Leita í fréttum mbl.is

Staðreyndir sem utanríkisráðherra virðist ekki átta sig á.

Stöllunum úr bankahrunsstjórninni Ingibjörgu Sólrúnu og Þorgerði Katrínu utanríkisráðherra yfirsést mikilvægustu atriðin varðandi stríðið á Gasa og hrapa að alröngum niðurstöðum, sem þeim eru ekki sæmandi með einhliða fordæmingu á Ísrael og lygina um að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð á Gasa.

Staðreyndir sýna allt annað en þær halda fram. Skoðum málið: 

Hamas getur ræður því að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar og hörmungar þegar í stað, með því að leggja nður vopn og frelsa gísla sem þeir hafa í haldi.

Ef ES, SÞ og þær ríkisstjórnir sem nota sterkustu orð í orðabókinni til að fordæma Ísrael vildu í raun ná fram friði, þá mundu þau styðja Ísrael bæði í orði og á borði og fordæma Hamas í hvert skipti sem þau taka til máls um átökin á Gasa.

Áframhaldandi kyrkingartak Hamas hryðjuverkasamtakanna á Gasa og neitun þeirra á að afhenda gíslana er það eina sem framlengir stríði og þjáningum fólksins, sem annars hefði lokið fyrir löngu.

Þessar staðreyndir getur utanríkisráðherra ekki skilið og ætlar að beita sér fyrir einhliða refsiaðgerðum gegn Ísrael. Það mun bitna harðast á íslensku þjóðinni ekki síst krabbameinssjúku og sykursjúku fólki. Vonandi getur utanríkismálanefnd Alþingis afstýrt svona rugli og komið vitinu fyrir ráðherrann.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef Ísraelum tekst að drepa Hamas alveg, þá verður enginn grundvöllur lengur fyrir UN fyrirbæri eins og UNWRA.

Sem þýðir að það þarf að leggja niður, eða finna ný verkefni.

Það vilja þeir ekki. Störf eru í húfi.

Svo þeir þurfa einhvernvegin að sannfæra ísrael um að halda Hamas lifandi, svo Hamas geti áfram haldið Gaza í fátækt, og þar me UNWRA í starfi.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.9.2025 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.9.): 666
  • Sl. sólarhring: 801
  • Sl. viku: 3900
  • Frá upphafi: 2608673

Annað

  • Innlit í dag: 620
  • Innlit sl. viku: 3649
  • Gestir í dag: 597
  • IP-tölur í dag: 574

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband