Leita í fréttum mbl.is

Sameinuðu þjóðirnar til hvers?

Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) halda upp á áttræðisafmæli sitt um þessar mundir. SÞ var stofnað í lok síðari heimstyrjaldar og þeir einir fengu að vera stofnfélagar sem sögðu Þýskalandi og Japan stríð á hendur. Við neituðum því sem vopnlaus þjóð, sem stæði ekki í illdeilum við nokkra þjóð. Þá blasti ósigur Japana og Þjóðverja við, en á þessum tíma höfðu íslenskir stjórnmálamenn prinsíp. Í dag hefðu utanríkisráðherra hoppað á stríðsvagninn.

Miklar vonir voru bundnar við Sameinuðu þjóðirnar og fyrstu aðalritarar eða framkvæmdastjórarnir þeir Tryggve Lie frá Noregi og Dag Hammarskjöld frá Svíþjóð gerðu sitt til að SÞ. stæði undir væntingum, en nú er sá tími löngu liðin. SÞ er skuggin af sjálfum sér og þær vonir sem bundnar voru við samtökin eru löngu horfnar.

193 aðildarþjóðir eru í SÞ. Miðað var við að engin þjóð yrði í SÞ nema þar væru mannréttindi og lýðræði í heiðri höfð. Því fer fjarri í dag og múslimaríkin neituðu að skrifa undir mannréttasáttmálann og fengu þá sérstaka útgáfu fyrir sig, sem við mundum ekki samþykkja að tryggði grundvallarmannréttindi.

Raunveruleikinn í dag er sá að SÞ eru gjörspillt samtök nánast gjaldþrota og spilltasta ríkið nær iðulega sínu fram ásamt þeim sem eru í slagtogi með þeim.

SÞ átti að vera bandalag friðar, sem einbeitti sér að því að setja niður deilur og stríð og ná vopnahléi og friði. Því hlutverki hafa SÞ ekki gegnt í langan tíma og er ekki lengur vettvangur friðarviðræðna. Í tímaritinu the Economist frá 3.maí s.l. er rakið hversu illa stödd samtökin eru fjárhagslega og hve illa er haldið á þeim málum.

SÞ undir stjórn Antonio Gutteres kommúnista frá Portúgal hafa lagt höfuðáherslu á að Evrópa athugið sérstaklega Evrópa taki við endalausum straumi af hælisleitendum. Engar slíkar kröfur eru gerðar til Kína, Indlands, Saudi Arabíu eða Brasilíu svo dæmi séu nefnd. Í annan stað hafa SÞ krafist þess að Evrópa rústi efnahagslegri stöðu sinni og framleiðslu á grundvelli loftslagsmála. Sömu kröfur eru ekki gerðar til annarra.

Björn Lomborg formaður Kaupmannahafnarhugveitunnar hefur bent á hvers óheiðarlegt SÞ er í áróðri sínum í þeim málum og þeim áróðri er sérstaklega beint að Evrópu, en ekki mestu loftslagssóðunum Kína og Indlandi. Björn bendir á í þessu sambandi að SÞ. ástundi ritskoðun og standi að falsfréttum um loftslagsmálum sem m.a. er endurvarpað af sérstökum starfsmanni Veðurstofunar hér heima, sem áður var í þjónustu SÞ.

Sérstök illska SÞ er gagnvart Ísrael sýnir vel hverjir hafa helstu tök á ákvörðunum alsherjarþings SÞ. Á ráðstefnu SÞ. árið 2001 (world conference against racisms)sem haldin var í Suður Afríku snérist ráðstefnan upp í hatursveislu gegn Ísrael þar sem Ísrael var stimplað sem rasista ríki sem fremdi stríðsglæpi, þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Utan við ráðstefnuhöllina var dreift haturssamantektinni „Protocols of the Elders of Zion sem var sérstaklega haldið á lofti af nasistum og kennd í skólum hjá þeim, þar sem því er haldið fram að Gyðingar stefni að heimsyfirráðum auk annarrar illsku.

Mótmælendur voru með spjöld sem á stóð „ Bara ef Hitler hefði unnið stríðið“ Hugsið ykkur, þetta var sett fram á ráðstefnu SÞ, samtaka, sem voru stofnuð til að berjast gegn nasisma. Er hægt að sökkva dýpra og segja betur skilið við upphafleg markmið?

Á þeim áratugum sem síðan eru liðnir hefur hatrið á Ísrael heltekið allar stofnanir SÞ. Á árinu 2022 þegar stríð geisaði í Úkraínu, Íransstjórn drap þúsundir mótmælenda aðallega barnungt fólk, þjóðernishreinsanir voru í Myanmar, pyntingar og manndráp af völdum stjórnvalda í Sýrlandi, Venesúela og fleiri ríkjum þar sem í öllum tilvikum var um mikinn fjölda alvarlegra brota á mannréttindum að ræða ályktaði alsherjarþing SÞ. 15 sinnum gegn Ísrael en ekki nema 13 sinnum hvað öll önnur ríki heimsins varðaði. Á þeim tíma var ekkert stríð á Gasa.

Viðbrögð SÞ. við fjöldamorðum Hamas á Gyðingum þ.7. október 2023 breytti engu og aðalritarinn gat með naumindum fordæmt hryðjuverkin og sagði nánast að Ísrael hafi átt þetta skilið og gat ekki tekið undir að Ísrael væri í fullum rétti til að verja líf og limi eigin borgara.

Stofnanir SÞ hafa síðan reynt eftir getu að fela, að það voru hundruðir starfsmanna SÞ (UNRWA) sem tóku þátt í fjöldamorðunum og hryllingnum 7. október 2023. Sannanirnar voru þó svo ótvíræðar, að SÞ gat ekki neitað þeim algjörlega en aðeins 9 starfsmenn af þeim hundruðum starfsmanna SÞ sem tóku þátt í morðæðinu voru reknir.

Það hefði ekki verið úr vegi að forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands á vettvangi þessara samtaka hefði minnt á þessar staðreyndir og velt upp spurningunni hvort að SÞ gegni jákvæðu hlutverki lengur og eigi tilverurétt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þremur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 175
  • Sl. sólarhring: 884
  • Sl. viku: 3491
  • Frá upphafi: 2607537

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 3294
  • Gestir í dag: 162
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband