Leita í fréttum mbl.is

Því miður gekk þetta ekki.

Lággjaldaflugfélagið Play hættir starfsemi sinni því miður. Ég get ekki annað en þakkað þeim fyrir að hafa staðið sig svona lengi í harðri samkeppni við Flugleiðir og önnur lággjaldaflugfélög. 

Gjaldþrot Play, kemur illa við marga. Sagt er að 400 manns missi vinnuna,neytendur standa í sumum tilvikum uppi með ónýta farmiða, hluthafar tapa sínu fé og þetta mun koma niður á fjölmörgum innlendum þjónustuaðilum sem verða að sætta sig við að þeir túristar sem ætluðu að koma með Play gera það ekki og margir þeirra munu frekar sleppa því að koma til Íslands en að eyða helmingi meira eða um það bil í farmiðakaup með flugfélagi til landsins. Allt eru þetta atriði sem verður að vinna úr sem best og stjórnvöld gerðu það vel þegar flugfélagið Wow varð gjaldþrota og vonandi á það sama við í dag. 

Ég get ekki annað en þakkað Play fyrir ánægjuleg viðskipti á umliðnum árum og ég sé virkilega mikið eftir félaginu. 

Gjaldþrost Play hefur því miður slæmar þjóðhagslegar afleiðingar. Vonandi gengur sem best að vinna úr því. Ef til vill gengi lágjaldaflugfélögum betur hér á landi ef ríkisvaldið hefði álíka mikil viðskipti við þau eins og risann á markaðnum. Framganga ríkisvaldsins í þessum efnum er með ólíkindum og kostar skattgreiðendur mikið fé auk þess, auk þess sem það hamlar því að innlent lággjaldaflugfélag nái markaðsfestu. 

 


mbl.is „Held að margir muni sakna okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 936
  • Sl. sólarhring: 1177
  • Sl. viku: 4156
  • Frá upphafi: 2609777

Annað

  • Innlit í dag: 879
  • Innlit sl. viku: 3884
  • Gestir í dag: 799
  • IP-tölur í dag: 765

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband