Leita í fréttum mbl.is

Í tilefni þjóðhátíðar.

Forsætisráðherra ræddi um þann vanda sem við erum í vegna fyrirsjáanlegs samdráttar þorskafla. Hans ráð er að standa við bakið á þeirri ákvörðun sem sjávarútvegsráðherra tekur um minni aflaheimilidir. Engin fyrirheit eða hugmyndir eru um að breyta kerfinu. Kvótakerfið fyrir stórútgerðirnar er trúaratriði hjá Sjálfstæðisflokknum. Samt sem áður þá hefur markmið kvótakerfisins ekki náðst. Nú er minni afla að fá en þegar kerfið var sett á fyrir aldarfjórðungi.

Kvótakerfi eins og okkar í sjávarútvegi hafa leitt til hruns veiðistofna.

Forsætisráðherra hefði getað gefið þjóðinni þá þjóðhátíðargjöf að tala um nauðsyn þess að endurskoða kerfið með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar í heild.  Höfum við ekki reynt þetta fyrirkomulag nógu lengi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem meira er,er það að Samfylkingin er greinilega á sama máli og Sjálfgræðgisflokkurinn,sem skiljanlegt er miðað við hagsmuni varaformanns Samfylkingar og ættingja.
En gleðilegan þjóðhátíðardag.
Kv Siggi P

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mig hefur lengi undrað að engin umræða hefur skapast hér á landi um botnvörpuveiðar. Mér finnst augljóst að friðun og uppbygging nytjastofna okkar sé það mikið tengd lífríki hafsbotnsins að full ástæða sé til að hefja umræðu um þau mál.

Er það virkilega svo að fiskifræðingar okkar sjái ekki muninn á því að skrapa botninn með stórvirkustu tækjum sem völ er á, og hinu að veiða fisk á handfæri eða línu?

Af hvorri aðferðinni skyldi nú stafa meiri röskun?

Árni Gunnarsson, 17.6.2007 kl. 18:30

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jón þú veist jafn vel og ég, að sá hópur manna, sem barist hefur gegn Kvótakerfinu, misstum marga góða félaga, þegar menn fóru í smáflokkinn hans Sverris.

Guðmundur, það voru Kratar og Framsóknarmenn, sem sömdu Kvótakerfið, framhjá því verður ekki litið.  Síðan komu gróaðpungarnir í Flokknum, sem sáu auravon í þessu bölvaða rugli.

Árni !  ÉG hef verið að skrifa um einmitt þetta atriði og tekið inn í alla þætti lífríkisins og bent á, að Stórskatan, Sprakan og margar tegundir eru nánast útdauðar af þeim svæðum, sem hvað mest hafa verið skröpuð.

Nú er viðkomubrestur í bjargfuglastonunum, hvar sömu veiðarfæri hafa verið mest notuð á þeim svæðum.

Lífkeðjan er viðkvæm, hvað þá hér norður við Dumbshaf, hvar hitastigið er lágt og vaxtarhraði Kólalla er verulega hægari en suður í höfum.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.6.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 207
  • Sl. sólarhring: 1158
  • Sl. viku: 4635
  • Frá upphafi: 2422077

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 4226
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband