Leita í fréttum mbl.is

Upplestur í Glerárkirkju skv. heimildum Hamas

Prestar Glerárkirkju á Akureyri standa fyrir upplestri á nöfnum barna sem sögð eru hafa farist í stríði Hamas samtakanna á Gasa gegn varnarsveitum Ísrael. 

Nafnalistinn er frá áróðurssmiðju Hamas, sem færir öll dauðsföll á Gasa náttúrulegur eða ekki sem dauðsfall vegna átakanna.

Vissulega er ástandið skelfilegt. Saudi Arabar, Egyptar og Jórdaníumenn hafa ítrekað bent á, að það væri hægt að binda enda á átökin ef Hamas afhenti gísla sem enn eru á lífi og legði niður vopn. 

Prestarnir í Glerárkirkju og allir þeir nytsömu sakleysingjar sem dansa eftir pípum og lúðrablæstri hryðjuverkasamtakanna Hamas virðist gleyma því eða þá skilja ekki mikilvægi þess sem Saudi Arabar, Egyptar og Jórdaníumenn eru að segja. Af hverju hafa prestarnir ekki helgistund þar sem þeir biðja fyrir öllum sem eru á vettvangi þessara hörmunga og hvetja til friðar á þeim grundvelli sem ofangreindar þjóðir krefjast.

Vígamenn Hamas eru allt niður í 12 ára, en eru skilgreind sem börn tli 18 ára aldurs. Hvað skyldu margir á nafnalistum prestanna í Glerárkirkju vera Hamas liðar sem sekir eru um viðbjóðsleg hryðjuverk? Nöfn þeirra skulu samt upp lesin eins og um saklaus fórnarlömb sé um að ræða. 

Skyldu prestarnir í Glerárkirkju á Akureyri hafa haft minningarstund vegna fólksins sem drepið var í innrás Hamas í Ísrael fyrir tveim árum. Þar voru börn steikt lifandi og foreldrarnir neyddir til að horfa á. Konum var hópnauðgað og þær síðan ristar á hol og lík þeirra svívirt. Lík einnar konu sem hafði verið hópnauðgað af vígamönnum Hamas, var ekið um götur Gasa þar sem lýðurinn hrækti á lík hinnar ógæfusömu konu. Skyldu prestarnir í Glerárkirkju á Akureyri minnast hennar í bænum sínum eða hafa helgistund þar sem nafn hennar er nefnt? 

Prestarnir í  Glerárkirkju hafa ekki haft minningarstund um þá sem drepnir voru í Ísrael í innrás Hamas í landið, það segir sína sögu um afstöðu þessara preláta hinnar íslensku þjóðkirkju.. 

Helgislepja miðað við þessar aðstæður og forendur sem og framganga prestanna í Glerárkirkju er fordæmanleg og fyrirlitleg. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Já Jón Magnússon, við getum tekið undir með Páli postula þegar hann segir:

Lögleysinginn (Djöfullinn í líki Hamas) kemur fyrir tilverknað Satans með miklum krafti, lygatáknum og undrum og með alls konar ranglætisvélum, sem blekkja þá, sem glatast, af því að þeir veittu ekki viðtöku og elskuðu ekki sannleikann, svo að þeir mættu verða hólpnir.

Þess vegna sendir Guð þeim megna villu, til þess að þeir trúi lyginni (um Ísrael). Þannig munu allir þeir verða dæmdir, sem hafa ekki trúað sannleikanum, en haft velþóknun á ranglætinu. (2. Þess. 2:9-12).

Íslenska þjóðin er að kalla yfir sig glötun með því að taka við lygi Hamas og snúast gegn Ísrael? Enn er þó hægt að gera iðrun.

Jesús opinberar þetta með dæmisögu, sem við getum lesið í 25. kafla Mattheusarguðspjalls. Sagan fjallar um sauði og hafra. Hún varpar ljósi á hver örlög þjóða verða í eilífðinni, eftir því hvort þau styðja Ísrael eða fara gegn Ísrael, útvöldum lýð Guðs. (Mattheus 25:31-46)

Guðmundur Örn Ragnarsson, 6.9.2025 kl. 23:37

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Heill og sæll Jón.

Skömmu eftir fæðingu var ég skírður inn í kristna kirkju, staðfesti síðan þá skírn með fermingu þegar sá tími kom. Er því kristinnar trúar, samkvæmt þjóðskrá.

Er ekki mjög trúrækinn maður. Hellst að maður mæti til kirkju við fermingar, fyrst barna minna og nú barnabarna. Af einhverjum ástæðum fjölgar þeim jarðaförum sem maður telur sig þurfa að mæta til, svona þegar aldurinn læðist að manni. Dýpri er trú mín nú ekki. Kannski ætti ég að skammast mín, en einhverra hluta vegna geri ég það bara ekki.

Aldrei hef ég leitt hugann að því að skipta um trúarskráningu í þjóðskrá, þó oft hafi gengið mikið á í kirkju okkar kristinna, hér á landi. Nú er mælirinn að fyllast. Framganga kirkjunnar manna í dag er með þeim hætti að vart er hægt að halda lengur þessari skráningu óbreyttri. Fátt þar lengur sem minnir á það sem manni var kennt í kristinfræði í skóla. Sumir þjónar okkar á þessum velli nýtt hann til eigin framdráttar og pólitískrar innrætingar, frekar en að kenna kristna trú. Þegar sjálfur biskupinn er kominn á þann vagn, notar hvert tilefni til að slá sig til riddara, tekur oftar og oftar afstöðu með þeim hópum sem hatast út í kristna trú, er kominn tími til að leita annað. 

Kveðja

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2025 kl. 08:16

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir gott innlegg Guðmundur Örn. 

Jón Magnússon, 7.9.2025 kl. 22:33

4 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Gunnar Heiðarsson.  Mér finnst þetta grafalvarlegt með þjóðkirkjuna. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni þegar kirkjan lét gera mynd af transJesú til að nota við barnafræðslu og hef iðrast þess eins í gegn um tíðina að geta ekki sagt mig úr henni aftur því að tilefnin eru ærin því miður. Sem kristin maður hef ég vonað að Eyjólfur hressist, en það virðist því miður síga áfram á ógæfuhliðina.

Jón Magnússon, 7.9.2025 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 36
  • Sl. sólarhring: 779
  • Sl. viku: 3352
  • Frá upphafi: 2607398

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 3162
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband