9.7.2007 | 23:32
Mótvægisaðgerð 1. Bætur til útlendinga.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur kynnt mótvægisaðgerð nr. 1 vegna minnkunar þorskafla á næsta fiksveiðiári. Félagsmálaráðherra heitir því að hugsa vel um þá útlendinga sem hugsanlega munu missa vinnuna og gæta að félagslegri stöðu þeirra. Fallega hugsað í sjálfu sér.
Fyrir síðustu kosningar gagnrýndi Samfylkingarfólk okkur Frjálslynd fyrir að vara við óheftu flæði útlendinga til landsins. Þá sögðu þau í Samfylkingunni að þetta fólk eins og þau kölluðu útlendinga sem vinna hér mundi fara þegar atvinna drægist saman í landinu. Nú er komin upp önnur hlið á krónunni. Þegar atvinna dregst saman þá eiga útlendingar sem missa vinnuna ekki að fara þeir eiga að lifa á íslenska velferðarkerfinu. Það var einmitt þessi raunveruleiki sem ég benti á. Fólkið fer ekki. Af hverju ætti Filipseyingur að fara þegar hann fær tíu sinnum meiri peninga úr atvinnuleysisbótum á Íslandi en hann fengi fyrir fullan vinnudag á Filipseyjum.
En það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður. Það er alltaf einhver sem borgar. Þessa velferð Jóhönnu mótvægisaðgerð nr. 1 bætur til útlendinga greiða skattgreiðendur. Ekki kvótagreifarnir, ekki þeir sem nýttu sér vinnuframlag fólksins.
Venjulegir skattgreiðendur greiða. Nú skiptir miklu að vera kvótagreifi og hafa selt kvótann og lifa af fjármagnstekjum og þurfa ekki að borga nema 10% fjármagnstekjuskatt. Þeir sem ekki fengu þúsund milljarðana gefins frá Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni, Þorsteini Pálssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni, Geir Haarde og fleirum þurfa að borga mótvægisaðgerð 1 bætur til útlendinga og aðrar mótvægisaðgerðir. Hinir sleppa af því að það er vitlaust gefið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 448
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 4962
- Frá upphafi: 2426832
Annað
- Innlit í dag: 419
- Innlit sl. viku: 4607
- Gestir í dag: 408
- IP-tölur í dag: 383
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég er algerlega ósammála fyrri ræðumanni. Ef innfluttningur á erlendu vinnuafli hefði verið heftur væru þessi störf sem fyrri ræðumaður bendir á betur borguð og vinnuveitendur tilneyddir að hækka kaupið. Fyrir 10 árum síðan þótti ekkert að því að vinna í fiski enda ekki flutt inn erlent vinnuafl í stórum stíl.
Fyrir vinnuveitendur að velja á milli Íslendings sem þekkir sinn rétt í vinnu og borga honum kannski 1000 kr á tímann og svo innflytjandi sem þekkir ekki sinn rétt en fer fram á 500 kr á tímann - hvorn velur vinnuveitandinn?
Ásta (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 09:15
Það væri nú þjóðráð hjá Óskari, að kynna sér málið nokkuð.
Atvinnuleysisbætur eru nú þegar greiddar í nokkru mæli til útlendinga, bæði frá EU löndunum og utan þeirra.
Síðan væri ekki úr vegi, að hann kynnti sér, hvernig þessum málum er háttað hjá Félagsþjónustunni (Velferðasviði Rvíkurborgar ofl sveitafélögum.) Þá kæmi önnur mynd fram en hann hér vill kynna.
Ef það er vilji manna,. að greiða framfærslu fátækra útlendinga eru verkefnin næg. Til að slá á eitthvað af örbyrgðinni nægja tekjur ríkisins afar stutt.
Svona bull og vitleysa er ekkert annað en sullumbull. Menn að reyna að slá sig til hugumstórs riddara í manngæsku.
Við hin, sem erum á jörðinni um eigin góðmennsku og borgum brúsann, látum okkur fátt um finnast en kvörtum ekki,---það erekki samkvæmt pólitískum rétttrúnaði.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 10.7.2007 kl. 09:27
Heyrðu mig nafni, af hverju ertu svona hræddur við útlendinga sem að koma hingað til að vinna hörðum höndum störf sem að herraþjóðin Íslendingar telja oft vera fyrir neðan sína virðingu ?Útlendingar sem að oftar en ekki hafa áunnið sér þann rétt að hljóta atvinnuleysisbætur ? Sem lagt hafa sitt til að við getum velst um í svokölluðu góðæri . Hver er svo hæfur til að koma hingað til að vinna ? Er allt í lagi að Sví missi hér vinnuna, en ekki Rúmeni eða Filippseyingur? . Þetta hljómar eins og Íslensk Apartheit útgáfa .
Það hlaut að koma að því að við fengjum stjórnmálamenn hér sem að eru íslensk útgáfa af öfgasinnuðum amerískum Republikönum.
Jón Elíasson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 12:52
Þetta er lélegur útúrsnúningur úr málflutningi Samfylkingarinnar gagnvart umræðu Frjálstynda flokksins um málefni útlendinga.
Í fyrsta lagi snýst deilumálið aðeins um frjálst flæði fólks innan EES en ekki fólks utan þess svæðis eins og Filippseyinga. Þvert á móti hefur þetta frjálsa flæði innan EES nánast lokað landinu fyrir fólki frá löndum utan EES eins og Filipseyingum. Það hafa því færri komið til landsins þaðan en hefði orði ef farið hefði verið eftir tillögum Frjálsynda flokskins.
Í öðru lagi er hið mikla flæði Pólverja og ríksiborgara annarra fátækari EES landa síðustu tvö árin fyrst og fremst einstaklinar, sem komnir eru hingað til að vinna sér inn pening og hafa engin tengsl við landið og koma ekki með fjöslkyldur sínar hingað og ætla í fæstum tilfellum að setjast hér að til frambúðar. Þessir aðilar hafa sama rétt til vinnu á nánast öllu EES svæðinu og hér á landi öfugt við til dæmis Filipseyjinga, sem hingað koma. Þessir aðilar munu að öllum líkindum fara aftur úr landinu verði þeir atvinnulausir meðan vinnu er enn að hafa annars staðar á EES svæðinu öfugt við það, sem Filipseygingar og aðrir ríksborgarar fátækra ríkja utan EES munu gera.
Fiskverkafólkið úti á landsbyggðinni er hins vegar í flestum tilfellum fólk, sem hefur verið hér lengi og hefur fjöslkyldur sínar hér á landi. Þetta fólk var í mörgum tilfellum komið hingað löngu áður en þennslan varð hér á vinnumarkaði, löngu fyrir 1. maí 2005 og í mörgum tilfellum löngu áður en Frjálsyndi flokkurinn var stofnaður. Þetta fólk kom einfaldlega í sjáfarpláss, sem Íslendingar voru að flytja frá í stórum stíl og hefur haldið þessum litlu byggðarlögum gangandi með útsvarsgreiðslum sínum og hefur í mörgum tilfellum komið í veg fyrir að þau yrðu að hálfgerðum draugabæjum með stóran hluta húsa með hlerum fyrir gluggum. Þetta fólk hefur ákveðið að gera Ísland að sínu framtíðarheimili og mun því væntanlega ekki fara þó það verði atvinnulaust. Þó einhver kostnaður hljótist af því að aðstoða þetta fólk ef það missir vinnuna vegna kvótaskerðingar er það aðeins lítið brot af því, sem það hefur skilað til samfélagsins hingað til op á væntenlega eftir að skila til samfélagsins þegar það hefur aftur fengið vinnu.
Svo skulum við ekki gleyma því að ef farið hefði verið eftir tillögum Frjálsynda flokksins í málefnum útlendinga ættu Íslendingar, sem missa vinnuna vegna kvótaskerðignar, erfiðara með að ná sér í aðra vinnu í öðrum löndum EES svæðisins en þeir hafa nú vegna þeirra refsiaðgerða, sem nánast örugglega hefðu fylgt þeim takmörkunum á rétti ríkisborgara þeirra landa til að vinna hér, sem Fjrálslyndi flokkurinn lagði til. Þeir hefðu því haft takmarkaðri möguleika til að ná sér í aðra vinnu í staðinn en þeir þó hafa í dag.Sigurður M Grétarsson, 10.7.2007 kl. 13:08
Ef ég ákveð að flytja með fjölskylduna til tja... segjum bara Póllands. Myndi yngra barnið mitt fá forgang í leikskóla þar og það eldra einhverja sérþjónustu í grunnskólanum? Myndi ég fá bætur frá ríkinu ef illa gengi í rekstri fyrirtækisins sem ég væri að vinna hjá?
Ég bara spyr eins og fáfróð kona. Get einhvern veginn ekki ímyndað mér að aðrar þjóðir tækju svona á móti okkur, sérstaklega ekki þær sem ekki geta sinnt sínum eigin innfæddu þegnum.
Ég hef ekkert á móti útlendingum af neinu þjóðerni. Finnst allt í lagi að leyfa þeim að koma og jafnvel vinna hérna en mér finnst það ekki fínt þegar þeir eru orðnir svo margir að manni finnst maður vera útlendingur í heimsókn í eigin landi. Ég hef aldrei talið mig fordómafulla en satt að segja er ég farin að hallast að því að kannski sé ég það.
Hulda (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 18:43
Sæll Jón,
ég á bágt með að sjá tilganginn með þessum skrifum þínum. Markmið tilveru okkar er að létta undir með öðrum. Ég get ekki upplifað uppbyggilega jákvæða strauma í þessum skrifum þínum. Fólk af erlendu bergi hefur áunnið sér rétt eftir margra ára vinnu á Íslandi til atvinnuleysisbóta og er ekkert rangt við það. Að kvótagreifar græði réttlætir ekki ranglæti.
Ég sjálfur bjó erlendis árum saman eingöngu í þeim tilgangi að afla mér menntunar til að verða góður læknir á Íslandi. Það vissu allir að ég færi um leið og ég væri búinn að krækja mér í þá menntun. Aldrei borgaði íslenska ríkið krónu fyrir þá sérmenntun, það gerðu sænskir skattgreiðendur. Þegar ég og mínir urðum veikir og ef við hefðum orðið atvinnulaus stóð okkur til boða öll þau réttindi sem innfæddir höfðu.
"Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður skuluð þið og þeim gjöra"
Við búum að minnsta kosti í kristnu þjóðfélagi Jón.
Gunnar Skúli Ármannsson, 10.7.2007 kl. 22:23
Ég vil að við hjálpum fólki í samræmi við kristnar lífsskoðanir. Gunnar Skúli ég er að benda á að það sem Samfylkingarfólkið sagði fyrir kosningar er rangt en það sem ég sagði er að koma á daginn. Ég er líka að benda á að það eru ekki kvótagreifarnir sem fengu 1000 milljarða að gjöf sem borga þegar harðnar á dalnum. Það er venjulegt fólk sem getur ekki lifað af fjármagnstekjum.
Jón Magnússon, 10.7.2007 kl. 22:59
Jón, þú hefur ekki sýnt fram á að neitt hafi verið rangt af því, sem Samfylkingarfólk sagði um þetta mál fyrir kostningar og þaðan af síður að eitthvað sé að koma á daginn af fáránlegum málflutingi ykkar Frjálslyndra í málefnum útlendinga.
Til að byrja með eru flestir þeir útlendingar, sem eru að vinna í fiskvinnu úti á landi, búnir að vera hér frá því áður en Austur Evrópuríkin gengu í Evrópusambandið og opnuðu þar með vinnumarkað gagnvart fólki, sem áhuga hafði á að koma til Íslands og vinna í fisti. Hvað varðar tímabilið eftir að opnað var fyrir frjálst flæði ríksiborgara þessara Austur Evrópuríkja til landsins á grundvelli EES samningsins þá hætti á móti að koma fólk til þessara starfa frá ríkjum utan EES vegna þess að ríkisborgarar þessara nýju fátæku Austur Evrópuríkja öðluðust þá forgang fram yfir þá.
Ef farið hefði verið að ykkar tillögum þá hefðu áfram komið til landsins í fiskvinnu fólk frá ríkjum utan EES landanna auk þess, sem ríksiborgarar EES landanna hefðu þurft atvinnuleyfi til að koma hér til vinnu. Það hefðu hins vegar ekki komið færri útlendingar í þessa fiskvinnu því þessar aðgerðir hefðu ekki aukið áhuga Íslendinga á þessari vinnu. Við stæðum því uppi með mun fleiri ríkisborgara utan EES, sem væru nú að missa vinnuna vegna samdráttar í veiðum heldur en við gerum nú auk þess sem Austur Evrópubúarnir þyrftu atvinnuleyfi hér til að ná sér í aðra vinnu.
Vegna þess að blessunarlega var ekki farið eftir bullinu í ykkur Frjálslyndum geta ríkisborgarar EES landa, sem missa vinnuna í fiskvinnu úti á landi hoppað upp í bílinn sinn og ekið þangað, sem vinnu er að hafa og ráðið sig á staðnum. Vandamálið er því minna en það væri ef þið hefðuð fengið að ráða. Þar kemur bæði til að við stöndum uppi með færri atvinnulausa frá ríkjum utan EES en væri ef ykkar tillögur hefðu verið ofan á auk þess, sem ríkisborgarar EES landa þurfa ekki að fara í gegnum atvinnuleyfisumsókn til að ráða sig annað í vinnu.
Til viðbótar við þetta standa Íslendingar, sem nú missa vinnuna í betri sporum vegna þess að þeir hafa nú allt EES svæðið til að finna aðra vinnu en ættu mun erfiðara með að fá finnu annars staðar á EES svæinu en Íslandi ef ykkar hugmyndir hefðu orðið ofan á vegna refsiaðgerða Evrópusambandsins, sem að öllum líkindum hefðu fylgt því ef við hefðum farið út í þær aðgerðir, sem þið Frjálslyndir lögðu til.
Það er því síður en svo að það vandamál, sem nú er uppi vegna samdráttar í veiðiheimildum, sýni fram á að þið höfðuð rétt fyrir ykkur heldur þvert á móti. Málfultingur ykkar í málefnum útlendinga er jafn fráránlegur í dag og hann var fyrir kosningar.
Sigurður M Grétarsson, 11.7.2007 kl. 13:46
Sæll Jón,
ég er þér sammála að málflutningur annarra flokka í kosningabaráttunni var mjög ranglátur í tengslum við útlendingamálin. Þeir voru með mikinn tvískinnung í sínum málflutningi. Enda kemur það á daginn núna að þeir takmarka aðkomu sumra til landsins.
Það sem stuðaði mig í skrifum þínum var að mér fannst sem þú sæir eftir atvinnuleysisbótum til útlendinga. Að þú gerir greinarmun á þeim og Íslendingum.
Því snöggreiddist ég þér og skrifaði þetta litla blogg. Þegar ég les grein þína betur þá er ég í vafa. Aftur á móti var athugasemd mín of hvöss og bið ég þig afsökunar á því.
Það sem ég hef áhyggjur af er að sennilega vilja margir túlka skrif þín á versta veg og stimpla þig sem rasista. Í raun hefur alltaf umræða um þessi mál verið eins og að ganga yfir jarðsprengjubelti. Því held ég að í öllum skrifum um slík mál megi aldrei örla á neinu sem hægt er að mistúlka.
Gangi þér allt í haginn.
Gunnar Skúli Ármannsson, 11.7.2007 kl. 23:43
Þakka þér fyrir Gunnar Skúli. Ég veit að þessi umræða er vandmeðfarin. Það er reynt að snúa út úr öllu sem sagt er í þessu efni. Vinur minn sem býr í Svíþjóð segir að svo sé komið þar að þeir sem flaggi sænska fánanum geti átt það á hættu að vera stimplaðir rasistar. Ég fékk minn skammt í vetur. Það sem ég hef verið að benda á hefur ekkert með kynþátt eða lönd að gera. Það eru bara spurningar um þróun okkar þjóðfélags og hvert við viljum stefna. Það eru þær spurningar sem ég hef haft uppi og bent á álagið á félagsmálakerfið og félagsleg undirboð.
Jón Magnússon, 12.7.2007 kl. 16:31
Viðar. Hvernig getur Sjálfstæðisflokkurinn hafa afsalað sér orðtækinu "stétt með stétt" þegar hann samþykkti hluti, sem hafa leitt til meiri hagvaxtar, minni verðbólgi, hærri skatttekna ríkis og sveitafélaga, minna neiðarástands á umönnunarstofnunum og leikskólum, minni fólksfækkunar á landsbyggðinni, minni hækkunar húsnæðisverðs og þar með almennt betri afkomu almennings?
Gunnar. Það hafa ekki margir verið að kalla þá "rasista" sem hafa verið með heilbrigða umræðu um málefni útlendinga. Þeir hafa hins vegar verið kallaðir þessu nafni af mögrum, sem hafa fyrst og fremst talað um útlendinga sem smitbera, glæpamenn, hryðjuverkamenn, menn sem draga að sér erlenda glæpahringa, afætur, menn sem veikja velferðarkerfið og menn sem stela vinnunni af Íslendingum. Það er með þessum formerkjum, sem stór hluti stuðningsmanna Frjalsynda flokksins hefur talað um útlendinga þar með taldir sumir forustumanna hans og það er þess vegna, sem þeir hafa fengið þennan stimpil á sig.
Frjálslyndir byrjuðu ekki umræðuna um málefni útlendinga. Bæði Samfylkingin og Vinstri grænir höðu vakið máls á því að bæta þyrfti íslenskukennslu útlendinga og að það þyrfti að passa betur upp á að ekki væri verið að svína á réttindum þeirra. Munurinn á þeim og Frjálsyndum er sá að þeir töluðu um vandamáli á þeim nótum að stjórnvöld væru ekki að standa sig en ekki á þeim nótum að útlendingarnir væru of margir og því væru útelndingarnir vandamálið.
Sigurður M Grétarsson, 12.7.2007 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.