Leita í fréttum mbl.is

Ólyginn sagði mér

Ólyginn sagði mér að Palestínuarabinn sem skvetti málningu á blaðamann Morgunblaðsins sé sá sem sem fór yfir handriðið á áheyrnarsvölum Alþingis í vetur og gerði sig líklegan til að beita sér af afli gegn þingkjörnum fulltrúum þjóðarinnar.

Ólyginn sagði mér líka að þessi maður hefði fengið hingað 17 meintra ættmenna sinna á grundvelli fjölskyldusameiningar(ath. engin könnun fór fram á skyldleika fólksins) með dyggum atbeina og aðstoð forustukonu Samfylkingarinnar Karenar Kjartansdóttir. Kostnaður skattgreiðenda við fjölskyldu þessa mótmælenda er þá líklega um 300 milljónir á ári.

Hvað var maðurinn að gera með málningu við mótmæli? Menn mæta ekki með slíkt í farteskinu nema hafa ákveðið að nota málninguna. Skyldi lögreglan hafa spurt manninn þeirrar spurningar?

Ólyginn segir mér líka að á sama tíma og þetta gerðist hafi annað gerst, sem ekki hafi vakið eins mikla athygli fjölmiðla. Öryggisvörður á hóteli í Reykjavík hafi vísað tveim hælisleitendum út og þeir hótað honum með hnífi, hann kært og þeir verið teknir til yfirheyrslu hjá lögreglu, sem hafi sleppt þeim að yfirheyrslu lokinni án þess að leggja hald á hnífana.

Viðkomandi sem koma frá sæluríkjum fyrir botni Miðjarðarhafsins og hafa greinilga áhuga á að ástandið á Íslandi verði það sama og þeir segjast hafa flúið frá, hafi síðan farið rakleiðis aftur eftir að lögreglan sleppti þeim og lagt til öryggisvarðarins með hnífi og stungunni beint að brjósti öryggisvarðarins, en slík stunga er lífshættuleg, það vildi öryggisverðinum til lífs, að hann var í stunguheldu vesti. 

Nú þætti mér vænt um, að lögreglan gerði hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. Tóku þeir mennina til yfirheyrslu og slepptu þeim án þess að taka af þeim hnífana sem þeir ógnuðu öryggisverðinum með? Kom ekki til greina að setja þá í varðhald á grundvelli öryggishagsmuna?

Ætlar lögreglan ekki að bregðast við og taka á afbrotum fólks með sama hætti hvaðan svo sem það er upprunnið? Sér pólitíska elítan ekki að það er rétt sem formaður lögreglufélgsis segir, að það þarf að fjölga lögreglumönnum um a.m.k. 300 til að tryggja öryggi og innanlandsfrið. Já og hvað ætlar hún að gera. Hún bjó til þetta vandamál.

Fólkið í landinu vildi þetta aldrei en var aldrei spurð hvort hún vildi taka þessa lauka fjölmenningarinnar upp á sína arma. Pólitíska elítan tróð þessu upp á þjóðina. 

Hingað til hefur ríkisstjórnin ekkert gert annað en að bola vararíkissaksóknara Helga Magnúsi Gunnarssyni úr starfi fyrir að segja sannleikann um málefni hælisleitenda. Hann og fjölskylda hans mátti sitja undir ógnunum hælisleitenda án þess að fá vernd eða aðstoð. Hvað skyldu þá aðrir mega þola sem reyna að spyrna við fótum gegn ómenningunni og ofbeldinu.

Til að bæta gráu ofan á svart bolaði dómsmálaráðherra  dugandi lögreglustjóra á Suðurnesjum Úlfari Lúðvíkssyni úr starfi fyrir þá sök að standa sig frábærlega vel í starfi. 

Er ekki kominn tími til þess að við lokum landinu fyrir hælisleitendum næstu 3 árin a.m.k. Enga svonefnda fjölskyldusameiningu. Reynum að ná utan um vandann sem þegar er kominn við höfum hvorki efni né þol fyrir fleiri næstu árin. Við þurfum líka að fara úr Schengen og taka upp virka gæslu á landamærunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Grímur Kjartansson, 25.7.2025 kl. 08:59

2 identicon

Ákveðin öfl í landinu (ásamt stjórnendum sínum hjá EU og SÞ) hafa það verkefni að eyðleggja Ísland. Verkefnið gengur mjög vel og sennilega mun hraðar en þeir/þær þorðu að vona.  

Bragi Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.7.2025 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 56
  • Sl. sólarhring: 133
  • Sl. viku: 4895
  • Frá upphafi: 2592008

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 4594
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband