Leita í fréttum mbl.is

Sumarið 1976

Mannstu eftir sumrinu 1976? Að sjálfsögðu man engin eftir því. Meir en helmingur jarðarbúa var ekki fæddur. Staðreyndir liggja samt fyrir. Sumarið 1976 er nefnilega heitasta sumarið sem komið hefur í Bretlandi skv. upplýsingum DT í gær. 

Sumarið 1976 mældist hiti 35.9 gráður í Cheltenham og hitinn í Heathrow í London var yfir 30 gráður 16 daga í röð og það er lengsta hitabylgja sem mælst hefur frá því að mælingar hófust. 

Þá var þetta kallað óvenjulega heitt sumar. Nú upphefst samræmt hróp fjölmiðlaelítunnar þegar hiti fer í 30 gráður á norðurhveli, um loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þessi sama elíta bregst ekki við þegar óvenju kalt er í veðri þá er það bara veður.

Skrýtið að þetta skuli geta gengið svona ár eftir ár, en þó ekki þegar stjórnmála- og fjölmiðlaelítan ganga í takt ásamt fjölda vísindamanna sem þiggja ofurlaun fyrir að bullfræða um hnattræna hlýnun. Síðan má ekki gleyma þeim sem græðá á þessu. 

Þegar bullfræðin grípur stjórnmálaelítuna þá stynja skattgreiðendur vegna nýrra skatta á grundvelli hennar. 

Áttar fólk sig á því hvað Evrópusambands (EBS) loftslags skattarnir kostar það mikið í hærri flugfargjöldum og hærra vöruverði o.s.frv.?

Enn bólgnari yrði Hafliðinn í Brussel ef við gengjum í EBS og var þó talað um að dýr mundi Hafliði allur þá samið var um skaðabætur honum til handa. Hætt er við að þá mundi rætast orð Einars Þveræings, þá Noregskonungur ásældist Grímsey, að þröngt muni verða fyrir durum hjá mörgum kotbóndanum. Já og vafalaust fleirum ef svo fer sem ríkisstjórnin áformar. 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.8.): 472
  • Sl. sólarhring: 1071
  • Sl. viku: 3058
  • Frá upphafi: 2584861

Annað

  • Innlit í dag: 436
  • Innlit sl. viku: 2852
  • Gestir í dag: 418
  • IP-tölur í dag: 409

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband