Leita í fréttum mbl.is

Nú gelta allir að Davíð

Nú gelta allir að Davíð. Af hverju núna. Sömu hávaxtastefnu hefur verið fylgt um árabil. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir Seðlabankann harkalega og fjármálaráðherra tekur undir með henni. Spurning er hvað vill ríkisstjórnin. Vill hún að hávaxta- og hágengisstefnunni verði haldið uppi af Seðlabankanum eða ekki. Meðan forsætisráðherra segir ekkert þá verður ekki annað séð en hann vilji óbreytta stefnu.

Fyrir tveim árum benti OECD á að yrði ekki breytt um stefnu stefndi í verðbólgu og kreppu á Íslandi. Þá urðu engin viðbrögð stjórnmálamanna. Þá var Davíð forsætisráðherra. Síðan höfum við haldið áfram sem aldrei fyrr. Hækkað stýrivexti og gengi krónunnar hefur hækkað með útgáfu hundruða milljarða í jöklabréfum.

Á meðan blæðir framleiðsluatvinnuvegunum og samkeppnisiðnaðinum.  Hvað vill ríkisstjórnin gera í því? Halda áfram sofandi að feigðarósi eða breyta um stefnu? Davíð Oddsson ber ekki ábyrgð á þessari gengisstefnu hún varð til löngu áður en hann kom í Seðlabankann. Hún hefur lika verið stefna ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og Árni verða að athuga það.

Engin furða að ráðherra iðnaðarmála skuli helst finna þann útveg að fjölga opinberum starfsmönnum við slíkar aðstæður svo sem hann boðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Greind mín á fjármálum finnst ekki einu sinni með rafeindasmásjá, þannig er það bara. En eitt skil ég þó að hátt gengi krónunnar er að sliga útflutningsatvinnuvegina okkar. Auk þess fatta ég það að við eigum tæplega innistæðu fyrir þessari krónu. Að samræma þessi tvö sjónarmið krefst mikillar aðgæslu og fimi. Því er það algjör frumkrafa að vor ríkisstjórn fari að velta málinu fyrir sér og mynda sér skoðun.

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.7.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Jón, pistill sem ætti að ramma inn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.7.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Johnny Bravo

Skil ekki afhverju Jóhanna, vill ekki brotlendingu, og kallar þetta hávaxtastefnu, vinnulag seðlabankans kallast verðbólgustýring. Hvað varðar Jóhönnu um að lækka stýrivexti, þegar hún ræðst á lánamöguleika þeirra verst stöddu. Vandarmál seðlabankans felst meðal annnars í því að þeir miðast ekki við vísitöluneisluverðs """án húsnæðis"""", skil að það er gott að hafa verðlag stöðugt en engin getað samfært mig um að húsaverð megi ekki hækka, það gerir það með launaskriði sem er gott og lánamöguleikum fólks sem er gott.

 Þú skrifar "lengi" og "um árabil" í pistilin, núverandi kerfi varð til 1mai 2001,  áður hreifðist krónan valla neitt og síðan hafa stýrivextir hafa verið milli 4,5 og 13,5% síðan, það má gagnrína þá fyrir að hafa lækkað þá of mikið  2002, en þá var að verða til atvinnuleysi og fyrir að  hafa ekki lækkað þá um 0,25% í mai-júni-júli td. en það kemur næst væntanlega (fer eftir ríkistjórninni) en þetta gefur ríkisstjórninni færi á að koma með vegaframkvæmdir og svona sem hefur verið frestað. Þó að sjávarútvegurinn ætti að vera gegn vegabyggingum og fá vexti niður til að fá krónuna veikari. Gæti gefið þeim 10-30% betra verð á fiskin í íslenskum krónum. Jöklabréf er oft gefin út af erlendum lánastofnunum, getum ekkert gert í því og krónan hefur verið sterkari síðustu 6árinn.

Góð grein, Jóhanna flugfreyja alveg að sleppa sér gegn Davíð, rétt þegar maður hélt að engin ætlaði að vera barnalegur með gamalt vesen í ríkistjórninni. Þingseta hennar er orðin næg, búinn að vera síðan hún hætti að vera skrifstofukona í kassagerðinni 1979. Það eitthvað svo örugt að kenna seðlabankanum um fyrirfram :-D

Johnny Bravo, 17.7.2007 kl. 10:29

4 Smámynd: Snorri Hansson

Johnny Bravo.
Þetta síðasta er öfgakennd karlremba af vestu tegund. Alþingismenn
koma alstaðar að úr þjóðfélaginu og það er vel. Ég hef ekki verið
stuðningsmaður Jóhönnu en ég viðurkenni að hún hefur átt ágæta spretti inná milli ekki síst sem ráðherra. Hrokinn í þér lítillækkar þig en ekki hana.

Snorri Hansson, 17.7.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef stýrivextir verða lækkaðir að einhverju marki mun 700 milljarðar af skammtímafjáfestingum erlendra spékúlanta hverfa úr hagkerfinu á augabragði. Afleiðingar eru ófyrirséðar en illar verða þær.  Hér stjórnar hvorki Geir né Davíð.  Þeir eru komnir út í fen, sem þeir geta ekki bakkað út úr og eina sem hægt er að gera er að bíða eftir að blaðran springi.  Öll þensla á sér jú takmörk og þa verður hvellur.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.7.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jón Steinar, hárrétt athugasemd hjá þér með jöklabréfin, afleiðingar sem yrðu af lækkun stýrivaxta. Davíð reynir að halda því ástandi á floti sem hann skapaði sjálfur á sínum pólitíska ferli. Annars skrifaði Ögmundur Jónasson ágæta grein í Mogga um helgina varðandi Íbúðalánasjóð. Holl lesning fyrir alla Íslendinga.

Þórbergur Torfason, 17.7.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband