Leita í fréttum mbl.is

AA samtökin 90 ára

AA samtökin eiga 90 ára afmæli í dag,en þ.10.júní 1935 setti annar stofnandi samtakanna Bill W tappann í flöskuna og tók hann ekkert úr eftir það. 

Þær eru ótaldar milljónirnar, sem hafa fundið leið frá áfengisfíkn og raunar fleiri fíknum með því að tileinka sér þá leið sem AA býður fólki upp á til að öðlast nýtt og betra líf. 

Eftir því sem þekkingu okkar fleytir fram, þá kemur betur og betur í ljós hvað áfengi er vondur vímugjafi og fer illa með fólk.

Þegar ég fann leiðina frá áfenginu í gegnum AA samtökin, þá fannst mér súrt í broti að áfengisneysla minnkaði ekkert hún jókst þrátt fyrir að ég væri hættur, það munaði ekkert um mig. 

Nú er öldin hins vegar önnur og áfengisneysla hefur minnkað til muna í heiminum svo mög að tímartiið "The Economist gerði það að umtalsefni þ. 3. maí s.l. Blaðið benti t.d. á að 3 af fjórum síðustu forsetum Bandaríkjanna notuðu ekki áfengi (bara Obama)og fólk sem er framarlega í viðskiptum t.d. Elon Musk láta áfengi algerlega eiga sig. 

Fólk hefur fundið, að það vinnur betur með því að drekka vatn eða sódavatn heldur en þegar það hefur áfengi um hönd. Aðrir finna að þeim líður betur og líta betur út og eru hamingjusamari þegar áfengið er látið eiga sig. 

Forstjóri stórfyrirtækis sagði við starfsfólkið sitt fyrir margt löngu, ég vil biðja ykkur um það ef þið viljið fá ykkur drykk í hádeginu að fá ykkur þá whisky, vodka eða gin eitthvað sem gerir að það finnst af ykkur áfengislykt þannig að viðskiptavinirnir viti að þið eruð bara full en ekki svona vitlaus.

En það eru samt allt of margir, sem eiga erfitt með að stoppa og leggja líf sitt og ástvina sinna í rúst. AA samtökin og boðskapur AA er ekki síður mikilvægur nú en hann hefur verið öll 90 árin sem samtökin hafa starfað.

Fólk sem á í erfiðleikum þarf að fá að vita, að AA samtökin eru ekki samtök fólks sem hneykslast á öðrum heldur eru til að hjálpa. Við sem erum þar höfum ekki úr háum söðli að detta og vondir hlutir voru farnir að gerast í okkar lífi við mættum öll of seint á okkar fyrsta AA fund og viljum því hjálpa öðrum til að finna leiðina sem fyrst.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 52
  • Sl. sólarhring: 657
  • Sl. viku: 4518
  • Frá upphafi: 2558441

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 4236
  • Gestir í dag: 49
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband