Leita í fréttum mbl.is

Orð án innihalds

Ritstjóri Fréttablaðsins bendir á það í góðum leiðara í dag hvað orð sumra stjórnmálamanna geta verið innihaldslítil og ábyrgðarlaus. Framgangan minnir stundum á það sem segir í góðum texta Stuðmanna í einu frábærra laga þeirra "allt fyrir frægðina"

Í leiðaranum er bent á ummæli varaformanna stjórnarflokkana um lækkun áfengisverðs og hvað stór hluti tekna ríkissjóðs komi vegna áfengisgjalds. Ekki benda vararofmennirnir á hvað á að skera niður á móti. Hvorug þeirra vill raunar eða munu  beita sér fyrir niðurskurði ríkisútgjalda. Það yrði þá að hækka aðra skatta. Ummæli varaformanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru innihaldslaus pópúlismi eins og þau eru sett fram.

Í leiðaranum er einnig vikið að ummælum félagsmálaráðherra um hávaxtastefnu Seðlabankans. Á það er réttilega bent að ríkisstjórn hafi möguleika á að grípa til aðgerða gagnvart hávaxtastefnu Seðlabankans. Það er ekki bara félagsmálaráðherra sem hefur gagnrýnt hávaxtastefnuna. Orð fjármálaráðherra verða ekki skililn á annan veg en hann taki undir með félagsmálaráðherra í þeirri gagnrýni.  Ríkisstjórnin hefur valdið og getur brugðist við. Meðan ráðherrar sem gagnrýna hávaxtastefnuna gera ekki tilraun til þess að breyta orðum í athafnir þá eru orð þeirra l innihaldslítil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband