Leita í fréttum mbl.is

Trump er ekki pappírstígrisdýr

Margur hélt, að Trump Bandaríkjaforseti mundi ekkert gera gegn Íran þ.á.m.Ingibjörg S, Gísladóttir fv.utanríkisráðherra, sem sagðist ekki búast við að USA mundi blanda sér í ófriðinn við Íran í fréttum RÚV, á sama tíma og sprengjuflugvélar USA hófu loftárásir á kjarnorkuinnviði Íran.

Ógnarstjórn klerkanna í Íran hefur gengist fyrir hryðjuverkum víða um heim og ítrekað talað um að útrýma Ísrael o.fl. Þeir halda úti hryðjuverkasamtökum hverra mikilvirkastir eru Hamas,Hesbollah og Hútar. Ráðamenn hins vestræna heims og fleiri sögðu að koma yrði í veg fyrir það með öllum ráðum, að Íranir kæmu sér upp kjarnorkuvopnum. 

Endalausir fundir og samningaviðræður Bandaríkjanna og ES o.fl. við öfgastjórnina í Íran skiluðu litlu og síðar kom í ljós, að það litla sveik klerkastjórnin áður en blekið þornaði. Íranir héldu ótrauðir áfram við að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess m.a.að útrýma Ísraelsmönnum og væntanlega líka stóra Satan, Bandaríkjunum. Það átt því öllum að vera löngu ljót, að það var ekki hægt að semja við öfgamennina í Quom sem stjórnast af guðlegu innsæi að eigi mati. 

Ísrael átti því ekki um annað að velja en að ráðast gegn þeim sem ógnuðu tilveru þeirra. Sem betur fer hafa Bandaríkin nú séð, að þau eiga ekki heldur annars úrkosta en að láta kné fylgja kviði og koma í veg fyrir þá vá, að öfga- hryðjuverka- og ofbeldisstjórn klerkana í Quom í Íran hafi yfir gjöreyðingar vopnum að ráða.

Vonandi tekst að eyðileggja kjarnorkuvopnauppbyggingu Íran og koma því til leiðar, að frjálshuga lýðræðisöfl nái völdum í Íran og steypi ofstækinu af stóli, sem hefur myrt Íranskan almenning í stórum stíl fyrir að hafa aðrar trúarskoðanir hvað þá konur fyrir að leyfa sér þá ósvinnu að láta sjást í hárið. Eðlilegt að vinstra fólk í  Evrópu sýni samstöðu með þessum öfgum og afturhaldi. 

Illt skal með illu út reka og fyrir frjálshuga lýðræðisríki er ekkert annað að gera. Það er þeim til skammar að hafa ekki verið á undan Ísrael að uppræta ógnarstjórnina sem allri heimsbyggðinni stafar hætta frá. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rajan Parrikar

Your analysis is correct.

It is in the world’s clear interest that Iran be denied the capacity to develop nuclear weapons. No Muslim nation should possess such arms. Regrettably, one already does: Pakistan.

In the early 1980s, Israel offered to eliminate Pakistan’s Kahuta nuclear facility and approached Indian Prime Minister Indira Gandhi for access to an Indian Air Force base for landing and refuelling. Mrs Gandhi dithered. The Americans, aligned with Pakistan in the Cold War, caught wind of the plan and quietly nixed it. And so we live with the enduring risk that, should Pakistan fracture, its warheads may fall into jihadi hands.

Against this backdrop, Trump and Israel did what was necessary in striking Iran’s nuclear infrastructure. At the very least, the operation buys the civilised world time.

As expected, the usual procession of objectors has emerged - in Iceland and beyond - voices untethered to reality, untainted by knowledge. Chief among them is that arch-peacock of campus geopolitics, “Professor” Mearsheimer. These days, you can bluff your way through geopolitics if you’ve got a good tailor, a practised frown, and “Professor” glued to the front of your name. The result is theatre schtick: solemn in tone, vacant in substance, lapped up by chumps who know even less.

Rajan Parrikar, 22.6.2025 kl. 11:11

2 Smámynd: Rajan Parrikar

I forgot to add the following in my earlier comment:

The real scenario Iceland should be preparing for is this:

Iran descends into chaos, and a torrent of Muslim refugees heads once again for Europe. What will Iceland do? Exactly what it always does: waste time issuing lofty condemnations of Israel — a state over which it has zero influence. Not one joule of energy will be spent on the only thing Iceland actually controls: its own border.

Alþingi should be in emergency session right now, debating how to seal Iceland off entirely if the floodgates open. No more asylum roulette. No more refugees — not a single Alireza or Ahmad. Slam the door shut. End of story.

Yes, it’s a worst-case scenario. But those are the ones serious nations anticipate and plan for.

Rajan Parrikar, 22.6.2025 kl. 11:37

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það "Eðlilegt að vinstra fólk í Evrópu sýni samstöðu með þessum öfgum og afturhaldi." ???

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2025 kl. 21:52

4 Smámynd: Jón Magnússon

Nei Guðmundur það er sorglegt að horfa upp á það. 

Jón Magnússon, 24.6.2025 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 2734
  • Frá upphafi: 2566192

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2557
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband