Leita í fréttum mbl.is

Sjálfselska kynslóðin.

Veðrið hefur leikið við landsmenn frá því snemma í vor. Orð og ljóðlínur borgarskáldsins Tómasar Guðmundssonar um að ekkert væri yndislegra eða fegurra en vorkvöld í vesturbænum. Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðingur sagði ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Á s.l.vori áttum við þess iðulega kost að taka undir með skáldunum, veður var gott og landið skartaði iðulega sínu fegursta. 

Nú haustar að eftir gott vor og sumar. Haustkvöld hafa ekki orðið skáldum jafn viðmjúk yrkisefni og vorkvöld. Borgarskáldið segir að þá hópist vofur í naustin, sem gat þó haft ljúfar afleiðingar að mati skáldsins.

Fáir verða þó enn varir við haustið í því eindæma góðviðri sem hefur verið það sem af er september.

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni bráðnaði í júlí og fjallið verið snjólaust í suðurhlíðum síðan. Svo langt sem ég man hefur Esjan aldrei verið snjólaus í suðurhlíðum svo lengi. hafi nokkru sinni á okkar tímum verið svona lengi snjólaus.

Allt fram undir aldamót tók fólk góðæri til lands og sjávar sem einstakri Guðs gjöf og þakkaði fyrir að vetur konungur sleppti sínum heljargreipum af landi og þjóð sem lengst.

Nú bregður hins vegar svo við að trúarbragðahópur fólks sem telur að maðurinn sé Guð og ráði veðrinu hamast að fólki fyrir að keyra bíla, fara í flugferðir auk margs annars og segir það munu valda hamfarahlýnun. Reynt er með óttastjórnun að ná tökum á fólki og láta það skammast sín fyrir að láta sér líða vel.

En mennirnir eru ekki Guðir og hafa lítið eða eitthvað með veður að gera og það er næsta skoplegt að þeir sem geta ekki einu sinni spáð um veðrið með öryggi fram í næstu viku skuli telja sig geta spáð fyrir um hvernig það verður eftir öld eða meira. Allt eru það spádómar tölvulíkanana sem hafa allar reynst rangar hingað til.  

Loftslagskirkjan þvingar almennig til að borga hærri skatta með óttastjórnun. Þeir ofurríku fundu þó leiðir til að fara með ofsagróða frá þessu gnægtaborði, sem neytendur þurfa að greiða í hærra vöruverði og verri þjónustu. 

Dálkahöfundurinn Michael Decon bendir á spaugilega hlið málsins þegar hann rifjar upp framlag Grétu Túnberg barnsins sem skrópaði í skólanum og var gerð að helsta áróðursmeistara loftslagshlýnunarinnar og mætti á þing Sameinuðu þjóðanna þar sem framkvæmdastjórinn kommúnistinn Guterres frá Portúgal kraup á kné og tók  hana í dýrlingatölu.  

Deacon tekur nú við:  

Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2019 flutti Gréta Túnberg þá unglingur fræga ræðu. “How DARE you!” hvernig dirfist þið sagði hún og skammaði eldri kynslóðir fyrir að eyðileggja framtíð barnabarnanna sinna. Síðan hvæsti hún, þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið skilur svik ykkar og augu þeirra stara á ykkur. Ef þið bregðist okkur þá munum við aldrei fyrirgefa ykkur.

Þessi ummæli Grétu eldast illa. Unga kynslóðin jafnaldrar Grétu leika náttúruna verr en þeir eldri. Þeir sem eru á aldrinum 18-34 fljúga mun oftar en þeir sem eru 55 eða eldri. Þrír fjórðu yngri hópsins ferðuðust með flugvélum en aðeins helmingur eldri hópsins. Það rímar ekki vel við orð Grétu um að unga fólkið sé óttaslegið vegna loftslagsbreytinga.

Unga fólkið gerir líka minna í því að láta endurvinna vörur, spara vatn, þvo fötin sín við lágt hitastig eða slökkva ljósin þegar þau fara út úr herbergjum en þeir sem fæddir eru um miðja síðustu öld.

Verði Grétu boðið aftur á Alsherjarþing SÞ ætti hún að biðja eldri kynslóðina afsökunar á því að hafa ráðist svona á okkur og tala svona til jafnaldra sinna:

"Sjálfselsku fíflin ykkar. Sjáið þið ekki hvað þið hafið gert mig að miklu viðundri og heimskingja með þessari innihaldslausu dyggðaflöggun. Hvernig dirfist þið að gera mér þetta."

En meðan Gréta og félagar reyna stöðugt að vekja sektarkennd hjá okkur og segja okkur að líða illa þegar okkur líður vel, þá ættum við að taka Guðs gjöfum, sem við höfum notið svo ríkulega af í sumar með miklu þakklæti því veturinn kemur alltaf hvort sem Gréta eða aðrir helvítisspámenn segja.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 351
  • Sl. sólarhring: 846
  • Sl. viku: 2708
  • Frá upphafi: 2602069

Annað

  • Innlit í dag: 339
  • Innlit sl. viku: 2515
  • Gestir í dag: 332
  • IP-tölur í dag: 324

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband