Leita í fréttum mbl.is

Afnám vörugjalda

Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að vörugjöld verði afnumin og undir það taka samtök verslunar og þjónustu. Samkvæmt greinargerð sem Samtök atvinnulífsins hafa látið gera þá mundi afnmám vörugjalds leiða til þess að verðlag hér á landi yrði svipað og í nágrannalöndum okkar og afnmám vörugjalds á heimilistæki og byggingarvörur mundi stuðla að bættum hag lág- og miðtekjufólks.

Ég tek undir það að nauðsynlegt er að afnema þessa séríslensku skattheimtu sem vörugjaldið er. Slíkur skattur sem og tollar og innflutningshöft hefta frelsi borgarana til að gera hagkvæm viðskipti. Þá skiptir máli að verðlag hér verði það sama og annarsstaðar í okkar heimshluta En meira verður að koma til en afnám vörugjalda.

Samkvæmt nýustu könnun ASÍ á verðlagi á mat- og nýlenduvörum þá hafði lækkun vörugjalda og vsk. skatts einungis áhrif til lækkunar vöruverðs að hluta til í bili. Síðan virðist verðið vera að þokast upp þannig að verslunin er að taka til sín lækkanirnar á opinberum gjöldum.  Hver er afsökunin fyrir því. Hvað segja talsmenn Samtaka atvinnulífsisn og verslunarinnar um það.

Skortir á að um sé að ræða virka samkeppni í landinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Hver er hagur verslunarinnar að tollar og vörugjöld séu lækkuð? Er það ekki sami hagur þeirra og lækkun á virðisauka sem, eins og þú segir sjálfur "þannig að verslunin er að taka til sín lækkanir á opinberum gjöldum". Vantar verslunina fleiri opinber gjöld til að taka til sín?

Ég veit fátt grunnsamlegra en að SA eða samtök verslunar séu að krefjast lækkunar á gjöldum til neytenda. Ekki borgar verslunin gjöldin, það eru við neytendur sem borgum þau.

Ég vil frekar greiða til hins opinbera gjöld sem fara í sameiginlegan sjóð okkar allra, ríkissjóð. Heldur en að greiða meira en orðið er í sjóði verslananna. Sem sumt verður að spilapeningum fárra manna á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Verkefni ríkisstjórnarinnar þarf að borgar á einn eða annan hátt. Skattur eða vörugjöld - sitthvort nafnið á sama hlutnum og á endanum þurfum við skattgreiðendur hvort eð er að borga reikninginn.

Ég vil frekar hagsýna stjórnun á útgjöldum ríkissjóðs og lækkun tekjuskatta í kjölfarið. Sérstaklega lækkun á þá launalægri.

Júlíus Sigurþórsson, 11.7.2007 kl. 15:32

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hér þarf meira til en lækkun tiltekinna gjalda.

Hér þurfa menn að einhenda sér í, ða kemba samsetningu álagningar.  Það er gömul saga og ný, að menn sem bæði eiga fyrirtæjkin, sem selja innlendum fyrirtækjum og innlendu fyrirtækin líka, eiga sterkustu tökin í flutningsfyrirtækjunum og að ekki sé talað um bankana, geta ráðið innkaupsverði, flutningskosnaði og hverju því, sem verðmyndunin ræðst af.

Hér er tollað af CIF verði vöru, semsagt, flutningur og tryggingar eru tollaðar og síðan lagður virðisaukaskattur á alltsaman.

HVurgi sem ég þekki til er þessu svona háttað.  Ævinlega er notast við FOB verð eða FAS.

Einokun, gersamlega eftirlitslaust ríður nú húsum.  Ég bloggaði inn til þín um hækkanir á timbri he´r og bar saman við IKEA og heimsmarkaðsveerðið.

He´r er ekkert svona skoðað.

SVo annað.

Þú ert lögfræðingur.  Hvernig má það vera, að lög um tollun og tollskoðun, gildi bara um pupulinn en ekki ríka liðið sem flýgur milli álfa á einkaþotum?

Bý við enda flugvallarins í Rvík og daglega koma inn til lendingar þotur, líklega að koma langan veg, lögnu eftir að allir Tollarar eru löngu farnir.

Ég lærði Einkaflug hér í denn, þar kemur skýrt fram, að flugför, sem koma erlendis frá, verða að tiljkynna sig og fá upp TOLLSTÖÐ.  Þá ber Flugumferðaryfirvöldum, að beina þeim flugförum að næstu tollhöfn, hvar vakt tollvarða er skipulögð og virk.

Þetta gildir, þegar litla Gunna er aðkoma frá Grænlandi, hún er sko tolluð við lendingu. En ekki stóri Bersi, hann getur hlaupið frá borði, við lendingu án afskipta fulltrúa tollsins.

Eru sumir Jafnari en aðrir hér.

Svo annað, hverjir eiga að sjá til þess, að samningur milli Rvíkurborgar og Flugmálayfirvalda um flughreyfingar á Rvíkurflugvelli eftir kl 22,00 sé haldið?  Það er þverbrotið og þotur vekja barnabörnin mín reglulega löngu eftir miðnætti.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.7.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 148
  • Sl. sólarhring: 904
  • Sl. viku: 4451
  • Frá upphafi: 2458994

Annað

  • Innlit í dag: 122
  • Innlit sl. viku: 4082
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband