Leita í fréttum mbl.is

Er tjáningarfrelsið ekki algilt?

Sjónvarpsstöð vestur í Bandaríkjunum sagði upp þáttastjórnanda í gærkvöldi, sem  hafði uppi óviðurkvæmileg ummæli vegna morðsins á Charlie Kirk í sjónvarpsþætti sem hann stýrði.

Þessi uppsögn varð Ríkisútvarpinu tilefni til að fjalla um í nánast öllum fréttatímum heilan dag,með þeim hætti að þarna væri alvarleg atlaga að tjáningarfrelsinu. Enn var bætt í, í kvöldfréttatíma sjónvarpsins með fréttaskýringu aðila,sem sveipaði um sig kufli fræðimannsins.

Enn var bætt í með umfjöllun um málið í Kastljósi þar sem annar sem sveipaði einnig um sig kufli fræðimannsins fjallaði um málið. Aldrei þessu vant voru þó viðmælendurnir málefnalegir og fóru ekki offari eins og "sérfræðingar" RÚV gera oftast. 

Það er nauðsynlegt að standa vörð um tjáningarfrelsið. Hart er iðulega að því sótt.

Fyrir nokkru henti það upp í Háskóla Íslands(HÍ), að fræðimaður átti að halda fyrirlestur um vísindalegt efni, en hópur óeirðarseggja sumra í vinnu hjá H.Í komu í veg fyrir að hann fengi að tjá sig vegna rasískra skoðana óeirðafólksins. Þar var um ótvíræða og fólskulega atlögu að tjáningarfrelsinu að ræða 

Þá brást RÚV ekki við. Tjáningarfrelsi fræðimannsins var ekki eins mikilvægt eins og uppsögn sjónvarpsmanns í Bandaríkjunum.

Áróðursmiðstöð RÚV í Efstaleiti telur árás á Tjáningarfrelsið ekki vera algilt heldur sé lítið við það að athuga ef vinstri menn standa að því og gera það á rasískum forsendum þegar Gyðingar eiga í hlut. 

Mesta hættan á Íslandi í dag við að koma í veg fyrir hlutlægar umræður á markaðstorgi lýðræðisins, raunverulegt tjáningarfrelsi,er Ríkisútvarpið,sem verður ósvífnara og ósvífnara í einhliða áróðri sínum, að geðþótta fréttamanna. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 221
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 3480
  • Frá upphafi: 2603111

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 3255
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 193

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband