Leita í fréttum mbl.is

Stormurinn í vatnsglasinu

Það var rangt af Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins að slíta þingfundi án þess að hafa áður samráð við forseta þingsins. Ef hún hafði ekki fyrirmæli forseta gat hún gert stutt hlé á þingfundi og ráðfært sig við hann. 

Þrátt fyrir að þingfundi hafi verið slitið um miðnætti í gær, þá réttlætir það ekki þau svigurmæli og dramatíska leikræna tjáningu forsætisráðherra hvað þá að flytja þingheimi sérstaka yfirlýsingu í "Guð blessi Ísland" stíl.

Hvað gerðist. Þingfundi var slitið um miðnætti í stað milli kl. 2 og 3 í morgun annað gerðist ekki. Réttlætir það að forsætisráðherra tali um að það þurfi "að verja lýðveldið Ísland." Var lýðveldinu Íslandi ógnað að einhverju leyti með því að þingfundi var slitið um miðnætti í stað tveim tímum síðar?

Þá sagði forsætisráðherra að "lýðræðinu væri ógnað" Var ógn við lýðræðið virkilega fólgið í því að slíta fundi um miðnætti án þess að nokkuð annað gerðist eða væri í húfi?

Orðum sínum lauk forsætisráðherra síðan með því að segja:    

Ég lýsi því yfir fyr­ir hönd meiri­hlut­ans að við mun­um verja lýðveldið Ísland, við mun­um verja stjórn­skip­an lands­ins og heiður Alþing­is.

Var eitthvað tilefni til þess að forsætisráðherra tæki fram að meirihlutinn ætlaði að gera það sem allir alþingismenn skuldbinda sig til að gera þegar þeir setjast á þing. Var tilefni til þess að fara í tilbúið eða raunverulegt móðursýkiskast út af því að þingfundi var slitið um miðnætti án þess að nokkrar aðrar lögfylgjur ættu sér stað. 

Svona ræðu má forsætisráðherra ekki halda nema raunverulegt tilefni sé til og fjarri fer því að það sé sæmandi fyrir Kristrúnu að tala um storm í vatnsglasi eins og um meiriháttar atlögu að þingræði og lýðræði sé að ræða.

Þó Hildi hafi orðið á í messunni þá afsakar það ekki ofsafengin og ómálefnaleg viðbrögð forsætisráðherra.  

Svo er það með virðingu Alþingis. Er hægt að hugsa sér öllu meiri atlögu að virðingu Alþingis en með því að samþykkja að lagasmíð af hálfu Alþingis sé svo óvönduð að við þurfum að samþykkja sérstaka tillögu, sem gengur ranglega undir nafninu bókun 35, þar sem Alþingi lýsir yfir að EES réttur gildi umfram íslenskan nema annað sé sérstaklega tekið fram.

Er hægt að hugsa sér meiri atlögu að virðingu Alþingis en að framselja lagasetningarvaldið með þessum hætti til Evrópusambandsins. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is „Við munum verja lýðveldið Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ógnvekjandi hverskyns flón fara með stjórn landsins núna.

Var alltaf slæmt, en hefur einhvernvegin versnað skyndilega. Hélt að það væri ómögulegt, en nei...

Ásgrímur Hartmannsson, 10.7.2025 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frumvarpið sem er kennt við bókun 35 felur ekki í sér framsal lagasetningarvalds til Evrópusambandsins, þvert á móti er það hannað til að gera það ekki. Markmið þess er að tryggja að vilji löggjafans til að framfylgja íslenskum lögum (EES samningnum) með því að innleiða reglur sem undir hann falla í íslensk lög, nái fram að ganga nema viljinn sé annar. Svo má hafa skoðun á því hvort tilteknar reglur sem undir þetta falla séu góðar eða slæmar en það er allt annað álitaefni en hvort það feli í sér framsal löggjafarvalds þegar Alþingi sjálft beitir því.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2025 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 91
  • Sl. viku: 4450
  • Frá upphafi: 2576289

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 4141
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband