Leita í fréttum mbl.is

Ótrúlegt

Ég var undrandi að heyra af niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms Reykjavíkur í meintu nauðgunarmáli á Hótel Sögu. Ég er ósammála niðurstöðu dómsins og get ekki með neinu móti fallist á það að einstaklingur þurfi að láta limlesta sig til að staðfest sé að ofbeldi sé beitt.  Ákæruvaldið verður að láta á það reyna í Hæstarétti hvort þessi vægast sagt sérstæða lagatúlkun fær staðist. Yrði sú niðurstaðan verður Alþingi að skoða hvort að nýu hegningarlögin um kynferðisbrot sem Alþingi samþykkti s.l. vor veita þolendum kynferðisafbrota nægjanlega vernd.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm íslenska réttar kerfið er bara allveg rosalega steikt ,hvað voru þeir eiginlega að pæla í þessu máli ?það er video upp taka til af þessu sem sönnunar gagn og allt ,svo þegar manneskan koma á slysadeild var hún í agalegu ástandi ,held að einn brandari sem ég heyrði einu sinni passi vel við"what do you call 10 lawers on the bottom of the osien? a good start " 

kaptein ÍSLAND, 7.7.2007 kl. 13:32

2 identicon

Jón: þú er etv með betri lagalega skilgreiningu á 'ofbeldi' sem hefði verið hægt að dæma gerandann eftir í þessu máli ?

Fransman (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sveinn Andri er afar slyngur "verjandalögmaður" og slíkir eru að mínu mati afskaplega mikilvægir hvort sem ég endilega kaupi þeirra röksemdafærslu í það eða það skiptið. Nútíminn og hans viðteknu gildi eru á rosalegri hraðferð og allt er breytingum háð áður en þú veist. Lögin og þeirra túlkun þurfa því líka að vera í sífelldri endurskoðun. 

Við búum við ofboðslega ofbeldisdýrkun og kynlífshæp og það er einhver skipulögð maskína sem heldur því að okkur. Þessi innræting hefur án efa áhrif og breytir okkar viðhorfum. Þessi sama maskína á stjórnmálamenn og þá sem skrifa lög fyrir þá og líka varðhunda á fjölmiðlum. Ég lít því á Svein Andra sem "gagnvísi" fyrst og fremst.

Baldur Fjölnisson, 8.7.2007 kl. 00:35

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég sem sagt byggi meira á málsvörn og rökstuðningi Sveins Andra en öllu heimsins væli grátkellinga. Virðingarfyllst, Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 8.7.2007 kl. 01:07

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Fyrir nokkrum árum horfði ég á sjónvarpsviðtal í amerískri stöð við nauðgara sem dæmdur hafði verið fyrir tugi naugðgana.  Það sem mér fannst athyglisverðast í viðtalinu var sú fullyrðing hans að u.þ.b. helmingur af fórnarlömbunum "frysu", hreyfðu hvorki legg né lið né gáfu frá sér hljóð.  

Viðtalið var mjög opinskátt og lýsti þessi illvirki því að honum fannst slíkar nauðganir "misheppnaðar".  "Bestu" nauðganirnar voru að hans mati þegar fórnarlömbin veitti harðra mótspyrnu.  Þessi maður sem ég held að hafi endað æfina með eitursprautu eða í rafmagnsstólnum ritaði bók um þar sem hann sagði opinskátt frá ótrúlegum ofbeldisferli sínum.  Verst að ég man ekki hvað hann hét.  Í ljósi þessa og að nauðgun geti ekki orðið án líkamlegrar mótspyrnu fær því dómurinn ekki staðist laga- eða skynsemirök.

Ég er því sammála að túlkun dómarana á 1. mgr. 194. gr. hgl.  sé einhver sú sérstæðasta sem ég hef séð í svona málum.

Sveiattann! 

Sveinn Ingi Lýðsson, 8.7.2007 kl. 10:33

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Er ekki kominn timi til að við fólkið í landinu kjósum dómara í Héraðsdóm og Hæstarétt?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 8.7.2007 kl. 12:53

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Baldur er beðinn um að fræða okkur um nákvæma merkingu slettunnar "hæp". Sjálfur hef ég ekki nennt að fletta því upp í orðabók (trúlega hype), eflaust af því að mér finnst það ófagurt ásýndum, og efast ég um að nema í mesta lagi 20% þjóðarinnar skilji þetta orðskrípi. En ég treysti Baldri til að upplýsa okkur í málinu ...

Jón Valur Jensson, 8.7.2007 kl. 13:11

8 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sæll Jón.

Já, auðvita er það útí hött að konur verði að láta limlesta sig til að fá nauðgunardóm. Ég hef haft konu í meðferð vegna kvíðaraskanna ("post traumatic stress") eftir nauðgun þar sem alls engu líkamlegu ofbeldi var beitt. Þessi kona hafði sem barn verið fórnarlamb líkamlegs ofbeldis þar sem eldri karlmaður barði hana reglulega (ekki kynferðislega) svo hún verður eins og lömuð af hræðslu þegar hótun um ofbeldi liggur í loftinu. Í umræddri nauðgun hafði maðurinn hótað henni ef hún léti ekki að vilja hans.

Þetta er alþekkt sálfræðilegt fyrirbæri og í raun merkilegt að dómarar séu ekki meðvitaðir um það. En auðvita veit ég ekki allar staðreyndir málsins og geri mér fulla grein fyrir að svona mál er oft erfitt að dæma. Það er e.t.v. kominn tími til að endurskilgreina hugtakið "ofbeldi" í lagalegum skilningi?

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.7.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 4326
  • Frá upphafi: 2458869

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 3978
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband