Leita í fréttum mbl.is

Minningarhátíð breyttist í sigurhátíð

Það var stórkostlegt að fylgjast með minningarhátið um Charlie Kirk. Fullur leikvangur af fólki var mætt til að minnast mannsins sem barðist fyrir frelsi, kærleika og kristnum gildum og var drepinn vegna þessara skoðana sinna.

Mér fannst athyglisvert að hlusta á Ben Carson benda á að það skipti máli að hlusta á þá sem tala um það sem stendur í Biblíunni en ekki það sem vinstri menn vilja að standi þar. Mér var óvart hugsað til biskupsins og nokkurra klerka hinna íslensku þjóðkirkju.  Ben benti líka á að land getur ekki verið frjálst nema það eigi einstaklinga sem hafi hugrekki til að berjast gegn hinu illa.

Það var það sem Charlie Kirk stóð fyrir. Ekki að fordæma heldur reyna að benda fólki á réttu leiðina með því að ræða við það. Jafnt stuðningsfólk sem andstæðinga. 

Mér fannst hápunktur minningarhátíðarinnar falleg ræða Eriku ekkju Charlie sem í lokin minnti á orð Jesús þegar hann var negldur á krossinn. "Guð fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra" Hún bað síðan fyrir morðingja eiginmanns síns. Það mátti víða sjá tár á hvarmi enda tilefnið ærið því miður. 

Í stuttu máli var þessi minningarhátíð í raun sigurhátíð fyrir heilbrigð,framsækin kristileg stjórnmálaöfl í baráttu gegn því sem er falskt, gegn hatrinu og illskunni sem er andhverra þess sem Charlie Kirk barðist fyrir sem framsækinn, þjóðernissinnaður kristinn maður. 

Það var síðan við hæfi og hápunktur að ljúka hátíðinni með laginu America is Beautiful og horfa á Donald Trump leiða Eriku ekkju Charlie Kirk út af sviðinu og mæla síðan nokkur falleg lokaorð um vin sinn Charlie Kirk og nánustu ástvina hans. 

Guð blessi Charlie Kirk, alla  hans nánustu og þau sjónarmið sem hann barðist fyrir.  


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 43
  • Sl. sólarhring: 770
  • Sl. viku: 3098
  • Frá upphafi: 2604816

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 2914
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband