Leita í fréttum mbl.is

Réttindabarátta kvenna.

Baráttudagur fyrir réttindum kvenna minnir á að  konur hafa ekki enn náð jafnstöðu við karla í reynd þó að konur njóti jafnréttis í lagalegu tilliti. Það þarf viðhorfsbreytingu. Kvenréttindabarátta er í raun mannréttindabarátta. Barátta fyrir því að allir borgarar samfélagsins séu metnir og njóti sömu réttinda.

Dagurinn í dag á að minna okkur á nauðsyn þess að konur nái jafnstöðu í samfélaginu. Dagurinn á líka að minna okkur á hvað staða kvenna víðast hvar í heiminum er bágborin. Hundruð þúsunda kvenna eru seldar mannsali á hverju ári í heiminum í dag. Sumsstaðar fá konur ekki að vinna, þær fá ekki að fara í skóla og þær fá jafnvel ekki að aka bíl. Dagurinn í dag á einnig að minna okkur á nauðsyn þess að siðaðar þjóðir beiti öllu afli til að koma í veg fyrir mannsal og kvennakúgun hvar sem er í heiminum.

Við megum ekki afsaka kvennakúgun á grundvelli "virðingar" fyrir trúarbrögðum eða siðvenjum annarra menningarheima. Kúgun er kúgun óháð því hvaða aðferðir karlaveldið hefur til að viðhalda henni. Við megum aldrei misvirða rétt einstaklingsins til að fá notið mannréttinda eða afsaka árás á einstaklingsbundinn rétt fólks með því að siðvenjur leyfi slíka óhæfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Góð grein - og það frá karlmanni  Bara bestur Nonni minn!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.6.2007 kl. 02:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hingaðer von á 30 flóttakonum frá Kólumbíu. Það var verið að lesa upp skilgreiningu á hugtakinu flóttamaður í útvarpinu í dag. Hún skýrir frá því, að flóttamaður sé sá sem mun sæta ofsóknum í heimalandi sínu vegna skoðanan sinna eða trúar og vill ekki una lögsögu heimaríkis síns. Ástandið í Írak og Afganistan  hefur aukið flótamannaframboð um milljónir manna.

En af hverju núna konur frá Kólumbíu ? Ekki er neitt stríð þar ? Ekki stunda stjórnvöld ofsóknir á hendur þegnunum. Þar er hinsvegar að finna mikla fátækt og örbirgð, sem nóg er af allstaðar í heiminum. Flótti frá slíku er hvergi  viðurkennd ástæða  fyrir flótamannsnafnbót. 

Nei, það er einhver íslenzk kona, sem hefur sérstakan áhuga á auknum tengslum sið Suður Ameríku sem stendur fyrir þessum flutningum. Er hún kannske að hugsa  um íslenzka piparkalla ? Vonandi hefur hún valið þriflegt og læknisskoðað kvenfólk sem íslenzkir kvenmannslausir kallar  verða fljótir að barna.  

Þessar konur þurfa engu að kvíða. Íslenzkur  sósíall er áreiðanlega himnaríki miðað við þau lífskjör sem þær koma úr. Og varla munu þær gera sér mikla rellu útaf  mannréttindum sem þær hafa væntanlega aldrei kynnst

Bravó bravó. Gefum Ísland til fátækra framandi þjóða um allan heim. Næst fáum við okkur svona 100 flótamenn frá Súdan. Endilega skulum við passa að í hópnum verði aðeins stæðilegar stúlkur á giftingaraldri. Þá kemur kannske einhver varanlegur súkkulaðilitur á landann, sem eyðir þegar stórfé  í brúnkukaup  á hverju ári.

Hvað næst ?

Halldór Jónsson, 20.6.2007 kl. 23:30

3 identicon

Sæll Jón og til hamingju með þingsætið !

Gætir þú sagt mér að hvaða leiti "ójafnrétti" ef svo má kalla, á í hlut á Íslandi þar sem konur annars vegar og karlar hins vegar bera skertann hag ?

Ég mótmæli ekki þeirri staðreynd að karlar séu að jafnaði með um 16% hærri laun en konur. 

Er það ekki það eina sem karlar hafa framyfir konur á Íslandi

Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 04:12

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Góð grein hjá þér Jón þó ég sé ekki endilega sammála henni að öllu  leiti . Við megum ekki  kalla allt kvennakúgun. Sumt af því sem okkur hér á Vesturlöndum finnst kúgun er hefð eða trú annarstaðar. Við verðum að virða rétt einstaklingsins til að fylgja sinni trú ekki satt.

Annars er ég alveg búin að hlusta yfir mig á þetta kvennavæl. Af hverju gera konur ekki eitthvað róttækt í sínum málum.

Ættum við að setja lög um laun eða stjórnarsetu eða innflutning á konum?  Bara vangaveltur :)

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2007 kl. 10:45

5 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Fljótlega kemur að því að við konur náum yfirráðum yfir ykkur karlana og er það vel... Það verður þegar konur skynja að konur eru konum bestar verður raunveruleiki... Spáðu í komandi réttarfari þar sem karl ákærir konu fyrir nauðgun og verjandi konunnar spyr karlinn...Varstu í stuttbuxum?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 27.6.2007 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 214
  • Sl. sólarhring: 509
  • Sl. viku: 4430
  • Frá upphafi: 2450128

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 4124
  • Gestir í dag: 191
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband