Leita í fréttum mbl.is

Varnarlaus í Evrópusamstarfi

Forsætisráðherra og Ursula von der Leyen forseti frkv.stj ESB kynntu að framundan væri gerð samstarfsyfirlýsingar Íslands og ESB í öryggis- og varnarmálum. Forsætis- og utanríkisráðherrar þjóðarinnar eru þeirrar skoðunar, að varnarsamstarf við ESB hafi þýðingu fyrir Ísland.

Ísland nýtur þess að vera með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin og vera í NATO. Hverju bætir ESB við? Er líklegt að ESB þjóð komi okkur til hjálpar verði á okkur ráðist? Fjarri fer því. Eftir hverju er þá verið að slægjast?

Yfirlýsing Kristrúnar og Þorgerðar var gefin sama dag og ljóst varð að vörnum Evrópu yrði stýrt Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, sem hafa gengið frá viljayfirlýsingum þar að lútandi. ESB hefur lítið með það að gera og ræður engu sem orð eru á gerandi.

Í ljósi þess hve mjög sem Kristrún og Þorgerður ólmast við að koma okkur í sem þéttast faðmlag með ESB er rétt að skoða, að ESB hefur enga rænu á að tryggja flutningaleiðir að og frá Evrópu. Aumingjaskapur Evrópuríkja er algjör. Þrátt fyrir fleiri fundi en orð eru á gerandi af hálfu ónýtrar pólitískrar yfirstéttar Evrópusambandsins. 

Í síðustu viku réðust Húti hryðjuverkamenn í Yemen á Grísk flutningaskip á alþjóðlegum siglingaleiðum og drápu nokkra úr áhöfn eins skipsins. Evrópuríkin og ESB gerðu ekki neitt frekar en fyrri daginn, en Ísrael svaraði með loftárásum á búðir hryðjuverkamannanna.

Á sama tíma og ýmis Evrópulönd þ.á.m. Ísland sbr. yfirlýsingar utanríkisráðherra standa í formælingum og forboði gagnvart Gyðingum og Ísrael, þá er þeir ásamt Bandaríkjunum einir til að tryggja líflínu flutninga að og frá Evrópu. 

Hvað er að græða á varnarsamstarfi við aðila,sem getur ekki tryggt öryggi eigin flutningaleiða með brýnustu nauðsynjar? 

Kappið er svo mikið í þeim Þorgerði og Kristrúnu að svo virðist sem þær vilji skera á böndin sem hafa tryggt okkur öryggi í 80 ár í trylltri sókn eftir aðild að Evrópusambandinu. Það feigðarflan fyrir íslenska þjóð verður að stöðva.


mbl.is Ísland taki þátt í alþjóðlegum verkefnum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 240
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 2968
  • Frá upphafi: 2566426

Annað

  • Innlit í dag: 221
  • Innlit sl. viku: 2773
  • Gestir í dag: 218
  • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband