Leita í fréttum mbl.is

Tom Lehrer

Stærfræðiprófessorinn og grínistinn Tom Lehrer er dáinn. 

Tom Lehrer kenndi stærðfræði  bæði við Harvard og MIT svo dæmi séu tekin, en þekktastur er hann fyrir skemmtilegan og oft svartan húmor og ádeilu, sem komu fram í ljóðunum hans, en síðasta af 3 Langplötum hans kom út 1965. Ljóðin lifðu lengi meðal þeirra sem á annað borð heilluðust af honum þar á meðal sá sem þetta ritar. Hann gaf ekki út nema þrjár langplötur og ég á þær allar. 

Tom Lehrer hafði ekki áhuga á að feta áfram á tónlistarsviðinu eftir 1965 þó hann héldi einhverja tónleika eftir það og sagði að hann hefði ekki löngun til að spila sömu söngvana aftur og aftur. Og þá hafði hann ekki heldur áhuga á að búa til fleiri.

Ljóðin fjalla um mismunandi hluti svartasti húmorinn kemur fram í  Masochism Tango, I held your hand in mine dear og Irish Ballad ansi kaldranalegir textar allt saman en þó sérstaklega það síðasta um stúlku á Írlandi sem drap alla fjölskyldu sína og hann sagði að það hefði verið það kvæði hans sem hann var helst beðinn um að syngja ekki enda húmorinn ansi dökkur. 

Þá fór hann í skapið á kaþólsku kirkjunni eftir að hann gerði ljóðið "The Vatican Rag." og það ljóð var víða bannað. 

Hvað sem því líður þá var Tom Lehrer fjölhæfur listamaður sem hafði mikil áhrif á ákveðinn hluta fólks minnar samtíðar m.a. mig. 

Nú þegar Tom Lehrer er allur 97 ára að aldri ætla ég að setja síðustu plötuna hans á fóninn (allt í vínýl) og njóta gamla húmorsins og napra háðsins enn einu sinni. Blessuð sé minning hans. 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sextán?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 1048
  • Sl. viku: 5498
  • Frá upphafi: 2574637

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 5157
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband