Leita í fréttum mbl.is

Með Trump glýju í augum

Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir koma heim af leiðtogafundi NATO með Trump glýju í augum, svo mjög heillaði forseti Bandaríkjanna þær fraukur. 

Þorgerður hefur sagt hin fúlustu orð um Trump á ráðherraferli sínum m.a. líkt honum við einræðisherrana Erdogan og Pútín. Nú segir hún, að henni finnist Trump vera heillandi. Kristrún var sama sinnis þó hún lýsti aðdáun sinni ekki eins opinskátt. 

Niðurstaða NATO fundarins var eining og eindrægni um leið og allt það sem Trump hefur barist fyrir var samþykkt, þá var honum þakkað framlag sitt til friðar og öryggis í heiminum. 

Fróðlegt verður að sjá með hvaða hætti þær Kristrún og Þorgerður útskýra nú fyrir flokksmönnum sínum aðdáun sína á Trump og fráhvarf frá illsku út í manninn í botnlitla aðdáun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þroskaferlið hjá þeim stöðvaðist á menntaskólaárunum eins og klukkan......

Jóhann Elíasson, 26.6.2025 kl. 09:36

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stelpurnar gera bara eins og þeim er sagt og Þorgerður kyngir klígjunni. Svo virðist sem helsta samþykkta NATO fundarins hafi verið að dásama Trump. Það var hreinlega ógeðfellt að horfa á framkvæmdastjórann, Rutte, smjaðra fyrir honum, kinkandi kolli við öllu og sífellt vera að snerta hann. Kóróna niðurlægingarinnar var þegar hann kallaði Trump pabba (daddy). Það var eitthvað pervert við alla þessa sjúklegu aðdáun.

Ragnhildur Kolka, 26.6.2025 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 2734
  • Frá upphafi: 2566192

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2557
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband