ísraelsk stjórnvöld vilja ekki eiga samskipti við þessa gjörspilltu stofnun Sameinuðu þjóðanna en velja aðra til að sjá um dreifingu hjálpargagna svo þau berist til þeirra sem mest þurfa á að halda. Í fréttum RÚV hefur verið fordæmt að bandarískt fyrirtæki hafi verið fengið til að sjá um dreifingu hjálpargagna

Ekkert af þessum staðreyndum ratar inn í fréttir RÚV eða fréttaskýringar. Af hverju ekki?

Það ratar heldur ekki inn í fréttir RÚV eða vitundarheim utanríkisráðherra Íslands, að yfirmenn Hamas á Gasa tala í dag um ævarandi stríð við Ísrael og palestínufólk muni "framleiða"(produce)tugi barna fyrir hvern "píslarvott"

Þá ratar heldur ekki inn í fréttir RÚV að mótmæli við Hamas færast í aukana á Gasa og það er ekki gerð grein fyrir því með hvaða hætti Hamas samtökin reyna að berja þau niður. Köstuðu m.a. líki 22 ára manns sem hafði tekið þátt í kröfugöngu fyrir framan hús móður hans eftir að hafa tekið hann af lífi. 

Svo að lokum af hverju er aldrei talað við forustumenn palestínufólks t.d. á Vesturbakkanum svokallaða til að fá fram þeirra álit á baráttu Hamas og framgöngu? Já og af hverju er aldrei sagt frá mannfalli Ísraelsmanna í stríðinu á Gaza og sjónarmið varnarsveita Ísrael svona þó ekki væri nema einu sinni í mánuði.

Þegar þetta er allt dregið saman varðandi fréttamennsku ríkisrekna miðilsins RÚV þá verður jafnvel kjöftugum orða vant. Hvernig stendur á því að ríkisrekna fréttastofan sé í raun orðin áróðusmiðstöð Hamas sem greinir ekki hlutlægt frá atburðum eða greinir frá öllum atriðum sem máli skipta. Af hverju velur fréttastofa RÚV að vera málsvari og áróðursvél dauðasveita hryðjuverkasamtakanna Hamas og stuðla að Gyðingahatri með jafnvel upplognum eða illa unnum og röngum fréttum.

Fjórtán þúsund börn sem munu deyja næstu 48 klukkustundir eru ekkert annað en barnamorð og ásakanir um víðtæk barnamorð, sem ekki er fótur fyrir eru óafsakanlegar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Freyr Reynisson

Vel orðað og hárrétt.

Arnar Freyr Reynisson, 28.5.2025 kl. 11:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er líka óafsakanlegt að loka augunum fyrir glæpum, vegna stirðnaðrar meinloku.

Bestu kveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 28.5.2025 kl. 14:36

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Djöfullinn hatar Gyðinga og Ísrael meira en alla aðra, af því Jesús segir: Hjálpræði mannanna kemur frá Gyðingum.

Satan vill ekki að nokkur maður verði hólpinn.

Og þar sem Djöfullinn er ennþá höfðingi þessa heims, getur hann kallað flesta menn, sem ekki þekkja Jesú Krist, til liðs við sig gegn Ísrael.

Stöðugt andlegt stríð er í gangi um sérhvern mann, auðvitað fer það einnig fram í hinu náttúrulega.

Hatur heimsins á Gyðingum hefur staðið í þúsundir ára. RÚV er þar ekki undanskilið og sparar ekki hatursorðræður sínar, sem kallaðar eru fréttir en er lygaáróður.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 28.5.2025 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 477
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 3980
  • Frá upphafi: 2537376

Annað

  • Innlit í dag: 455
  • Innlit sl. viku: 3707
  • Gestir í dag: 429
  • IP-tölur í dag: 424

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband