Leita í fréttum mbl.is

Ríkið það er ég

Einvaldskonungurinn í Frakklandi Loðvík 14 var alsráðandi í landi sínu á 17. og 18. öld og hafði jafnan á orði "Ríkið það er ég" enda uppspretta alls valds í landinu frá honum komið og andóf miskunarlaust barið niður. 

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þangað til í gær var aðeins Kim Jong un allsráðandi í kommúnista- og einvaldsríkinu Norður Kóreu sem hafði sömu viðmið um sjálfan sig og Lúðvík 14, að ríkið væri hann. 

Í fréttum í gærkvöldi brá hins vegar svo við að í hóp stjórnmálamanna með sömu megalomaniu (mikilmennskubrjálæði)og Lúðvík 14 og Kim Jong Un bættist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, sem sagði að hún og ýmis önnur ríki Evrópu hygðust gangast fyrir aðgerðum gegn Ísrael. Utanríkisráðherra lítur greinilega svo á að ríkið  það sé hún.

Fróðlegt verður að sjá viðbrögð forsætisráðherra við þessari valdatöku utanríkisráðherra. Hingað til hefur utanríkisráðherra farið sínu fram og gefið yfirlýsingar hægri vinstri án þess að bera undir þing og þjóð og Kristrún Frostadóttir hefur kokgleypt þær,að því er virðist stundum með óbragði í munninum.

En nú er spurning hvort forsætisráðherra sætir því að vera í aftursætinu eftir að Þorgerður Katrín hefur tekið sér alræðisvald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað veist þú um það að hve miklu leyti Þorgerður Katrín beri sínar yfirlýsingar undir Kristrúnu og aðra lykilmenn í ríkisstjórninni áður en hún gefur út ifirlýsingar? Miðað við yfirlýsingar Kristrúnar í fréttum í dag þá er hún líka á því að það beri að beita Ísraela refsiaðgerðum vegna viðbjóslegra stríðglæpa þeirra.

Það er hneyksli hversu lin viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið við þjóðarmorði Ísraela og það er alger falleinkun fyrir vesturlönd að hafa framið þann glæp gegn mannkyni að útvega þessum stríðglæpamönnum vopn. Það hefði átt að hefja harðar refsiaðgerðir gegn Ísrael fyrir að minnsta kosti einu og hálfu ári síðan.

Gleymum því ekki að illvirki eiga sér ekki bara stað vegna þeirra illvirkja sem fremja þau heldur líka allra hinna sem horfa upp á þau og gera ekkert í því. Það er þess vegna sem það er hneyksli að það skuli ekki fyrir löngu verið búið að setja af stað alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Ísrael.

Sigurður M Grétarsson, 22.8.2025 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 35
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 3189
  • Frá upphafi: 2599742

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2986
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband