24.7.2007 | 13:19
Í lagi að skjóta danska hermenn í Írak?
Farmbjóðandi "Einingarlistans" í Danmörku við næstu þingkosningar, Asmaa Abdol- Hamid sem hér er á myndinni hefur lýst þeirri skoðun sinni að það eigi ekki að kalla þá sem standa að sprengjutilræðum í Írak hryðjuverkamenn heldur séu þeir að verja landið sitt og hafi fullan rétt til þess að drepa andstæðinga sína. Danskir hermenn eru í Írak og samkvæmt þessari skoðun frambjóðandans hafa hryðjuverkamenn í Írak fullan rétt til að drepa danska hermenn í Írak. Asmaa hefur líkt framgöngu hryðjuverkamannanna í Írak við dönsku andspyrnuhreyfinguna í seinni heimstyrjöld. Fróðlegt verður að sjá hvernig danskir kjósendur bregðast við þessum frambjóðanda.
Þetta framboð og þessi sjóanrmið sýna að það eru tvær þjóðir í Danmörku. Ákveðinn hluti Íslamista neitar að aðlaga sig að þjóðfélögum vesturlanda. Þannig er það um alla Evrópu. Á sama tíma er kristinboð bannað að viðlagðri dauðarefsingu í mörgum Íslömskum ríkjum. Umburðarlyndi okkar á ekki að setja nein takmörk að mati margra og sumir vilja jafnvel að við fórnum mannréttindum á altari fjölmenningarsamféalgsins. Að mínu mati kemur það ekki til greina. Spurning er hins vegar hvaða kröfur gerum við til þess fólks sem sækir um ríkisborgararétt hér. Á það ekki að hlíta íslenskum lögum og berjast fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar?
Danski farmbjóðandinn Asmaa telur greinilega ekki að það sé hennar hlutverk. Hjarta hennar slær ekki með eða fyrir danska hermenn í írak heldur með hryðjuverkamönnunum sem hún kallar frelishetjur. Einhverntímann hefði svona afstaða verið kölluð landráð. Umburðarlyndið hefur e.t.v. þurkað það hugtak út?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 730
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 4777
- Frá upphafi: 2427621
Annað
- Innlit í dag: 657
- Innlit sl. viku: 4417
- Gestir í dag: 620
- IP-tölur í dag: 599
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Á hvaða forsendum réðust Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra inn í Írak og hvaða rétt höfðu þeir til þess, samkvæmt alþjóðalögum? Ef ég er sama sinnis og Asmaa eru þá ekki tvær þjóðir á Íslandi? Og enda þótt ég væri ekki sama sinnis og Asmaa eru þá ekki tvær þjóðir á Íslandi samt sem áður?
Lesandi Vikunnar (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 13:45
Jón minn, þó ég sé að mörgu leiti sammála þér þá er ekkert til sem heitir Íslamisti, enda ekkert til sem heitir Íslamismi, heldur Íslam, fylgismenn þess kallast múslimar.
Danir ættu að vera fyrir löngu búnir að draga herlið sitt úr Írak, enda fásinna að fylgja BNA í utanríkisstefnu þeirra. Bandaríkjamenn sjálfir ættu sérstaklega að varast að tala um hryðjuverk, enda var það stimpillinn sem stofnfeður BNA höfðu á sér að hálfu Englandshirðar í Frelsisstríðinu. Það er líka vitað að fyrir hermönnum og þegnum Þriðja Ríkisins voru andspyrnuhreyfingarnar hryðjuhópar.
Terrorismi er hugtak sem hefur breytt um merkingu frá þeirri upprunalegu þar sem hin upprunalega var sú þegar ríki nota hryðjur (oft með því að sprengja eigin staði og saka tilbúna óvini um verknaðinn, samanber Piazza de la Fontana (Strategia della Tenzione, Ítalíu sjöunda og áttunda áratug 20 aldar) og Reichstagbrunann til þess að skerða réttindi borgara.
Það mætti segja að Patriot Act lög Bush séu hreinn Ríkis-Terrorismi, sem er upprunaleg merking orðsins, þó ég sé ekki að segja að núverandi ríkisstjórn BNA hafi staðið á bakvið 9/11 er nokkuð augljóst að hún hefur nýtt sér þau voðaverk til þess að kreppa takið á saklausum borgurum.
Ég verð stöðugt fyrir meiri og meiri vonbrigðum með nágrannalönd okkar fyrir stuðning við þessa vitleysu.
Ef hjarta einhvers slær með 'vores Danske soldater' þá viljum við þá aftur heim til baunaríkis, í stað þess að láta skjóta þá í ókunnugu landi, af fólki sem vill þá ekki þarna, í stríði sem var hafið af leiðtogum annars ríkis fyrir dularfullar og órökstuddar ástæður.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.7.2007 kl. 13:45
Ég veit ekki hvernig best er að setja inn athugasemd við þetta blogg Jón.Nema að einu leiti segum sem svo að ákvörðun muni verða tekin af sameinuðu þjóðunum um að við í okkar villimennsku skulum enn veiða hval og hlýðum ekki neinum þjóðum í þeim málum.
Á okkur verður ráðist og sagt vera að frelsa lýðinn undan ábyrðarleysi stjórnvalda og þingmenn í felum um allt land,svo best væri bara að sprengja nokkur brúðkaup og þessháttar enda eigum við fullt af hvalveiðibátum og búnaði sem auðvitað er stórhættulegur.Og auðvitað væri hugsun sameinuðuþjóðanna slík að helst bara þurrka út þetta bull allt hvernig myndir þú bregðast við maður sem á ættingja um allt land og værir sjálfur flúinn til annars lands.
Við verðum að muna að múslimar eru og verða múslimar og eru þessvegna ekki kristin trúar og ég er alls ekki að réttlæta neitt hér heldur minna okkur á umburðarlyndi til annara og muna hvaðan við komum og hvaðan,við erum öll börn guð og þú ert eins og ég duft í augum guðs.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.7.2007 kl. 13:48
Þeir eru þarna á fölskum og upplognum forsendum og leppar Breta í Kaupmannahöfn (Danmörk hefur verið leppríki Bretlands síðan Nelson eyddi danska flotanum fyrir 200 árum) bera fulla ábyrgð á þeim og þeirra afdrifum. Þar sem þetta ólöglega hernámslið þrjóskast við hafa sig á brott er ekki óeðlilegt að heimamenn í Írak beiti tiltækum aðferðum til að koma þessu af sér. Það gerðu Danir, Norðmenn, Frakkar og fleiri í seinni heimsstyrjöldinni og Nasistar kölluðu það að sjálfsögðu terrorisma enda mentalítet þeirra svipað og þeirra sem svíkja af stað stríð á upplognum forsendum þessi árin.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2007 kl. 14:24
Frambjóðandinn er aðeins að þylja upp hvað stendur í samþyktum Sameinuðu Þjóðana, að fólk hafi rétt á að nota vopnavald til að hrekja inrrásarher út úr landi þeirra. Kommarnir í Enhedslisten hafa alltaf talið þennan rétt mikilvægan og er þetta stjórnmálaskoðun alls flokksins. Það ætti því að vera augljóst að skoðun hefur ekkert með trúarskoðanir hennar að gera.
Það er að vísu nokkuð ný staða að danskir hermenn tak þátt í hernámi annara landa en Danir verða að venja sig við að árásir á hermenn hernámsveldis ekki eru terrorismi.
Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 14:39
Ég sver, sem ég stend og skrifa, að ef innrásarher ræðst einhverntíman inn í okkar land, skal ég fyrstur grípa til vopna, þjóðfrelsinu til heilla, sama hvort ég verði sakaður um hryðjuverk eður hetjudáðir. Hver sá sem ann sínu landi gerði slíkt hið sama.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 24.7.2007 kl. 14:58
Það er mikilvægt að hafa í huga að réttlætingar, lygar og falsanir Hitlers stjórnarinnar í denn líkjast mjög aðferðum fasista nútímans enda læra börnin jú það sem fyrir þeim er haft og þar að auki hafa menn logið og svikið stríð af stað á upplognum forsendum árþúsundum saman. Stríð Hitlers voru að sjálfsögðu "fyrirbyggjandi" og í "varnarskyni" - frá sjónarhóli nasistanna. Andspyrna gegn hernámsliði nasistanna og leppum þeirra var síðan kölluð terrorismi. Að sjálfsögðu snúa fasistar nútímans og aðdáendur þeirra þessu öllu á haus að vild og eftir hentugleikum.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2007 kl. 14:58
Ég er nokkuð viss um það Jón minn að ef Sovétmenn hefðu ráðist inn í Ísland með vopnavaldi fyrir 30 árum þá hefðir þú ekki kallað þá Íslendinga hryðjuverkamenn sem hefðu barist á móti þeim. Það er greinilegt á þínum skrifum að þú gerir greinarmun á því hverjir ráðast inn í lönd með vopnavaldi. Írakar eiga að "falla fram og tilbiðja" "frelsarana" frá USA á meðan þú studdir alla mótspyrnu Ungverja ´56 og Tékka ´68. Hver er munurinn? - Ég er sammála þér í því að ef að útlendingar vilja búa hér á landi verða þeir að aðlaga sig okkar þjóðfélagi. Í Íslensku orðabókinn segir að orðið frjálslyndur þýði umburðalyndur; hvar er þitt umburðarlyndi?
Sverrir Friðþjófsson (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 15:23
Það væri svo sem fyrir sig ef þeir héldu sig við að sprengja "útlenda" hermenn. En þegar lang stærsti hluti þeirra sem falla fyrir sprengjum þeirra eru samlandar þeirra, hvað kallið þið það?
Í raun eru þeir bara að sprengja allt sem þeir komast í að sprengja. Konur, börn, hermenn, samlanda og nágranna. Hvað kallið þið það? Andspyrnu? Ég held að allir þeir sem stunda hryðjuverk séu andspyrnumenn í huga sér. En þeir sem verða fyrir árásum þeirra hafi önnur orð í huga.
Að bera saman veru Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak við Nasista er náttúrulega fjarstæða. Hitler vann að 1000 ára ríki sínu og heimsyfirráðum. Hann hirti öll auðæfi hernumdra landa og batt þegna þess í þrældóm. Kaninn er að þjóðnýta sín auðævi í hernumda landinu og þjóðnýtir eigin þegna í þágu þess hernumda. En engin er hnepptur í þrælabúið og heimamenn hafa drepið mikið fleiri Íraka heldur en bandamenn hafa gert.
Júlíus Sigurþórsson, 24.7.2007 kl. 15:49
Þetta snýst fyrst og fremst um að stela auðlindum annarra og auðvitað að meina keppinautum um aðgang að þeim. Öll heimsins óskhyggja fær því ekki breytt. Svo er þetta líka trúarlegs eðlis (trúarrugludallurinn í Hvíta húsinu lét hafa eftir sér að guð hefði skipað sér að ráðast á Írak og Al-Queida) - sem sagt enn ein krossferðin.
Margir eru ótrúlega trúgjarnir og virðast aldrei geta skilið að sjúklega raðlygara ber að nota sem gagnvísi (jafnvel þó þeir séu einkavinir Davíðs Oddssonar - eða kannski sérstaklega þess vegna? )
Það er nauðsynlegt að rétta yfir stríðsglæpamönnum sem svíkja af stað stríð á upplognum forsendum og stunda hryðjuverk, pyndingar og fjöldamorð. Það var nauðsynlegt þegar tókst að stoppa fasistahyski fyrir 60 árum og er algjörlega nauðsynlegt núna. Það er rétt að hafa í huga að geðsjúklingar í æðstu stöðum í BNA trúa algjörlega gömlum trúarskræðum og á heimsendi sem þær boða sem eðilegt ferli til að komast til himnaríkis. Auðvitað er erfitt fyrir margan hundheiðinn landann að skilja slíkan hugsunargang en þessir geðsjúklingar eru sem sagt í aðstöðu til að hreinlega láta þessa spádóma rætast. Aftur; öll heimsins afneitun fær ei þessum alvarlegu hlutum breytt.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2007 kl. 16:10
Er ekki bara best að muslimarnir fari heim til sín og lagi það sem þeim finnst ekki í lagi þar, en láti okkur hér í vestur evrópu um okkar mál.
Vestur evrópulöndin ættu eft til vill að hætta afskiptum af múslimaríkjunum og láta þau sjá um sín mál.
Ragnar L Benediktsson, 24.7.2007 kl. 16:16
Það má ekki rugla saman afstöðu til innrásarinnar í Írak og yfirlýsinga að það sé í lagi að drepa hermenn frá eigin landi. Ég hef ítrekað gagnrýnt innrásina í Írak. Ég tel líka að kalla eigi erlendan her frá landinu líka dönsku hermennina. Ég vil líka láta kalla íslensku "friðargæsluliðana" í Afghanistan heim. Þó ég sé afskaplega mótfallin því að þeir skuli hafa verið sendir til Afghanistan þá óska ég þess að þeim verði ekki gert mein og þeir komist heim heilu á höldnu. En danski frambjóðandinn er á annarri skoðun varðandi eigin hermenn. Ef landið þitt á í ófriði jafnvel þó þú sért á móti ófriðnum þá stendur þú samt með þínum mönnum. Krakkarnir sem hafa verið sendir til Írak bera ekki ábyrgð á ófriðnum þar.
Jón Magnússon, 24.7.2007 kl. 18:50
Þetta hangir allt á sömu spýtunni. Það er út í hött að vera á móti herstjórninni og stríðsrekstri hennar (í þessu tilfelli dönsku ríkisstjórninni, lepp Bretlands og BNA) en með restinni af hernum.
Þetta er allt sama maskínan.
Baldur Fjölnisson, 24.7.2007 kl. 18:59
Þarna sjá menn hversu lítið okkur vantar hér mosku fyrir múhameðsmenn. Í slíkar stofnanir flykkjast múllar með svipaðar skoðanir og þessi innflytjandi til Danmerkur og spilla æskunni með svona boðskap.
Af hverju er þessi viðbjóðslega kelling ekki bara rekin úr landi fyrir föðurlandssvik, svipt innflytjendapassanum.
Burt með ykkur eins og John Howard sagði við þá múslíma í Ástralíu. Ef þið eruð ekki með okkur, samlagist okkur og virðið okkar þjóð, þá burt með ykkkur.
Halldór Jónsson, 25.7.2007 kl. 00:06
Það er augljóst Jón að mannvitsbrekkurnar af "félagsfræðikynslóðinni" láta einskis ófreistað svo grafa megi undan samfélagsgerð, sem sagði skilið við samtvinnum trúar og stjórnmála fyrir margt löngu. Gáfnaljósið Bjarnason Maack ber þar af sem gull af eiri. Ekki einu sinni hinn danski Steingrímur Joð gat tekið undir málflutning hinnar hugprúðu Asmaa. Jafnan þegar mælaborðið í bílnum okkar sýnir rauð ljós, er farið á verkstæði. Sumir sinna slíkum aðvörunum í engu og bera skaða af. Öll rauðu ljósin blikka nú skært á Vesturlöndum, vegna "fjölmenningarhyggjunnar", en enginn ætlar að hitta viðgerðarmanninn. Nema kannski þegar hann birtist í mynd einhvers skelfis. Er verið að bíða eftir því?
Gústaf Níelsson, 25.7.2007 kl. 00:50
Common strákar. Danir eru hluti af innrásarher í þessu landi. Hluti af innrás, sem var bæði ólögleg og tilefnislaus. Mér finnst gott að konan tjái sig um þetta og geri okkur ljóst hvernig þetta horfir við Írökum. Glæpahyski veður uppi í landinu þeirra rænandi og drepandi börnin þeirra svona til að hnykkja á áratuga svelti og viðskiptabönnum, sem lagði þessa þjóð á hnén. Getur hún haft aðra afstöðu?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 02:22
Klukk á þig Jón Magnússon, þú ert komin í klukkleik, þar sem þú setur upp þráð með 8 atriðum sem fáir vita um þig, segir hver klukkaði þig og klukkar svo 8 einstaklinga, nefnir þá hér, og klukkar þá svo á þeirra heimasíðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.7.2007 kl. 10:24
Ég er svo frumstæður bloggari Ásthildur að ég skil ekki hvað þú átt við með klukk. En hvað gerði ég til að verðskulda klukkið?
Jón Magnússon, 25.7.2007 kl. 11:31
Það þýðir ekkert að vera vælandi yfir þessum herjum á einhverjum þjóðernis- og rómantíkurnótum. Þetta eru valdatæki ríkisins og ríkið hefur einkaleyfi á beitingu ofbeldis og síðan stilla fjármagnsöflin síkópötum í stjórn með aðstoð fjölmiðla sem líka eru í vasanum á sömu öflum. Þetta höfum við séð gerast í sögunni eiginlega forever. Haldið þið að heilaskemmd fyrrverandi fyllibytta og dópisti á borð við Bush fari bara upp á sápukassa á einhverju torgi og lýðurinn standi á öndinni og flykkist í hrönnum til hans? Nei, þessir lyga- og falsanasjúku rugludallar sem við sjáum við stjórn austan hafs og vestan eru sérpikkaðir. Ef þú rekur bílasölu ræðurðu varla sölumann sem getur ekki logið af hugsjónaástæðum, eða hvað?
Stríð er siðdrepandi óþverri og öll stríð eru login af stað á fölskum forsendum. Heil áróðursmaskína sér síðan um að rómantíisera óþverrann og nóg er af nytsömum sakleysingjum sem gleypa við því. En tímarnir eru samt mikið að breytast. Upplýsingin er altaf að aukast. Menn þora að tjá sig. Það þýðir ekkert fyrir einhverjar risaeðlur að vera í fýlu þó fólk lesi fleira en moggann.
Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 12:38
Það sem ég skil ekki alveg við þessa múslima. Af hverju eru þeir ekki bara heima hjá sér heldur en að vera að þvælast til landa eins og Danmörku þar sem þeir finna allt að öllu.
Klakinn (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 13:13
Jón, þú hefur kannski ekki tekið eftir því, en það er stríð í gangi í Írak og þessi stúlka sagði aldrei að það væri í lagi að drepa Danska hermenn. Hún talaði um að þessi her sem er í landinu er innrásarher og því ætti ekki að tala um þá Íraka sem berjast fyrir frelsi landsins sem hryðjuverkamenn.
Prófaðu að snúa þessu aðeins við, hvað ef Íraski/múslimski herinn hefði ráðist inn í "Hinn vestræna heim". Mundir þú þá kalla andspyrnuhreyfinguna/arnar hryðjuverkasamtök?
Hallgrímur Egilsson, 25.7.2007 kl. 13:34
Tók reyndar eftir þessu en kunni ekki við að gera því skóna að blessaður þingmaðurinn væri etv. með vanþróaðan eða jafnvel hentugleikadrifinn lesskilning.
Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 13:40
Boxarar fara í hringinn til að rota eða verða rotaðir. Hermenn fara í stríð til að drepa eða verða drepnir. Ég myndi frábiðja mér einhverja múslimska heri hérna í N-Evrópu. Þessum dönsku hermönnum var ekki boðið til Írak. Hvað er þá málið?
Hitt er rétt að fjölmenningarsamfélag er dans á þyrnirósum.
Sigurður Þórðarson, 25.7.2007 kl. 15:46
Þessum dönsku hermönnum var ekki boðið til Írak. Þeir eru þar heldur ekki í neinu kristniboðs- eða sunnudagaskólastarfi.
Sigurður Þórðarson, 25.7.2007 kl. 15:47
Segi það líka. Í Danmörku er ekki almenn herskylda og því velja menn sér þetta starf sjálfir. Hermennska snýst um að drepa og limlesta og vera drepinn og limlestur. Þetta er sem sagt siðdrepandi óþverri sem eyðileggur þá sem taka þetta að sér. Til að selja óþverra þarf síðan öflugar auglýsingaherferðir og í þessu tilfelli birtist það í að óþverrinn er yfirleitt réttlættur frá þjóðernis- eða trúarlegum vinklum með rasísku ívafi. Það þarf víst ekki að minna á dæmin úr sögunni. Hjólið var ekki fundið upp í gær og trixin eru sem sagt gamalkunnug.
Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 16:38
Heill og sæll, Jón og aðrir skrifarar !
Þakka þér afbragðs góðan þátt. Tek undir hvert orð, en.......... vil ganga mun lengra.
Halldór verkfr. og Gústaf eiga einnig góðar kollgátur, og skynsamlegar.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.