Leita í fréttum mbl.is

Þorir Evrópa að standa með Ísrael gegn Írönsku ógninni?

Enn einu sinni kemur smáríkið Ísrael á óvart vegna áræðis, hugrekkis og útsjónasemi við að verja tilveru sína.  Þeir eiga raunar engan annan valkost en að berjast fyrir tilveru sinni. 

Árásin á kjarnorku- og hernaðarmannvirki Írana var svipuð snilldar aðgerð hernaðarlega og loftárásir Ísrael á Egyptaland, Sýrland og Jórdaníu við upphaf 6 daga stríðsins 1967 þegar flugfloti þessara ríkja var algjörlega eyðilagður. 

Árásin er í ætt við þegar Ísrael eyddi kjarnorkuuppbyggingu Saddam Hussein í Írak og Assads í Sýrlandi,þessi ríki höfðu lýst yfir gjöreyðingu Ísrael eins og Íran. 

Þegar Ísrael gerði að engu kjarnorkuáform einræðisherrana Saddam Hussein og Assads, fagnaði allur hinn vestræni heimur. NATO ríkin og fleiri lýstu stuðningi. 

Hvað nú. Hafa Vesturlönd döngun vit og áræði til að styðja Ísrael. Bandaríkjaforseti hefur lýst því yfir. Sama verður lesið út úr yfirlýsingum forsætisráðherra Þýskalands og framkvæmdastjóra NATO en vinstri maðurinn Keir Starmer forsætisráðherra Breta höktir í tómarúmi vesalmennskunar. 

Hvað með yfirlýsingaglaða utanríkisráðherrann og íslensku ríkisstjórnina. Munu þau samsama sig með öfgavinstri stjórnum Evrópu t.d.Noregi og Írlandi eða sýna hugdirfð og standa með eina lýðræðisríkinu fyrir botni Miðjarðarhafs og taka undir með frkv.stj. NATO,Bandaríkjaforseta og forsætisráðherra Þýskalands og styðja aðgerðir Ísrael til að verja sig og Íran hafi verið raunveruleg ógn, sem  braut alla samninga og alþjóðareglur við tilraunir til að koma sér upp kjarnorkuvopnum.


mbl.is Ísrael og Íran: Hvað vitum við?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórn múlla í Íran er alltaf í fremstu víglínu við að flytja stríð út fyrir landamæri sín og beina stríðslogum til nágrannalanda og jafnvel fjarlægra landa með bandalögum og fjármögnun grunsamlegra flokka, hreyfinga og samtaka, sem sum hver eru reglulega á hryðjuverkalistum. Allt þetta er tekið úr matarkörfu íranska borgara og nært, bæði opinberlega og leynilega, af konungum borgarastyrjalda og grunsamlegra samtaka. Það sem stjórn múlla er að gera er að viðhalda kúgandi stjórn sinni, sem brýtur gegn mannréttindum og jafnrétti í félagslegu réttlæti, með því að raska öryggi og kveikja stríð utan skilgreindra landamæra sinna eða jafnvel á bak við múra og haf. Hér gríp ég tækifærið og geri ekki lítið úr því sem fallin stjórn Saddams Hussein, fasista arabíska Ba'ath-flokksins, framdi í áratugi kúgandi, harðstjórnar gegn eigin borgurum, á undan nokkrum öðrum í Íran. Skömm sé heimurinn fyrir að gleyma grimmdarverkum sem einræðisherrann í Írak, Saddam Hussein, sem er fasisti súnníta, framdi gegn Kúrdískum þjóðum, og fyrir augum og munni heimsins í átta ára stríðinu við múllaríkið, og misnotkun hans á vísindum og siðmenningu þegar hann sprengdi kúrdískar borgir og bæi við landamæri Írans með alþjóðlega bönnuðum efnavopnum. Borgin Halabja er tákn um grimmd Saddams Husseins og hroka heimsins í að hunsa harmleiki kúrdísku þjóðarinnar vegna hagsmunaárekstra. Ég er reiður við fáfróðan heim sem hefur bundið fyrir augun á sér, sett fingurna fyrir eyrun og lokað fyrir nefið til að sjá ekki, heyra eða finna fyrir sársauka kúrdísku þjóðarinnar. Halabja er ekki eini bærinn sem varð fyrir útrýmingu. Það eru meira en 182.000 konur, börn og karlar sem voru teknir til fanga af leifum og hermönnum fyrrverandi stjórnvalda undir nafninu Anfal, vers úr Kóraninum. Enginn heyrði frá þeim og enginn lifði af nema lítill minnihluti sem getur varla talið fingur annarrar handar svo að þeir geti sagt okkur hvað gerðist. Við munum segja Guði allt. Kannski finnum við einhvern sem hlustar því heimurinn hvorki heyrir né sér nú. Viltu heyra sögu kúrdísku þjóðarinnar í kúgandi Sýrlandi á tímum sýrlenska Baath-stjórnarinnar, systur íraska Baath-stjórnarinnar!! Eða kannski viltu, eða kannski viltu ekki, heyra fréttirnar af mesta hræsnara sem lifir á okkar tímum, þessum sjúka kalífa, fasíska, sadíska einræðisherra, viðurstyggilega Erdoğan... Já, og sagan heldur áfram.

salah karim (IP-tala skráð) 13.6.2025 kl. 13:04

2 identicon

Sæll Jón; sem jafnan og fyrri !

Hvaða ógn; skyldi nú vera af Íran (gömlu Persíu) stafandi ?

Svona viðlíka; og af Afghanistan 2001 - Íraq 2003 - Líbýu og Sýrlandi 2011 ?

Splundrun þeirra samfjelaga; varð ein mesta undirrótin að hælisleitenda plágunni hjer á Vesturlöndum - eins; og allir skynugir menn sjá, eftir stríðan straum fólks, af þeim slóðum.

Kannski; Bandaríkjamönnum og Ísraelum hafi þótt akkur í, að valda þeim glundroða óhefts flóttamannaflæðis, sem við erum ekki að fara neitt varhluta af:: sbr. gaspur No- Borders og Antifa ruzlara lýðsins hjer á landi, þessi misserin, fyrir frekari aðkomu Mið- Austurlanda og Sómalíu lýðsins, t.d. ?

Eigum við ekki; að skoða málin í, hinu víðasta samhengi Jón ?

Balfour yfirlýsingin 1917; og galopnun Filistealands (Palestínu) fyrir Gyðingunum ætlar að vera heimsbyggðinni ærið dýrkeypt.

Hefði ekki verið viti meira á sínum tíma, að skoða möguleikann á, að Gyðingar fengju vænar spildur lands, austur í Yakútíu í Síberíu með samkomulagi við Rússa (á Keisaratímanum eða eftir tilkomu Sovjetsins: jafnvel) ?

Hefði sú orðið raunin; hefði það alla vegana hjálpað til að kæla niður eingyðis trúarhitann og ofsann, þeirra Gyðinganna.

Í fullri alvöru sagt Jón; eru Rússland - Kína - Bandaríkin og Ísrael allra skeinuhættust gagnvart Heimsfriðnum í dag, hafi menn ekki tekið eftir.

Mögulega; gætum við sjeð Kínverja fara á kreik, gagnvart vinum okkar:: þjóðernissinna stjórninni á Taíwan, ekki hvað sízt í ljósi heimskupara Bandaríkjamanna og Ísraela, þessa dagana.

Afrakstur splundrunar Arabaríkjanna; í fortíð - nútíð og framtíð framkallar einungis holskeflu þeirra Múhamesðku yfir Vesturlönd - ekki er Allih þeirra geðfelldari viðskiptis, fremur en Jehóvah Gyðinganna að kljást við - þar liggur nú verkurinn, þegar upp er staðið.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi / 

    

        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.6.2025 kl. 20:35

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Af hverju í ósköpunum eigum við að styðja og standa með Ísrael?

Katólska kirkjan hefur ætíð sýnt og sannað álit hennar á gyðingum.

Marteinn Lúther (okkar leiðtogi) fyrirleit og varaði við þeim.

Hallgrímur Pétursson orti líka frá hjartanu.

Og síðast en ekki síst, þá fyrirlíta gyðingar sjálfir kristni og trúna á Jesú sem son guðs.

Eru þá hinir kristnu sem aðhyllast gyðingdóm og trúna á að guð hafi gefið gyðingum Ísrael þeir sem einmitt er varað við í Nýja testamentinu?

Jónatan Karlsson, 14.6.2025 kl. 03:14

4 Smámynd: Jón Magnússon

Salah Karim. Ég hef skrifað margar greinr og haldið fyrirlestra um örlög Kúrda og hvernig hefur verið herjað á þá og þeim meinað að vera ein þjóð í eigin landi. Ég er sammála þér um það. 

Jón Magnússon, 16.6.2025 kl. 10:07

5 Smámynd: Jón Magnússon

Óskar Helgi og Jónatan. Ég vil að Gyðingar fái að lifa og vera til í því landi sem þeim var fært við lok síðari heimstyrjaldar. Þó ég átti mig vel á því að Gyðingatrú er mun líkari Múhammeðstrú en kristinni trú þá breytir það engu um að Gyðingar eiga að njóta mannréttinda og fá að búa við frið. Því miður hafa allir nágrannar þeirra setið um þá. Hefðu varnarsveitir Ísrael ekki verið jafn velskipaðar í öllum þeim styrjöldum sem Ísrael hefur neyðst til að heyja gegn innrásum nágrannaríkjanna þá væru þeir ekkilengur til. Styrjaldir við Ísrael snúast alltaf um tilverurétt þeirra. Þess vegna styð ég Gyðinga í þessum raunum þeirra, þó ég aðhyllist ekki trú þeirra. 

Jón Magnússon, 16.6.2025 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 27
  • Sl. sólarhring: 855
  • Sl. viku: 3617
  • Frá upphafi: 2560487

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3400
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband