Leita í fréttum mbl.is

Kristrún og Trump

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans í háhæðum. Meginvextir bankans verða áfram 7.5%, sem eru okurvextir miðað við aðstæður. Þetta heitir að ná niður verðbólgu með því að kyrkja að atvinnulífinu og fjárfestingum einstaklinga. 

Meginorsök verðbólgu er ekki vaxtastig Seðlabanka Íslands heldur botnlaus hallarekstur ríkissjóðs, hvað sem líður fögrum fyrirheitum. 

Íbúðamarkaðurinn er í kreppu vegna okurvaxta og fáránlegra viðmiðana varðandi greiðslumat. Við þær aðtæður er nauðsynlegt að lækka stýrivexti Seðlabankans til að komast hjá hugsanlegu alkuli á byggingarmarkaðnum og breyta viðmiðunum greiðslumats. 

Sú stefna sem rekin er í lánamálum er fjandsamleg þeim sem hyggja á fyrstu kaup á húsnæði og með því er komið í veg fyrir að eðlileg og jákvæð þróun verði á íbúðamarkaðnum.

Í Bandaríkjunum skammar Donald Trump seðlabankastjórann sinn og segir hann stuðla að kreppu í landinu með okurvöxtum, sem eru þó svipur hjá sjón miðað við stýrivexti Seðlabanka Íslands. 

Hér á Íslandi nagar Kristrún Frostadóttir á sér neglurnar og hefur engar lausnir og tekur undir helstefnu Seðlabankans á sama tíma og ríkisstjórn hennar er helsti verðbólguvaldurinn.

 

 

 

 

 


mbl.is Stýrivextir óbreyttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 445
  • Sl. sólarhring: 1054
  • Sl. viku: 5100
  • Frá upphafi: 2589489

Annað

  • Innlit í dag: 419
  • Innlit sl. viku: 4752
  • Gestir í dag: 408
  • IP-tölur í dag: 394

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband