Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði, þingræði, tjáningarfrelsi og þingsköp

Dramatíkin í ummælum forustufólks í íslenskum stjórnmálum vegna málþófs og beitingu ákvæðis 71.gr.þingskaparlaga ber stundum skynsemi og rökhugsun ofurliði. Það er ekki vegið að tjáningarfrelsi,þingræði og því síður að lýðræðinu í landinu. Af gefnu tilefni vil ég biðja Hildi Sverrisdóttur afsökunar að hafa hana fyrir rangri sök við stjórnun á þingfundi. Hún vann sér ekkert til sakar eins og forseti Alþingis upplýsti. Forsætisráðherra varð sér hins vegar til skammar með ræðu sinni um orrustuna um Ísland. Sú ræða var tilefnislaus og af þeim sökum fáránleg.

Í umræðum um frv. til þingskaparlaga á Alþingi 2007, benti ég á, að ræðutími á Alþingi væri rýmri en í öllum nágrannalöndum okkar og Evrópuþinginu. Ég taldi þá og tel enn, að það þurfi að takmarka ræðutíma á Alþingi með svipuðum hætti og á þjóðþingum Dana eða Norðmanna.

Þáverandi þingmenn Sjálfstæðisflokks og formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks voru mér sammála um þetta efni og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sá ástæðu til að þakka mér sérstaklega fyrir ræðuna. 

Nú bregður svo við, að formenn þessara flokka telja vegið að hornsteinum lýðræðisins þegar í raun er borin upp rökstudd dagskrártillaga um að gengið skuli til atkvæða um málið og talað um að virkjað sé kjarnorkuákvæði 71.gr. þingskaparlaga, sem á þó ekkert skylt við kjarnorku og er í samræmi við ákvæði sem almennt gilda í félagsstarfi og ber heitið rökstudd dagskrártillaga. 

Umræða um veiðigjald stóð lengur en skynsamleg rök gátu réttlætt. Öll rök og sjónarmið voru komin fram og þar af leiðandi var ekki um skerðingu á málfrelsi að ræða eða vegið að þingræði eða lýðræði. 

En til að verja þingræði, tjáningarfrelsi og ekki síst til að koma betri brag á Alþingi og gera störf þess skilvirkari og stuðla að betri og vandaðri lagasetningu og aukinnar virðingar fyrir Alþingi meðal þjóðarinnar þá ættu íslenskir stjórnmálaforingar að standa saman að breytingum á þignskaparlögum til að þeim verði breytt þannig að ræðutími þingmanna verði með svipuðum hætti og í Danmörku þar sem hann er rýmstu af Norðurlöndunum. 

Mér finnst ástæða til að skora á formann Sjálfstæðisflokksins að beita sér fyrir slíkum breytingum og gera alvöru úr því að móta stefnu Sjálfstæðisflokksins með þeim hætti, að hann sé ótvíræður forustuflokkur fyrir bættri stjórnskipun og bættum störfum Alþingis, til að tryggja lýðræðið sem best.

Til þess að það megi verða verður Flokkurinn þá að ganga á undan með góðu fordæmi hvort sem hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu.   

 

 

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sjö?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 486
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 2618
  • Frá upphafi: 2564232

Annað

  • Innlit í dag: 441
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 410
  • IP-tölur í dag: 399

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband