Leita í fréttum mbl.is

Þegar stjórnvöld bregðast þá hvað?

Lyf eru margfalt dýrari á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Aðalsteinn Arnarson hefur boðið upp á þá þjónustu í gegn um vefsíðuna minlyf.net að kaupa lyf í Svíþjóð.  Hann bendir á að lyf eru margfalt ódýrari þar og tekin eru dæmi af þremur lyfjum blóðfitulyfi, blóðþrýstingslyfi og þunglyndislyfi og hér eru þessi lyf níu sinnum dýrari en í Svíþjóð.  Talað hefur verið um að lyf væru almennt þrisvar sinnum dýrari hér en í Svíþjóð. 

Lengi hefur verið vitað að lyf eru miklu dýrari hér en í nágrannalöndum okkar en stjórnvöld og heilbrigðisráðherrar hafa brugðist hver af öðrum. Þegar stjórnvöld bregðast þeirri skyldu sinni að tryggja sjúklingum lyf á sambærilegu verði og er á hinum Norðurlöndunum hvað er þetta fólk þá að hugsa.

Nýr heilbrigðisráðherra segist ætla að taka þessi mál föstum tökum. Helst er á honum að skilja að setja eigi málið í nefnd sem á að skilgreina vandann.  Vandinn hefur þegar verið skilgreindur. Verð er hátt þar sem samkeppni er ekki næg. Verð á lyfjum hér á landi sýnir að eitthvað er að og stjórnvöldum ber skylda til að bregðast við strax. Ekki eftir marga mánuði heldur strax. Heilbrigðisráðherra á að skipa aðgerðarhóp til að tryggja að innan 30 daga verði lyf á sambærilegu verði á Íslandi og í Svíþjóð. 

Við skulum leyfa heilbrigðisráðherra að njóta vafans en komi til þess að starfsemi Aðalsteins Árnasonar verði stöðvuð af Lyfjastofnun og honum meinað að aðstoða fólk við að fá lyf margfalt ódýrari ber heilbrigðisráðherra þann sama dag að gera ráðstafanir til að ríkisvaldið hlutist til um að sambærileg starfsemi og þjónusta verði í boði til að koma í veg fyrir lyfjaokrið.

En bregðist stjórnvöld en einu sinni hvað gerum við þá? Látum þá sem ráða ekki í friði fyrr en þeir eru búnir að gera skyldu sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Hvað veldur því að lyf á Íslandi eru allt upp í 10 sinnum dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum? 

Jens Guð, 11.7.2007 kl. 00:30

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já hér þarf nú aldeilis að fara að taka til í málum Jón, heldur betur.

Það verður mjög fróðlegt að vita hvað stendur í bréfi til læknisins í Svíþjóð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.7.2007 kl. 01:32

3 Smámynd: Þórir Kjartansson

Já, þetta er eitt af þessum augljósu óréttlætismálum, sem eru látin óátalin af stjórnvöldum hér ár eftir ár. 

Þórir Kjartansson, 11.7.2007 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 497
  • Sl. sólarhring: 515
  • Sl. viku: 5011
  • Frá upphafi: 2426881

Annað

  • Innlit í dag: 461
  • Innlit sl. viku: 4649
  • Gestir í dag: 443
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband