Leita í fréttum mbl.is

Traustar heimildir eða hvað?

Í enska tímaritinu "The Economist 12-18.júlí er athyglisverð frétt um Ísland sem ber heitið "Army of me" Heimildarmenn blaðasins eru Þorgerður Katrín utanríkisráðherra og Pawel Bartozsek þingnaður Viðreisnar. 

Í greininni segir, haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að auka útgjöld til hermála upp í 1.5% af þjóðarframleiðslu. Heldur betur rausnarlegt stökk úr 0.2% án þess að málið hafi fengið þinglega meðferð. 

Þá segir líka í greininni að Ísland eigi enga leyniþjónustu til að takast á við skemmdarverkamenn eða njósnara. Er það svo? Hvað er Ríkislögreglustjóri að gera fer þetta algjörlega fram hjá henni að engin varnarviðbúnaður sé fyrir hendi nema gagnvart innlendum hægri öfgamönnum, sem greiningardeild embættisins komst að niðurstöðu um að væru helsta ógn við öryggi þjóðarinnar.

Þá segir einnig haft eftir heimildarmönnunum, að það sé Trump sem ákveði hvort Ísland verði varið eða ekki. Þýðir þetta að formaður utanríkismálanefndar Alþingis og utanríkisráðherra telji varnarsamninginn við Bandaríkin einskis virði. Svo gæti verið ef umfjöllun framar í greininni er skoðuð þar sem utanríkisráðherra telur mikilvægt að treysta varnarsamvinnu við Evrópusambandið umfram allt annað til að tryggja öryggi landsins. Já og jafnvel þó svo að ESB hafi engan her eða varnarviðbúnað sem gagnast gæti Íslandi.

Loks segir í greininni haft eftir Pawel, að ráðgerð sé þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að Evrópusambandinu og hún muni örugglega fá meirihluta og íslendingar horfi til Evrópu meir en nokkru sinni fyrr. 

Þau Þorgerður og Pawel hafa tekið að sér að túlka þjóðarviljann án þess að láta svo lítið að taka þessi mál til gagngerðrar umræðu á Alþingi og í utanríkismálanefnd Alþingis.  Svo virðist sem Þorgerður Katrín hafi komið sér í hlutverk arfakonungsins Loðvíks 14 Frakkakonungs, sem sagði

"Ríkið það er ég."


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 990
  • Sl. sólarhring: 1201
  • Sl. viku: 6473
  • Frá upphafi: 2575612

Annað

  • Innlit í dag: 906
  • Innlit sl. viku: 6048
  • Gestir í dag: 844
  • IP-tölur í dag: 811

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband