Leita í fréttum mbl.is

Snautlegir forustumenn

Á sama tíma og forseti Frakklands hinn lánlausi Macron og forsætisráðherrar Bretlands og Þýskalands tilkynna að ríkisstjórnir þeirra ætli að viðurkenna ímyndaða ríkið Palestínu, koma stjórnir Arabaríkjanna, Egyptalands, Saudi Arabíu og Katar fram og segja að Hamas verði að gefast upp, afhenda vopn sín og láta af völdum á Gasa.

Ekki hafði mann órað fyrir því að ofannefnd Arabaríki gerðu sér grein fyrir því sem skipti máli á sama tíma og leiðtogar stærstu og öflugustu Evrópuríkjanna með alla sína sögu og arfleifð gerðu sig seka um kjánaskap. Leiðtogar Evrópuríkja eru auk heldur keikari í þessu en að beita sér gegn ítrekuðum tilraunum til þjóðarmorðs á minnihluta hópum í Sýrlandi þessa daganna. Ekki kvak frá þeim frétta- eða mótmælendaelítunni. 

Bretland, Þýskaland og Frakkland eiga það sameiginlegt að geta ekki varið landamæri sín fyrir erlendum landshornalýð og beita þöggun á frjálsa umræðu til að koma í veg fyrir eðlilega gagnrýni. Bretland gengur þar lengst og hefur nýverið stofnað sérstaka lögregludeild til að bregðast við "óæskilegum" skoðunum og handtaka þá sem gerast sekir um að segja sannleikann um hælisleitendur og Íslam

Sú var tíðin að Bretar sungu með stolti "Britain rules the waves"(Bretland stjórnar á hafinu)en nú er breski flotinn svo umkomulaus, að þeir geta ekki einu sinni snúið gúmmíbátum með flökkulýð frá ströndum Bretlands.

Bretland hefur ekki viðurkennt Taivan sem er raunverulegt lýðræðisríki á sama tíma og á að viðurkenna ímyndað ríki Palestínu. Hvernig skyldi standa á því? 

Dapurlegt að horfa upp á forustumenn Evrópu sýna algjört ábyrgðarleysi og hugmyndafræðilegt gjaldþrot og því miður töltir forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands í með þeim í halarófu heimskunnar og dyggðaflöggunarinnar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 513
  • Sl. sólarhring: 597
  • Sl. viku: 4173
  • Frá upphafi: 2577746

Annað

  • Innlit í dag: 482
  • Innlit sl. viku: 3866
  • Gestir í dag: 471
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband