Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ber stjórnvöldum skylda til að tryggja lyf á lágmarksverði?

Nokkrir hafa haft samband við mig og lýst þeirri skoðun sinni að það færi í báq við frjálsa samkeppni og viðhorf mín í markaðsmálum að gera kröfu til að stjórnvöld tryggi sjúklingum lyf á lágmarksverði. Það er ekki rétt.

Markaðshyggjan byggir á því að þegar einokunar- eða fákeppnisaðilar koma í veg fyrir eðlilega samkeppni og verðlagningu þá ber ríkisvaldinu að grípa til ráðstafana til að tryggja eðlilega samkeppni. Hugmyndafræði markaðsþjóðfélagsins byggir á því að með frjálsri og virkri samkeppni sé neytendum tryggð hagstæðustu kjör. Þegar þau kjör eru ekki í boði þá er eitthvað að. Samkeppnin er skekkt eða ekki fyrir hendi. Þá ber stjórnvöldum að grípa inn í.

Lyf eru vara sem fólk þarf á að halda hvort sem því líkar betur eða verr. Það getur ekki nýtt þann valkost að sleppa því að kaupa lyfið. Við slíkar aðstæður er ennþá brýnni nauðsyn til að gæta almannahagsmuna með virku eftirliti með lyfjamarkaðnum og inngripi í verðlagningu gerist þess þörf og þess er þörf núna það sýnir verðmunur á lyfjum hér og í nágrannalöndum okkar.

Ég sá vísað til þess hvaða hugmyndir fráfarandi heilbrigðisráðherra hafði sett fram í þessu máli. Þær hugmyndir ganga allt of skammt. Það eru milljarða hagsmunir sjúklinga og skattgreiðenda að eðlilegt lyfjaverð sé til staðar í landinu. Þess vegna dugar ekkert hálfkák.

Í lengstu lög vona ég að aðili komi inn á íslenskan lyfjamarkað sem bjóði lyf á sama verði og lyf eru boðin til sölu á í Svíþjóð en meðan verðmunur er þrefaldur og allt að tífaldur þá er samkeppnin ekki að virka hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta er algerlega kórrétt hjá þér.  EN,--þetta á við í avo afar mörgu hér hjá okkur á landinu bláa.

Timbursali var í viðtali í fjölmilum, (eftirmiðdagsþætti á Bylgjunni hjá honum Togga í Tempo) hvar hann útlistaði ,,ástæður" fyrir verulegri hækkun á pallaefni hjá HúsKó.  Þar fór hann yfir allskonar ástæður fyrir nánast tvöföldun verðs á þessari afurð. 

Ég kíkti á vefinn, hvar verð á alþjóðamarkaði á hinum aðskiljanlegu efnum er tíundað, verðþróun og hvaðeina.  ÞAr kom fram, að Fura hefði LÆKKAÐ í verði einnig nýjar tegundir harðviðar.  ÞEtta var sögð ástæða þess, að IKEA hefði LÆKKAÐ húsgögn í verði sem gerð væru úr þessu hráefni.

Ekki múkk frá Verðlagseftirliti, ne´samkeppnisstofnun. 

ASÍ birtir verðkannanir um verð á matvöru, eftir skattalækkanir yfirvalda.  Taka að vísu ekki fram, að auk skattalækkana hefði Krónan okkar styrkst verulega ofan í  kaupið.

Ekki hóst frá verðlagsyfirvöldum, ne´samkeppniseftirlitinu.

Frakt sem minni innflytjendur og raunar útflytjendur líka, þurfa að greiða er ekki í nokkru samræmi við það sem gerist á eyrinni í alþjóðlegum fraktprísum.

Frændi minn, sem býr í  Boston, getur keypt miða til og frá Íslandi við nærri þriðjungi þess verðs, sem upp er sett fyrir okkur mörlandann.  Þar virðist aðallega ráða, hvar miðinn er keyptur eða hvar ferðin byrjar.

Hefur svosem komið í umræðuna áður EN ekki múkk frá samkeppnisyfirvöldum, né öðrum þeim, sem eiga að fylgjast með, að ekki sé okrað á okkur.

Frelsið er dásamlegt en frelsi eins má ekki verða helsi annars, líkt og er með fjármagnskostnað.

M.ö.o hvernig er þetta með Bankalögin?  Þar stendur skýrt, að lánastofnanir SKULI selja hið snarasta þær eignir sem þau ,,þurfa" að leysa til sín á uppboðum og uppboðsandlagið megi ekki setja inn í fasteignafyrirtæki.  Af hverju er þessum lögum EKKERT framfylgt??

ÞAð eru svo margir lagabálkar, sem eiga við hia stór, sem eru nánast dauðir EN lagabókstafurinn um Nytjastuld á einhverju  og hnupl er sko bráðlifandi og finna okkar minnstu bræður svo sannanlega fyrir því á sínu skinni.

Miðbæjaríhaldið

Alið upp við að gjöra skuli rétt og þola ei órétt og það sem einum er bannað, skuli aðrir ei gjöra í krafti ,,eigna sinna" 

Semsagt, svoa réttur og sléttur íhldsmaður af gamla skólanum og kann ekkert á þessa nýfrjálshyggju

Bjarni Kjartansson, 11.7.2007 kl. 11:58

2 identicon

Bjarni, mér þykir rétt að benda þér á að Verðlagsstofnun á Íslandi voru lögð niður fyrir þónokkuð löngu þannig að ég myndi ekki bíða í ofvæni eftir "múkki" frá þeim, né þá heldur Samkeppnisstofnun sem heyrir jafnframt sögunni til.

Hinsvegar ef þú gluggar í samkeppnislögin myndiru eiga erfitt með að finna heimildir sem Samkeppniseftirlitið hefur til að beita sér við þær aðstæður sem þú lýsir. Þar er ekki með nokkru móti hægt að lesa úr að hlutverk samkeppnisyfirvalda sé að koma í veg fyrir að "okrað" sé á landanum. Samkeppnisyfrvöld eiga að leitast við að skapa aðstæður þar sem frjáls samkeppni þrífst, uppræta ólögmætt samráð, koma í veg fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu, hafa eftirlit með samrunum og reyna að hafa áhrif á aðgerðir hins opinbera og lagasetningu til að tryggja að samkeppni geti þrifist í landinu, lykilorðið er geti.

Samkeppnisyfirvöld hafa hisnvegar það hlutverk að tryggja að við þær aðstæður sem þú t.d. lýsir á timburmarkaði geti nýr aðili hafið rekstur, flutt inn timbur erlendis frá og selt miklu lægra verði en "okrararnir" og síðan gripið inn í ef stóru aðilarnir á markaðnum færu að viðhafa tilburði sem beinast að því að bola hinum nýja aðila útaf markaðnum s.s. með skaðlegri undirverðlagningu.

Það er gott og blessað að vera íhaldsmaður af gamla skólanum en er ekki sanngjarnt að kynna sér málið a.m.k. að einhverju leyti áður en maður fer að úthrópa aðilum fyrir að vera ekki að sinna hlutverki sínu?

Einn áhugasamur um "nýfrjálshyggju" (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 34
  • Sl. sólarhring: 1061
  • Sl. viku: 4337
  • Frá upphafi: 2458880

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 3986
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband